Réttur - 01.08.1987, Síða 34
mark verkalýðshreyfingarinnar. Hið
mikla takmark er óskoruð völd alþýðunn-
ar sjálfrar yfir landi sínu öllu og auðæfum
þess. Það er hið mikla verkefni, sem bíð-
ur óleyst er við hefjum starfið á síðari
helmingi fyrstu aldar Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar.“
Eftir 1955
Til viðbótar því sem áður er sagt um
baráttu og sigra Dagsbrúnarmanna frá
stofnun félagsins 1906 og síðan götuna
„frameftir veg“ skal aðeins sagt: Eftir að
verkfallinu 1955 lauk og því mikla starfi
sem stjórn félagsins lagði að mörkum við
að kynna verkalýð landsbyggðarinnar
samningana og gildi þeirra. A þeim dög-
um tók Eðvarð sæti í stjórn Atvinnuleys-
istryggingasjóðsins og var síðan leiðtogi
þeirrar stjórnar og fulltrúi Dagsbrúnar og
gegndi þar stórum verkefnum við að
móta og fastsetja sjóðsstofnunina og hélt
þannig á málum að sjóðurinn hefur þjón-
að þeim verkefnum sem tilætlað var til
heilla fyrir allt launafólks landsins.
Og kjarabaráttan hélt málefnum sam-
takanna í horfinu og vissulega héldu for-
ustumennirnir vöku sinni. 1961 stóð
Dagsbrún í fimmvikna verkfalli og náði
þá fram, meðal annars; Styrktarstjóði
Dagsbrúnarmanna. í hann greiða atvinnu-
rekendur sem nemur 1% af daglaunum
Dagsbrúnarmanna, og skal sjóðurinn
styrkja þá Dagsbrúnarmenn sem lenda í
slysum, eða eiga við veikindi að stríða.
Á árinu 1969 var um það samið við at-
vinnurekendur að þeir skyldu greiða
ákveðið gjald í lífeyrissjóði verkalýðsfé-
laga, þar með Dagsbrúnar. Auk elli- og
lífeyrissjóða félaganna, fá nú ekkjur
verkamanna maka- og barnalífeyri.
Eðvarð var í stjórnum allra þessara
sjóða, kom þar á föstu skipulagi og var
þar leiðbeinandi, enda voru þessir sjóðir
honum mjög hjartfólgnir.
Á þessum blöðum, sem eru skrifuð í
minningu Eðvarðs, hef ég að mestu hald-
ið mig við hans eigin skrifuðu orð og á
slóðum Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar sem var hans starfsvettvangur í hálfa
öld. En auk þess alls átti Eðvarð mikil og
merk störf í þágu verkalýðshreyfingarinn-
ar og allrar íslenskrar alþýðu á víðum
velli þjóðmálanna, enda var það hans
bjargfasta skoðun að verkalýðshreyfingin
yrði að margfalda áhrif sín á löggjafar-
valdið og í ríkisstjórn og ná sama styrk-
leika á stjórnmálasviðinu og því faglega.
Og því endurtek ég hér orð hans í ritgerð-
inni frá 1956:
„Kaupgjaldsbaráttan og önnur dægur-
mál geta aldrci í eðli sínu orðið neitt tak-
mark verkalýðshreyfíngarinnar. Hið mikla
takmark er óskoruð völd alþýðunnar
sjálfrar yfír landi sínu öllu og auðæfum
þess. Það er hið mikla verkefni, sem bíð-
ur óleyst er viö hefjum starfíð á síðari
helmingi fyrstu aldar Vcrkamannafélags-
ins Dagsbrúnar“.
Eðvarð Sigurðsson var fæddur 18. júlí
1910 að Nýjabæ í Garði, Gullbr. Foreldr-
ar hans voru hjónin Sigurður Eyjólfsson
sjómaður, Litlu-Brekku á Grímstaða-
holti, Reykjavík og Ingibjörg Sólveig
Jónsdóttir frá Nýjabæ í Garði. Þau
bjuggu í Litlu-Brekku frá árinu 1910 til
æviloka. Þangað heim kom móðir Eð-
varðs með hann hálfsmánaðar gamlan
sumarið 1910. í Litlu-Brekku ólst Eðvarð
upp og var þar í full 60 ár. Hann fór ung-
ur að vinna fyrir sér og reyndist snemma
hagvirkur og ósérhlífinn. Ævistarf hans
var verkamannavinna og störf í þágu
verkalýðshreyfingarinnar, í þágu ís-
lenskrar alþýðu.
Eðvarð gekk í Verkamannafélagið
146
J