Réttur


Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 38

Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 38
En Sovétríkin eru nú það vald, sem hindrar bandaríska auðvaldið í að hefja stríð. Það auðvald óttast að slíkt myndi leiða til tortímingar mannkyns. Og nú býður stjóm Sovétríkjanna upp á samninga um eyðileggingu allra kjarnorku- vopna á landi. — Og bandaríska auðvald- ið er í klípu, það vill ekki missa gróðann, en óttast fordæmingu mannkyns, ef það neitar. Það er stórvirki Sovétríkjanna að geta nú, þrátt fyrir að hafa orðið að þola tvær árásarstyrjaldir, haldið aftur að banda- ríska auðvaldinu, en það óttast að hefja þá þriðju. Það er vissulega kraftaverk aldarinnar að sovésk alþýða skuli megna þetta, eftir allt sem hún hefur orðið að þola í 70 ár. Allt hugsandi mannkyn bíður milli von- ar og ótta um hvort Bandaríkin þora að neita tillögu Gorbachevs, Ieiðtoga Sovét- ríkjanna um útrýmingu allra kjarnorku- vopna á fastri grund í heiminum. — Menn hugsa nú til aðvarana Eisenhowers Bandaríkjaforseta, er hann í kveðjuræðu sinni 1961 varaði þjóð sína við þeirri „hemaðar- og stóriðjusamsteypu“ (MIC), er upp væri komin í Bandaríkjunum og ógnaði bæði lýðræði Bandaríkjanna og friði heimsins. IY. Hvað tekur við? En vér Islendingar verðum að muna að jafnvel þótt Sovétstjórninni tækist að vinna það kraftaverk að knýja Bandarík- in til að eyöileggja öll kjarnorkuvopn á jörðu niðri, þá eru enn eftir hin gríðar- lega hættulegu kjarnorkuvopn í sjó og í lofti, þ.e.a.s. í kafbátum og flugvélum, svo ekki sé talað um þá hættu, er stafa myndi af þeirri geimáætlun, sem Banda- 150 ríkin alltaf eru að þrefa um og óhugsandi er auðvitað að gengið verði að. Fyrir okkur íslendinga er það spursmál um líf eða dauða þjóðarinnar að bönnuð verði öll atómvopn í kafbátum og öðrum skipum svo og í flugvélum. Nato hefur staðsett hér (og í Tyrk- landi) flugvélar af Awacs-gerð, er stjórn- að geta skotum atómvopna úr kafbátum í sjó og miðað þannig t.d. á stórborgir Sovétríkjanna. Þetta jafngildir því að Bandaríkin gætu hafið heimsstríðið frá Keflavíkurflugvelli. Og þegar Ijóst er hvílíkum fjárfúlgum er af auðvaldi U.S.A. fleygt í „Aðalverk- taka“ h.f., þá er ljóst hvað hervaldið í Bandaríkjunum ætlar sér. ísland á að vera íkveikjuvaldurinn, — ef hervaldið ameríska þorir í stríð. — Ætla íslendingar að láta fórna þjóð vorri fyrir kolbrjálaða stríðsæsingamenn Bandaríkjanna? Auðvald Bandaríkjanna ætlar sér að gera íslenska þjóð að viljalausu verkfæri sínu. Eigum við að láta þessu versta valdi heims takast að hefja þann hildarleik, sem líklega myndi þurrka mannkynið út af jörðinni? Það er nú svo komið að Sovétþjóðirnar undir forustu Gorbachevs, hins nýja leið- toga síns, eru líklega eina valdið, sem knúið gæti Bandaríkin til að láta af öllum stríðsfyrirætlunum sínum. Það væri stór- fenglegasta kraftaverkið, sem þau gætu unnið, eftir allt, sem þau hafa mátt þola og staðist. Við skulum vona að það kraft- averk gerist. E.O. J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.