Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 45
frumkvæöi sem sovétstjórnin undir for-
ystu Mikhaíls Gorbatsjovs hefur tekiö í
friðar- og afvopnunarmálum og væntum
þess að árangur megi nást í friðarviðræð-
um stórveldanna. Ekkert mál er nú mikil-
vægara en það sem snýr að varðveislu
friðar í heimsbyggðinni.
Við íslendingar erum líka komnir hing-
að til Úkraínu vegna íslandsdaganna
svonefndu, kynningar í myndum, máli og
tónum á Islandi, íslensku þjóðlífi og
þjóðmenningu. Til þessarar kynningar er
stofnað með góðri samvinnu og fyrir-
greiðslu sovéskra samstarfsaðila MÍR og
þó fyrst og fremst Úkrainska vináttufé-
lagsins. Án þeirrar aðstoðar hefði ekkert
oröið úr þessum kynningardögum. Flyt
ég okkar ágætu gestgjöfum hér í Kíev
hugheilar þakkir fyrir.
Félagið MÍR hefur enn ekki öðlast
mikla reynslu í skipulagningu alhliða
kynningar í Sovétríkjunum á íslenskri
þjóðmenningu — líkt og gerist árlega á
lslandi, þegar efnt cr til Sovéskra daga og
þeir þá helgaðir hverju sinni einu hinna
15 lýðvelda Sovétríkjanna. Þegar slíkir
sovéskir kynningardagar voru haldnir á
Islandi í þriðja sinn, haustið 1978, voru
þcir sérstaklega helgaðir Sovét-Úkraínu
og þá fengum við íslendingar nokkra
nasasjón af þjóðlífinu hér í lýðveldinu,
fornri og nýrri menningu og blómlegu
listalífi. Viö munum enn eftir sýningu
sem sett af upp í Reykjavík á úkrainskri
nytjalist og listmunum og ekki síður lista-
fólkinu sem sótti okkur heim, söngvaran-
um Anatolí Mokrenko, bandúratríóinu
fræga og þjóðdarisaflokknum Rapsódíu
lrá Vorosjilovgrad. Þar voru á ferð verð-
ugir fulltrúar úkrainskrar menningar og
lista, sovétlýðveldinu til mikils sóma og
íslcnskum áheyrendum ogáhorfendum til
ánægju og fagnaðar.
Sú íslandskynning, sem félag okkar,
MÍR, hefur undirbúið hér er vissulega af
nokkrum vanefnum gerð — og við biðj-
um ágæta samstarfsaðila okkar hér í
Kíev, forystumenn og starfsmenn vin-
áttufélagsins, velvirðingar á því sem úr-
skeiðis hefur farið í undirbúningsstarfi
okkar. En við vonum að þessi íslands-
kynning okkar veki athygli ykkar og
áhuga. Hópur góðra manna hefur lagt
hönd á plóginn við undirbúningsstarfið
heima á íslandi, m.a. tónlistarfólkið sem
hefur æft af kappi undanfarnar vikur í
frístundum sínum frá öðrum daglegum
störfum. Á verkefnaskrá tónlistarfólksins
eru sönglög og tónverk eftir eldri og yngri
tónskáld íslensk, þjóðlög og alþýðulög og
erlend lög, m.a. fáein ættuð héðan aö
austan. Myndefnið sem til sýnis er á einnig
að gefa svolitla mynd af íslandi og ís-
lensku þjóðlífi og myndlist. Annað sýn-
ingarefni er svo tengt starfsemi og fram-
leiðslu nokkurra fyrirtækja í Reykjavík,
sem eiga viðskipti við Sovétríkin á sviði
útflutnings og innflutnings og veitt hafa
félaginu MÍR nokkurn fjárstuðning til að
standa straum af kostnaði við sýningar-
efnið. Einnig eru hér fáeinar bækur, eink-
um mynda- og listaverkabækur, en líka
bæklingar sem félag okkar, MÍR, hefur
gefið út á liðnum árum og þýddar bækur.
Því miður er ekki um auðugan garð að
gresja hvað snertir íslenskar þýðingar á
verkum skálda og rithöfunda í Úkraínu.
Þó höfum við hér sýnishorn þýðinga sem
einn af kunnustu samtímahöfundum á ís-
landi hefur unnið, m.a. á frægu kvæði Iv-
ans Franko „Brautryðjendum", Karnenj-
an'.
Virðulega samkoma.
Það er mér í senn ánægja og heiður að
flytja hér, við opnun íslandsdaganna i
Úkraínu, ávarp sem nýskipaður mennta-
157