Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 33

Réttur - 01.08.1987, Side 33
Eðvarð seni fomiaður með einni fyrstu stjórn sinni ■ Dagsbrún. armenn áttu mikinn þátt í kjöri þeirra. Þá má ekki gleyma því að formaður Dags- brúnar, Héðinn Valdimarsson, fékk á fé- lagsfundi í Dagsbrún samþykkta áskorun á verkalýðsflokkana (Kommúnistaflokk- inn og Aiþýðuflokkinn) að sameinast í einn alþýðuflokk. Þessi samþykkt átti sinn mikla þátt í þeim gleðilega atburði er gerðist ári síðar, er vinstri menn Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokksins gengu til samstarfs um nýjan verkalýðsflokk, Sameiningarflokk alþýðu, Sósíalistaf- lokkinn. Þessi þáttur í starfi Dagsbrúnar er í fullu samræmi við lög félagsins, því að síðan 1919 hefur það verið stefnuskrár- atriði að „stuðla að því að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags“, cins og segir í 2. grein félagslaganna. Það er rík ástæða til að minna á þennan þátt baráttunnar einmitt núna. Þegar litið er yfir kaupgjaldsbaráttu undanfarinna ára, kernur í ljós að hún er nær eingöngu háð til þess að rétta lilut verkamanna vegna árása á lífskjörin, sem ríkisvaldið hefur haft forgöngu um. Til þess að koma í veg fyrir þetta verður verkalýðshreyf- ingin aö margfalda áhrif sín á löggjafar- valdið og ríkisstjórn. Hún þarl' að öðlast sama styrkleika í stjórnmálabaráttunni og hún hefur nú náð á faglega sviðinu. Þessi mál hafa Dagsbrúnarmenn rætt mikið á fundum sínum undanfarið og gert um þau ítrekaðar ályktanir og þarf að fylgja fast eftir. Kaupgjaldsbaráttan og önnur dægur- mál geta aldrei í eðli sínu orðið neitt tak- 145

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.