Réttur


Réttur - 01.08.1987, Page 26

Réttur - 01.08.1987, Page 26
Vegatálmar við Hólmsá í stóra vcrklállinu 1955. Ljósm.: Jón Bjarnason. lauk í raun með handtöku Eðvarðs og fé- laga hans og hafði þann enda að Dags- brúnarstjórnin, sem þá var í höndum afturhaldsins með Sjálfstæðismenn í for- ustu, kallaði saman fund í Dagsbrún þeg- ar búið var að fangelsa Eðvarð og þá fé- laga. Á þeim fundi fengu þeir sömu til- lögu sem áður var felld, um óbreytt kaup, samþykkta með 879 atkv. gegn 808. Samningur þessi, sem fjöldi verkamanna leit á sem hreina nauðungarsamninga, átti að gilda til ársloka, en þáverandi stjórn sagði þeim ekki upp, þrátt fyrir vaxandi óánægju verkamanna með þá. Varö allt þetta til þess að stöðugt fleiri verkamcnn snerust gegn þessari stefnu í félagsmálum. Eins og fram er komið þá voru þeir Eð- varð og Eggert Þorbjarnarson handteknir og fangelsaðir af Bretum þann 6. janúar 1941, á þeim dögum sem Dagsbrún var í verkfalli sem valdhöfunum stóð stuggur af. Strax á næsta degi, 7. jan., játaði einn úr stjórn Dagsbrúnar að þeir Eðvarð og Eggert hefðu verið fangelsaðir samkvæmt ábendingu Dagsbrúnarstjórnarinnar. Við þessi tíðindi hraus mörgurn verka- mönnum hugur. Stríðsgróðamönnum óx ásmegin og því var handtökum verka- manna framhaldið. Alls voru sjö Dags- brúnarmcnn teknir fastir. Auk Eðvarðs og Eggerts voru þaö: Hallgrímur Hall- grímsson, Ásgeir Pétursson, Haraldur Bjarnason, Guðbrandur Guðmundsson 138

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.