Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 41

Réttur - 01.08.1987, Síða 41
ívar H. Jónsson, forinaAur MÍR, Mennin}>ariengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, flytur ávarp á setningar- fundi íslandsdaganna í hátíóarsal Húss úkrainska niyndlistarsanihandsins í Kíev 3. ágúst. Félagsstarfið var mjög öflugt fyrstu árin, enda má segja að MÍR hafi þá í reynd verið eini aðilinn hér á landi sem vann að gagnkvæmum samskiptum á sviði menningar og lista milii þjóða Islands og Sovétríkjanna. En þegar fram liðu stund- ir og einkum eftir að samskipti hófust á ýmsum sviðurn milli opinberra aðila hér á landi og í Sovétríkjunum, jafnframt því sem íslcnsk félagasamtök önnur en MÍR gengu til beinnar samvinnu við hliðstæðar sovéskar félagsheildir, urðu óhjákvæmi- lega nokkrar breytingar á starfi MÍR og starfsháttum. Kynningar- og fræðslustarf- ið hefur þó alltaf sctið í fyrirrúmi frá stofnun félagsins til þessa dags, misjafn- lega öflugt frá einu ári tii annars að sjálf- sögöu, en jafnan í svipuðum farvegi og markaður var í upphafi, með þeim breyt- ingum og nýjungum sem síðar hafa kom- ið til. Sá þáttur í starfi MÍR sem snýr að kynningu og fræðslu um Sovétríkin, menningu þar, þjóðfélagshætti, vísindi og listir, hefur löngum verið meira áberandi en það sem félagið hefur gert til kynning- ar ytra á íslensku þjóðlífi og menningu. Þó hefur Islandskynning félagsins vissu- lega verið umtalsverð í áranna rás, enda hcfur MÍR notið í því kynningarstarfi ómetanlegrar aðstoðar og fyrirgreiðslu samstarfsaðila sinna í Sovéti íkjunum: Sambands sovéskra félaga vináttu og menningartengsla við útlönd, SSOD ^áður VOKS) og Félagsins Sovétríkin- Island, sem stofnað var 1959.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.