Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 46

Réttur - 01.08.1987, Side 46
málaráðherra íslands, Birgir ísleifur Gunnarsson, hefur samið sérstaklega af þessu tilefni. Ávarp ráðherrans er svohljóðandi: „Mér er sönn ánægja að vita til þess, að hér, nú í byrjun ágúst, fer fram umtals- verð Islandskynning í Sovétlýðveldinu Úkraínu, kynning á íslensku þjóðlífi. Árið 1978 voru haldnir Úkraínudagar á íslandi; gagnkvæm kynning á því, hvernig þjóðir hugsa og finna til er einmitt ein besta leiðin til að efla vináttu og útrýma tortryggni. Samskipti þjóða yðar og norrænna þjóða eru gömul, sem kunnugt er. Sumir halda það meira að segja, að stofninn Rús í orðinu Rússland sé norrænn og frá víkingum kominn. En alkunna er, að norrænir menn stunduðu mjög kaupskap í Austurvegi á víkingatímanum og í sann- leikans nafni einnig ránskap; slíkt hafa siðaðar þjóðir eins og okkar aflagt í dag og á síðari árum hafa einmitt átt sér stað umtalsverð (og friðsamleg) viðskipti milli þjóða okkar. Víkingar fóru um fljótin Dínu og Njevu um Novgorod, Nýjagarð, sem þeir nefndu Hólmgarð, af því hluti borgarinn- ar var á hólmi. Síðan héldu þcir til Kíev eða Kænugarðs, en hann er reyndar ckki kenndur við bátskænu heldur var þetta afbökun á fornrússnesku heiti um íbúana: Kijane. Loks héldu þeir um Dnjepr til Konstantinopels, Miklagarðs. Gorod hétu þessi litlu ríki, garðar, og því var ekki er að undra að hið hálfnorræna ríki sem upp reis fengi nafnið Garðaríki. Þessar ferðir forfeðra vorra — og ykkar — um fljót yöar víölenda ríkis minna á fleyg orð franska skáldsins Rimbauds: Dnjepr gerði Rússland býzanskt, Volga gerði það asískt og Neva gerði það evrópskt. Síðan á dögum víkinga hefur margur góður íslendingur gist ríki yðar. Einn þeirra var bóndinn Ari Magnússon frá Geitastekk, sem var mjög víðförull mað- ur og gekk bæði til Grænlands og Kína; í ferðaminningum sínum lýsir hann því hvernig hér var umhorfs, þegar Pétur mikli var að reisa Pétursborg. Og enn ferðast menn milli landa okkar. Við höfum haft þá ánægju að fagna mörg- um góðum gestum frá Úkraínu á okkar landi, og nú, í tilefni þessarar rnenningar- kynningar eru hér um hundrað íslending- ar á vegum MÍR, félags sem hefur að markmiði að efla menningartengsl milli Islands og Ráðstjórnarríkjanna. Peim fylgja góöar kveðjur og óskir um að þess- ir íslandsdagar megi takast sem best og efla friðsamleg skipti þjóða okkar". Þetta voru orð íslenska menntamála- ráðherrans, þau sem hann vildi koma á framfæri hér í dag. Ég vil ljúka mínum tðluðu orðum nú meö því að fara með lokaerindið í áður- nefndu kvæði Ivans Franko í þýðingu Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Pað hljóðar svo á íslcnsku: Og brœður áfram byggjum veginn nýja, í breiðri fylking grjótið lemjum við. Og þó við gleymumst, hefjast skal til skýja vor skipan brœðralags og trú á j'rið ogfrjálsan heim, án harðstjóra og þýja. Við MÍR-félagar tökum heilshugar undir orð úkraínska þjóðskáldsins um bræðralag, frið og frjálsan heim — og heitum því að vinna áfram cftir mætti að því göfuga starfi sem felst í því að treysta vináttubönd og efla menningarleg tengsl milli þjóða okkar í austri og vestri.“ Setningarathöfninni lauk með því að 158

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.