Réttur


Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 42

Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 42
í þessu sambandi má nefna að á síðustu árum hefur MÍR m.a. haft forgöngu um uppsetningu þriggja sýninga frá íslandi í Moskvu og víðar: 1) sýningar á verkum Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og stofnanda MÍR, 2) Ijósmyndasýningar- innar „Verk rússneskra og sovéskra höf- unda á íslensku leiksviði“ og 3) sýningar á Ijósmyndum, svartlistarmyndum og bók- um í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur í fyrra. Ýmislegt annað íslenskt kynningar- efni hefur MÍR sent samstarfsaðilum sín- um í Sovétríkjunum eftir því sem efni og ástæður hafa leyft hverju sinni, fyrirlesar- ar hafa farið austur á vegum félagsins o.s.frv. Síðast en ekki síst er að geta ís- landsdaganna í Sovétríkjunum sem MÍR hefur haft forgöngu um: í eistneska sovét- lýðveldinu fyrir fáum árum og í sovétlýð- veldinu Ukraínu í ágústmánuði á þessu ári. Þó að fjölmiðlar hér á landi hafi þegar sagt nokkuö frá þessari íslandskynningu, þykir mér rétt að nota ágætt boð ritstjóra RÉTTAR um birtingu frásagnar af hóp- ferð MÍR til Sovétríkjanna sl. sumar til þess að fjalla sérstaklega um þann hluta ferðarinnar sem tengdist beinlínis ís- landsdögunum í Úkraínu. íslensku lista- mennirnir sem komu fram á kynningar- dögunum í Kíev, Odessa og á Krímskaga í ágústmánuði voru landi og þjóð til sóma og þeir eiga það skilið aö frá tónleikum og sýningum þeirra sé sagt á prenti. En stiklað verður á stóru, því að af miklu efni er að taka. íslandsdagarnir voru haldnir dagana 3. - 13. ágúst sl. að frumkvæði MÍR en í náinni samvinnu viö úkrainska vináttufé- lagið og Samband sovéskra vináttufélaga, og með fjárstuðningi nokkurra íslenskra iönaöar- og verslunarfyrirtækja: Alafoss, Bifreiða- og landbúnaðarvéla, Feröa- skrifstofu Kjartans Helgasonar, Hamp- iðjunnar, Lakk- og málningarverksmiðj- unnar Hörpu, Olíufélagsins hl'., Olíu- verslunarinnar Skeljungs, Sjávarafurða- deildar SÍS og Stálsmiðjunnar. Leitað var til fleiri íslenskra inn- og útflutningsfyrir- tækja, sem eiga viðskipti við Sovétríkin, en ekki treystu forsvarsmenn þeirra sér til þess að styrkja þessa íslandskynningu. Um styrk af almannafé var heldur ekki að ræða, enda ekki um hann beðið sérstak- lega. Félagsstjórn MÍR varð því að gæta ráðdeildar hvað útgjöld varðar og sú ákvörðun var tekin snemma á undirbún- ingstímanum að tengja íslandsdagana í Úkraínu hópferð félagsins til Sovétríkj- anna 1987 af hagkvæmnisástæðum. Þetta var þriggja vikna ferð til nokkurra borga í Rússlandi, Eystrasaltslöndum og Úkra- ínu. Þátttakendur í ferðinni voru 100 talsins, eða fleiri en í nokkurri af fyrri ferðum félagsins, og í þcirra hópi voru 13 tónlistarmenn, söngvarar og hljóðfæra- leikarar, sem komu fram á tónleikum meðan á íslandsdögunum stóð — og reyndar oftar Meðal tónlistarfólksins var 10 manna sönghópur karla undir stjórn Helga R. Einarssonar, Elín Sigurvinsdóttir óperu- söngkona, Guðni Franzson klarninettu- leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Undirleikari með kór og einsöngvara var Guðni Þ. Guömundsson organisti. Kórmenn voru, auk Helga og Guðna Þ. Guðmundssonar, þeir Björn Ó. Björgvinsson, Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Ómar Óskarsson, Hans G. Magnússon, Hreinn Úlfarsson, Óskar Ármann Sigurðsson, Viktor A. Guð- laugsson og Tómas Lárusson. Á efnisskrá tónleikanna voru fyrst og fremst íslensk sönglög og tónverk, bæði þjóðlög og verk eftir eldri og yngri 154
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.