Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 37

Réttur - 01.08.1987, Side 37
II. Uppbygging og „föðurlandsstríð“ gegn fasisma En framleiðsluástandiö var hræðilegt, þegar friður loks komst á. Framleiðslan var '/6 þess er var 1913, svo það var ekkert smáræðisverk, sem beið alþýðunnar. — En henni tókst að koma framleiðslunni svo vel á veg að 1927-8 var hún orðin hin sama og 1913. Þá hófst framkvæmd fyrstu fimm ára áætlunarinnar. Það voru stórvirki, sem alþýðan vann þar eystra næsta áratug og var ekki síður hert á, þegar nasisminn braust til valda í Þýskalandi 1933 og sovétalþýðan átti vísa árás á sig, baráttu upp á líf og dauða. Hér skal ei rakin sú furðulega sam- tvinning hetjudáða alþýðu og grimmdar- verka Stalins, sem einkenndu tímabilið 1934 til 1939. Fyrir Sovétríkin var um líf eða dauða að tefla, að geta verið undir- búin undir árás auðvaldsins, því lengst af voru auðmannastéttir Vesturlanda að reyna að siga Hitler á Sovétríkin og láta hann leggja þau að velli með hinum vel vígbúna þýska her. Það tókst að tefja að sú ægilega árás hæfist þar til 22. júní 1941. Og sú blóðuga styrjöld, sem þá hófst og stóð til 9. maí 1945, kostaði 20 milljónir Sovétborgara lífið og meir en þriðjungur hins evrópska Rússlands var í eyði eftir hildarleik þann. Auðmannastéttir Ameríku og Evrópu hófu nú undirbúninginn að árás á Sovét- ríkin. Þau voru veik fyrir, en Bandaríkin sátu nú ein að atómsprengjunni og hugð- ust geta drottnað yfir gervallri veröld í krafti þess ógnarvopns. En fyrst varð að reisa við auðvaldsríki Evrópu, svo hægt væri að etja þeim út í blóðbaðið. „Marshallhjálpin“ var sett af stað. Og það varð að koma kommúnist- um út úr ríkisstjórnum Frakklands, ítal- íu, Noregs og Danmerkur. Og þetta tókst á nokkrum árum. Kunn er sagan af for- sætisráðherra Ítalíu, er hann fór til Was- hington til að biðja um Marshallhjálp. „Rekið þið fyrst kommúnistana úr ríkis- stjórninni" var svarið hjá Trumann. Og ítalinn hlýddi. — Það var sultur í Evrópu og Kaninn notfærði sér það. Hinir fornu bandamenn hans skyldu kúgaðir til nýs stríðs, — í þetta sinn gegn Sovétríkjun- um. Evrópulöndin höfðu flest orðið fyrir barðinu á styrjöldinni, en bandaríska auðvaldið hafði stórgrætt. — Mannfall Bandaríkjanna var hlutfallslega sama og okkar íslandinga, sjómennirnir okkar höfðu látið lífið við að flytja Englending- um björgina — fiskinn. En þessi 4 ár sem liðu frá stríðslokum, höfðu Sovétríkin notað til að vígbúast til varnar nýrri árás og 1949 voru þau búin að læra að framleiða kjarnorkusprengj- una. Og það kom Bandaríkjunum á óvart. Ameríska auðvaldið varð að hætta við árásina í bráð. III. Jafnvægi óttans Síðan 1949 hefur heimurinn horft frani á „jafnvægi óttans“. Meir og meir hefur mannkyninu skiiist að kjarnorkustríð þýddi tortímingu mannkynsins. Auðvald Bandaríkjanna stórgræðir á framleiðslu vígvélanna og vill halda áfram að græða. Það hefur gert fjölda þjóða undirgefnar sér, mútað yfirstéttum þeirra — eins og við þekkjum hér á íslandi. En yfir þjóðirnar hefur þetta auðvald lagt skuldafjöturinn. En þær rísa nú fleiri og fleiri gegn honum, hóta að brjóta hann af sér. Og fátæktin sverfur æ meir að í þess- um löndum. 149 L

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.