Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 6

Réttur - 01.08.1987, Side 6
er hins vegar 70,4 stig. Með öðrum orðum: Kaupiö í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar heföi þurft aö hækka um 34,7% til þess að ná sama kaupmætti kauptaxta og var að jafnaði í tíð þeirra ríkisstjórna sem Alþýöubandalagið átti aðild að. Þetta má líka orða öðru vísi: Kaupránið var ríflega fjórða hver króna sem launafólk á kauptöxtum missti úr launaumslögunum sínum. Þetta má Iíka orða enn á annan hátt: Hjón sem höfðu 60.000 kr. í taxtakaup samtals 1986 töpuðu 15.000 kr. á mánuði hverjum all- an stjórnartíma Steingríms Hermanns- sonar eða 180 þúsund krónum á ári eða um 700 þúsund krónum á stjórnartíman- um. Það er eins og þessi hjón hafi unnið ókeypis fyrir ríkisstjórnina í heilt ár ævi sinnar. Frá ársbyrjun 1986 tókst að auka nokk- uð kaupmátt kauptaxta og áfram á árinu 1987 vegna samninga verkalýðshreyfing- arinnar og oft á tíðum harðrar baráttu einstakra hópa og vegna góðærisins. Það var ekki verk ríkisstjórnarinnar, heldur þrátt fyrir hana. Þá verður að taka með í reikninginn aö í árslok 1985 gaf ríkisstjórnin út þjóðhagsáætlun fyrir næstu þrjú ár sem gerði ráö fyrir því að kaupmáttur ætti að vera óbreyttur næstu fjögur árin, út áriö 1988. Þarna birtist því raunveruleg stefna ríkisstjórnarinnar á þeim forsendum sem hún byggöi sína stefnu á 1983-1985. Stóri lottóvinningurinn! Á hverju laugardagskvöldi situr helm- ingur þjóöarinnar fyrir framan sjónvarp og bíður eftir stóra lottóvinningnum. Þennan stóra vinning fékk þjóðarbúið í ársbyrjun 1986, sem nú skal nokkuö rakið: — Fiskafli landsmanna var 785 þúsund tonn 1982, síðasta heila ár Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórn en heildaraflinn var meira en tvisvar sinnum meiri öll síðustu ár þe. 1984, 1985 og 1986. Þess vegna voru þjóðartekjur á mann miklu hærri á sl. ári en áður og sem dæmi má nefna þessar tölur: Viðmiðunar- ár 1978 1986 Kaupmáttur kauptaxta 100 72 Þjóðartckjur á mann 100 116 Samsagt: Þrátt fyrir margföld met vegna hagstæðra ytri kringumstæðna og aukins sjávarafla var staða ríkissjóðs verri en áður þegar stjórnin fór frá sl. vor og kaupmáttur kauptaxta miklu lægri en áður. En verðmætin komu inn í þjóðfélagið. Dekurdýr stjórnarflokkanna rökuðu sam- an peningunum sem aldrei hefur sést bet- ur en við söluna á Útvegsbankanum. Þá koma berstrípaðir útgerðarmenn hlaup- andi fram í dagsljósið með miljónatugi tilbúnir að borga fyrir bankann og Sain- bandið skellir fram hundruðum miljóna króna. í kosningabaráttunni sl. vor lagði Alþýöubandalagið einmitt áherslu á þetta atriði eins og fram kemur í forystugrein Réttar sem birt var hér fremst í greininni: Að það yrði að sækja peningana til þeirra sem hafa hirt bróðurpartinn af góðærinu til þess a) aö bæta lífskjör b) að treysta atvinnuvegina til fram- búðar meðal annars til þess að auka fram- leiöni og skapa forsendur til að stytta vinnutímann í raun og c) að treysta stöðu ríkissjóðs. 118

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.