Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 27

Réttur - 01.08.1987, Side 27
og Helgi Guðmundsson. Eggert og Hallgrímur voru dæmdir í 15 mánaða fangelsi og sviftir mannréttindum fyrir að semja flugmiða á ensku þar sem tilgangur verkfalls Dagsbrúnarmanna var skýrður og bresku hermönnunum tjáð að íslenskir verkamann væntu þess að þeir gerðust ekki verkfallsbrjótar. Eðvarð og Ásgeir voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi. Hinir voru sýknaðir. Allt þetta gerðist á árinu 1941 og enn sátu íhaldsmenn og hægri kratar með stuðningi Framsóknarmanna í stjórn Dagsbrúnar undir verndarhendi ríkis- stjórnarinnar sem lýsti velþóknun sinni á framferði afturhaldsmanna í Dagsbrún og stóðu að handtökunum, og hugðust enn þjarma að verkamönnum eins og fram kom strax eftir áramótin. í ársbyrjun 1942 gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög, gerðardómslögin eða þrælalögin eins og þau almennt voru kölluð, með þeim voru kauphækkanir bannaðar og sömuleiðis öll verkföll. Af- lýst var þá nokkrum verkföllum, sem haf- in voru. Róttæku öflin vinna sigur í stjórnarkosningunum unnu róttæku öflin í Dagsbrún glæsilegan sigur, ný stjórn var mynduð undir forustu Sigurðar Guðnasonar og tók völdin í félaginu, þá var ekki hægt að segja upp samningum og félagið gat ekki háð löglegt verkfall. Allar I)aj>sbrúnarmenn koraa til fundar. Ekki er vitað hvaða ár þessi mynd var tekin. 139

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.