Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 35

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 35
Dagsbrún tvítugur aö aldri og var í stjórn félagsins frá 1942-1982, formaður Dags- brúnar var hann í 21 ár. Nánustu sam- starfsmenn Eðvarðs eftir stjórnarbylting- una í Dagsbrún 1942 voru Sigurður Guðnason, sem var formaður félagsins í 12 ár, frá 1942-1954 og Hannes M. Step- hensen sem verið hafði varaformaður þessi 12 ár var á aðalfundi félagsins 1954 kosinn formaður Dagsbrúnar. Hannes var formaður í sjö ár. Á aðalfundi Dags- brúnar 1961 var Eðvarð kosinn formaður Dagsbrúnar, en Hannes var áfram starfs- maður félagsins. Frá 1961 til 1982 var Eð- varð formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Á aðalfundi félagsins 1982 var Guðmundur J. Guðmundsson, sem verið hafði varaformaður undanfarin 21 ár, kosinn formaður Dagbrúnar og hefur verið það síðan. Allt frá því að Eðvarð Sigurðsson gekk í Dagsbrún 1930 hlóðust á hann fjölmörg störf í þágu félagsins og komu þá fljótt fram hans ótvíræðu forustuhæfileikar og viljafesta. Öll kreppuárin voru þau störf unnin í sjálfboðavinnu, í andstöðu við íhaldsöflin sem þá birtust íslenskri alþýðu í dekkstum kufli auðvalds og yfirdrottn- unar, sem gleggst kom fram þegar Eð- varð og fleiri Dagsbrúnarmenn voru handteknir og fangelsaðir að ósk þáver- andi stjórnar Dagsbrúnar, sem íhalds- menn höfðu náð á sitt vald. Félagsmálastörf Eðvarðs voru fjölmörg allt frá 1942 að hann var kosinn í stjórn Dagsbrúnar og í öll þau 40 ár sem hann starfaði daglangt og oft fram á nætur í þágu verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann var í miðstjórn ASÍ í 30 ár. For- maður Verkamannasambands íslands frá stofnun þess 1964 til 1975. Á Alþingi sat hann fyrir Alþýðubandalagið frá 1957- 1977 og vann þar sem annarstaðar að málefnum verkalýðshreyfingarinnar og allrar íslenskrar alþýðu, hvar sem komið var höndum og hug að. Hann átti sæti í nefnd sem undirbjó lög um atvinnuleysis- tryggingar 1956 og var í stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs frá stofnun hans 1956. Eðvarð Sigurðsson og þeir félagar hans, Sigurður Guðnason og Hannes Stephensen, sem tóku við stjórn Dags- brúnar 1942, voru allir dýrmætum mann- kostum búnir, hver á sinn hátt og gegndu sínum trúnaðarstörfum með heill verka- lýðssamtakanna að leiðarljósi, voru sam- stiga í baráttunni fyrir betra og bjartara mannlífi sem var þeim háleit hugsjón, verksvið og vilji. Með þeim félögum tókst slík samvinna að félagsandinn varð dagsbrún nýrrar sóknar og sigra samein- aðra Dagsbrúnarmanna. Á þessum blöðum, sem skrifuð eru í minningu Eðvarðs Sigurðssonar, hef ég að mestu haldið mig við Verkamannafé- lagið Dagsbrún, þar var hans starfsvett- vangur frá ungum aldri til æviloka, þá hefur verið á það minnst að trúr sínum hugsjónum vann hann mikil og merk störf í þeim stjórnmálasamtökum sem hann tók virkan þátt í að stofna; Kommúnista- flokknum 1930, Sameiningarflokki al- þýðu Sósíalistaflokknum 1938 og loks í Alþýðubandalaginu. Þannig stefndu öll hans störf að því að efla og auðga mann- gildi og menningu íslenskrar alþýðu. Það var hans bjargfasta skoðun að fagleg og pólitísk störf alþýðunnar ættu að byggjast á einum og sama grunni og stefna að völdum yfir landi sínu og auðæfum þess. Með þessum orðum sendi ég Dags- brúnarmönnum, vinum og vandamönn- um og ekkju Eðvarðs, Guðrúnu Bjarna- dóttur, hugheilar kveðjur og hamingju- óskir. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.