Réttur - 01.08.1987, Page 14
Káthc Kollwitz.
En þótt ekki tækist, vegna svika sósíal-
demokrataforingjanna aö steypa auð-
valdinu, reis Weimarlýðveldið á rústum
keisaradæmisins. Kommúnistaflokkur
Þýskalands var stofnaður í árslok 1918,
Berlín varð smámsaman aftur rauð, en
róttækir lista- og menntamenn settu svip
sinn á hina rauðu höfuðborg. En auðvald-
ið hélt valdi sínu og ól við brjóst sér snák
nasismans.
Hin rauða Berlín varð — þrátt fyrir allt
— háborg lista og menningar, sem sósíal-
isminn og barátta alþýðu setti sinn sterka
svip á.
Káthe Kollwitz mótaöi með sínum
ógleymanlegu teikningum svip hins þjáða
vinnandi lýðs í listina. IVlax Reinhardt
setti í þrem lcikhúsum sínum (Deutsches
Theater, Kammerspiele og Grosses
Schauspielhaus) hvert listaverkiö á fætur
öðru á svið. Bert Brecht hóf á þessu
skeiði listaferil sinn, sem náði nýju há-
„HannuA ai> lcika scr í húsa|;örðuin“.
126