Réttur


Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 34

Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 34
mark verkalýðshreyfingarinnar. Hið mikla takmark er óskoruð völd alþýðunn- ar sjálfrar yfir landi sínu öllu og auðæfum þess. Það er hið mikla verkefni, sem bíð- ur óleyst er við hefjum starfið á síðari helmingi fyrstu aldar Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar.“ Eftir 1955 Til viðbótar því sem áður er sagt um baráttu og sigra Dagsbrúnarmanna frá stofnun félagsins 1906 og síðan götuna „frameftir veg“ skal aðeins sagt: Eftir að verkfallinu 1955 lauk og því mikla starfi sem stjórn félagsins lagði að mörkum við að kynna verkalýð landsbyggðarinnar samningana og gildi þeirra. A þeim dög- um tók Eðvarð sæti í stjórn Atvinnuleys- istryggingasjóðsins og var síðan leiðtogi þeirrar stjórnar og fulltrúi Dagsbrúnar og gegndi þar stórum verkefnum við að móta og fastsetja sjóðsstofnunina og hélt þannig á málum að sjóðurinn hefur þjón- að þeim verkefnum sem tilætlað var til heilla fyrir allt launafólks landsins. Og kjarabaráttan hélt málefnum sam- takanna í horfinu og vissulega héldu for- ustumennirnir vöku sinni. 1961 stóð Dagsbrún í fimmvikna verkfalli og náði þá fram, meðal annars; Styrktarstjóði Dagsbrúnarmanna. í hann greiða atvinnu- rekendur sem nemur 1% af daglaunum Dagsbrúnarmanna, og skal sjóðurinn styrkja þá Dagsbrúnarmenn sem lenda í slysum, eða eiga við veikindi að stríða. Á árinu 1969 var um það samið við at- vinnurekendur að þeir skyldu greiða ákveðið gjald í lífeyrissjóði verkalýðsfé- laga, þar með Dagsbrúnar. Auk elli- og lífeyrissjóða félaganna, fá nú ekkjur verkamanna maka- og barnalífeyri. Eðvarð var í stjórnum allra þessara sjóða, kom þar á föstu skipulagi og var þar leiðbeinandi, enda voru þessir sjóðir honum mjög hjartfólgnir. Á þessum blöðum, sem eru skrifuð í minningu Eðvarðs, hef ég að mestu hald- ið mig við hans eigin skrifuðu orð og á slóðum Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar sem var hans starfsvettvangur í hálfa öld. En auk þess alls átti Eðvarð mikil og merk störf í þágu verkalýðshreyfingarinn- ar og allrar íslenskrar alþýðu á víðum velli þjóðmálanna, enda var það hans bjargfasta skoðun að verkalýðshreyfingin yrði að margfalda áhrif sín á löggjafar- valdið og í ríkisstjórn og ná sama styrk- leika á stjórnmálasviðinu og því faglega. Og því endurtek ég hér orð hans í ritgerð- inni frá 1956: „Kaupgjaldsbaráttan og önnur dægur- mál geta aldrci í eðli sínu orðið neitt tak- mark verkalýðshreyfíngarinnar. Hið mikla takmark er óskoruð völd alþýðunnar sjálfrar yfír landi sínu öllu og auðæfum þess. Það er hið mikla verkefni, sem bíð- ur óleyst er viö hefjum starfíð á síðari helmingi fyrstu aldar Vcrkamannafélags- ins Dagsbrúnar“. Eðvarð Sigurðsson var fæddur 18. júlí 1910 að Nýjabæ í Garði, Gullbr. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurður Eyjólfsson sjómaður, Litlu-Brekku á Grímstaða- holti, Reykjavík og Ingibjörg Sólveig Jónsdóttir frá Nýjabæ í Garði. Þau bjuggu í Litlu-Brekku frá árinu 1910 til æviloka. Þangað heim kom móðir Eð- varðs með hann hálfsmánaðar gamlan sumarið 1910. í Litlu-Brekku ólst Eðvarð upp og var þar í full 60 ár. Hann fór ung- ur að vinna fyrir sér og reyndist snemma hagvirkur og ósérhlífinn. Ævistarf hans var verkamannavinna og störf í þágu verkalýðshreyfingarinnar, í þágu ís- lenskrar alþýðu. Eðvarð gekk í Verkamannafélagið 146 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.