Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 12
þingsætum Berlínar, „skarað fram úr öll-
um höfuöborgum Evrópu, jafnvel sjálfri
París“, sagði Engels þá.
Og sama árið reit Engels bæklinginn
„Getur Evrópa afnumið vígbúnaðinn?“
Þeir voru framsýnir foringjarnir sósíal-
ísku þá. Og undir forustu Bebels ákveður
II. Internationale að svara nýju stríöi, er
auðvald Evrópu þá var að undirbúa, með
allsherjar verkfalli verkalýðsins.
II.
Auðvaldsstríðið 1914-18 og
W eimarlýðveldið
En 1913 missir þýski flokkurinn sinn
ágæta foringja, er August Bebel deyr.*
Og þegar auðmannastéttir Erópu hefja
heimsstríðið fyrsta 1914, bregst forustan í
flestum sósíaldemokrataflokkum Evr-
ópu, nema sú rússneska og serbneska,
hátíðlega heitinu frá 1912: að forða
verkalýð Evrópu frá því að verða blóð-
hundum og stríðsgróðalýð auðvaldsins að
bráð. Hin sögulega klofning í röðum sós-
íalista hófst þá, er sósíaldemokratisku
foringjarnir sviku, en þeir sem standa
vildu við heitið og foröa verkalýðnum frá
blóðbaðinu, börðust gegn stríðinu og
tóku sér srðan forna heitið frá 1848
(,,Kommúnistaávarpið“) — kommúnist-
ar. í Þýskalandi voru það þau Rósa Lux-
emburg og Karl Liebknecht er forustuna
höfðu, en Lenin og hans félagar í Rúss-
landi keisarans.
Keisararíkin þrjú, Rússland, Þýska-
land og Austurríki hrundu, er alþýðan
reis upp 1917-18, þreytt á fjögurra ára
blóðfórnum. En er sigurvegararnir
frönsku og aðrir sáu hættuna á byltingu
* Þorsteinn Erlingsson ritar minningargrcin um
hann í „Verkamannablaðið".
Marx bjó hér 1838-39.
Engels bjó liér 1841
Cíetur Evrópa afvopnast? Það birtist í Berlín 1893
124