Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 39

Réttur - 01.08.1987, Síða 39
ANC Þcið er margs að minnast í ár fyrir hinar þeldökku hetjur Suður-Afríku, sem sviftar lýðræði og mannréttindum halda ótrauð- ar áfram frelsisbaráttunni. í ár er ANC (African National Congress) — þ.e. þjóðarsamtök þcldökkra Afríkubúa — 75 ára. Þessi samtök voru stofnuð 8. janúar 1912 og hafa allan tím- ann háð frelsisbaráttuna. Foringi hinna þeldökku Nelson Mand- ela hefur nú setið 25 ár í fangelsi hinna hvítu harðstjóra. Walter Sisulu, einn af fremstu foringj- unum, sem dæmdur var ásamt Mandela og tugum annarra frelsishetja til lífstíð- Winnie Mandela 75 ára arfangelsis á vi'tiseyjunni Robben Island, varð 75 ára í maí í ár. Afmælisins var minnst af hinum samföngunum í þessu svívirðilega fangelsi. Mótmælin út um heim vaxa gegn harð- stjórninni í Suður-Afríku. Háskólinn í Glasgow gerði Winnie Mandela, hina ágætu konu Nelson Mand- ela að heiðursrektor Glasgow-háskóla næstu þrjá mánuði. Hún þakkaði heiður- inn í bréfí til háskólans og kvaðst vona að geta komið til skólans til að þakka fyrir. Hvenær kemur að því að ísland sýni frelsishetjum Suður-Afríku virðingu sína? 151

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.