Réttur


Réttur - 01.08.1987, Page 35

Réttur - 01.08.1987, Page 35
Dagsbrún tvítugur aö aldri og var í stjórn félagsins frá 1942-1982, formaður Dags- brúnar var hann í 21 ár. Nánustu sam- starfsmenn Eðvarðs eftir stjórnarbylting- una í Dagsbrún 1942 voru Sigurður Guðnason, sem var formaður félagsins í 12 ár, frá 1942-1954 og Hannes M. Step- hensen sem verið hafði varaformaður þessi 12 ár var á aðalfundi félagsins 1954 kosinn formaður Dagsbrúnar. Hannes var formaður í sjö ár. Á aðalfundi Dags- brúnar 1961 var Eðvarð kosinn formaður Dagsbrúnar, en Hannes var áfram starfs- maður félagsins. Frá 1961 til 1982 var Eð- varð formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Á aðalfundi félagsins 1982 var Guðmundur J. Guðmundsson, sem verið hafði varaformaður undanfarin 21 ár, kosinn formaður Dagbrúnar og hefur verið það síðan. Allt frá því að Eðvarð Sigurðsson gekk í Dagsbrún 1930 hlóðust á hann fjölmörg störf í þágu félagsins og komu þá fljótt fram hans ótvíræðu forustuhæfileikar og viljafesta. Öll kreppuárin voru þau störf unnin í sjálfboðavinnu, í andstöðu við íhaldsöflin sem þá birtust íslenskri alþýðu í dekkstum kufli auðvalds og yfirdrottn- unar, sem gleggst kom fram þegar Eð- varð og fleiri Dagsbrúnarmenn voru handteknir og fangelsaðir að ósk þáver- andi stjórnar Dagsbrúnar, sem íhalds- menn höfðu náð á sitt vald. Félagsmálastörf Eðvarðs voru fjölmörg allt frá 1942 að hann var kosinn í stjórn Dagsbrúnar og í öll þau 40 ár sem hann starfaði daglangt og oft fram á nætur í þágu verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann var í miðstjórn ASÍ í 30 ár. For- maður Verkamannasambands íslands frá stofnun þess 1964 til 1975. Á Alþingi sat hann fyrir Alþýðubandalagið frá 1957- 1977 og vann þar sem annarstaðar að málefnum verkalýðshreyfingarinnar og allrar íslenskrar alþýðu, hvar sem komið var höndum og hug að. Hann átti sæti í nefnd sem undirbjó lög um atvinnuleysis- tryggingar 1956 og var í stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs frá stofnun hans 1956. Eðvarð Sigurðsson og þeir félagar hans, Sigurður Guðnason og Hannes Stephensen, sem tóku við stjórn Dags- brúnar 1942, voru allir dýrmætum mann- kostum búnir, hver á sinn hátt og gegndu sínum trúnaðarstörfum með heill verka- lýðssamtakanna að leiðarljósi, voru sam- stiga í baráttunni fyrir betra og bjartara mannlífi sem var þeim háleit hugsjón, verksvið og vilji. Með þeim félögum tókst slík samvinna að félagsandinn varð dagsbrún nýrrar sóknar og sigra samein- aðra Dagsbrúnarmanna. Á þessum blöðum, sem skrifuð eru í minningu Eðvarðs Sigurðssonar, hef ég að mestu haldið mig við Verkamannafé- lagið Dagsbrún, þar var hans starfsvett- vangur frá ungum aldri til æviloka, þá hefur verið á það minnst að trúr sínum hugsjónum vann hann mikil og merk störf í þeim stjórnmálasamtökum sem hann tók virkan þátt í að stofna; Kommúnista- flokknum 1930, Sameiningarflokki al- þýðu Sósíalistaflokknum 1938 og loks í Alþýðubandalaginu. Þannig stefndu öll hans störf að því að efla og auðga mann- gildi og menningu íslenskrar alþýðu. Það var hans bjargfasta skoðun að fagleg og pólitísk störf alþýðunnar ættu að byggjast á einum og sama grunni og stefna að völdum yfir landi sínu og auðæfum þess. Með þessum orðum sendi ég Dags- brúnarmönnum, vinum og vandamönn- um og ekkju Eðvarðs, Guðrúnu Bjarna- dóttur, hugheilar kveðjur og hamingju- óskir. 147

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.