Réttur


Réttur - 01.08.1987, Page 5

Réttur - 01.08.1987, Page 5
1986 halli 1.856 milj. kr. 1985 halli 2.269 milj. kr. Halli þessi tvö ár var því alls um 4 milj- arðar á meðalverðlagi ársins 1986 og hall- inn því alls, eða skuldaaukning ríkissjóðs sem nemur um 7000-8000 miljónum króna á þremur árum. Astæðan í'yrir þessum halla er ekki sú að ríkissjóður hafi tekið á sig aukna fé- lagslega þjónustu. Meginástæðan er sú að ríkissjóður hefur tapað tekjum sem nema um 2000 milj.kr. á verðlagi þessa árs — 1987 — eða samtals um 6000 miljónum króna á þremur árum. Önnur ástæða er sú að ríkisstjórnin ákvað að taka þátt í því aö ná verðbólgunni niður með því að setja ríkissjóð í hallarekstur snemma árs 1986 þegar luin var knúin til þess að draga úr verðbólgu með víðtækum aðgerðum í efnahagsmálum. í kosningabaráttunni gerði ríkisstjórnin tilraun til þess að kenna verkalýðshreyfingunni um þennan halla á ríkissjóði. Það er rangt því verka- lýðshreyfingin lagði fram tillögur um tekjuöflun í ríkissjóð í ársbyrjun 1986 til þess að standa undir þeim kostnaði sem hlaust af efnahagsaðgerðunum þá. Verðbólgan Frá því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við og þar til kosið var sl. vor hækkaði allt verðlag í landinu um 133%. Verðbólgan fór aldrei niöur fyrir 30% milli ára þrátt fyrir stórkostlega kaupskerðingu á miðju ári 1983 sem átti að lækna öll mein efnahagslífsins en gerði auðvitað ekki, hcldur aðeins illl verra. Verðbólguhraðinn frá desember 1985 og fram í janúar 1986 var kominn í 73,33% — þegar verkalýðshreyfingin greip í taumana og krafðist þcss að verðbólgu- skriðan yrði stöðvuð og góðærið sem síð- ar verður rakið kom til sögunnar. Einhver kann að halda því fram að það sé ósanngjarnt að mæla verðbólgu með þcssum hætti. Það er nokkuð til í því, en benda má á fullyrðingar um að verðbólg- an hafi verið yfir — langt yfir — 100% í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Þær tölur styðjast að vísu einnig við skammtímamælikvarða, en auk þess er tvennt við þær að athuga: 1. Þessi verðbólguhraði varð mestur eftir að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fór frá þegar ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar velti stórkostlegum opinber- um hækkunum út í verðlagið — án nokk- urra bóta. 2. Verðhækkanir frá rniðju ári 1982 og fram á mitt ár 1983 námu 84% — sem er hrikalega mikið en stafaði aftur af veru- legum efnahagslegum áföllum, djúpri efnahagskreppu, þeirri lægstu sem þjóðin hefur lent í frá stríðslokum. Húsnæðiskerflð Ríkisstjórnin státaði af húsnæðiskerf- inu í kosningabaráttunni. Samt hafði hún skorið framlög til húsnæðiskerfisins niður um þriðjung frá árinu 1986 til ársins 1987. Og þegar gamla stjórnin tók við aftur eft- ir kosningarnar í sumar lýsti félagsmála- ráðherrann því yfir — án athugasemda frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokknum — að húsnæðiskerfið væri að hrynja.: Kaupmáttur launa Ríkisstjórnin hrósaði sér af auknum kaupmætti launa. Staðreyndirnar eru þessar: Kaupmáttur kauptaxta var 94,85 í tíð fyrri ríkisstjórna sem Alþýðubandalagið átti aðild að (heil ár 1979-1982). Sam- bærileg tala fyrir þrjú heil ár ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar (1984-1986) 1 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.