Réttur


Réttur - 01.08.1987, Page 47

Réttur - 01.08.1987, Page 47
Illi.fi þáttlakcnda í hópl'crd IMÍR til Suvctríkjanna viA opnun sýniiif’ar frá íslandi í Húsi sambands úkrainskra myndlistarinanna í Kícv 3. ágúst sl. þjóösöngvarnir þrír voru aftur leiknir af lúðrasveitinni. Eftir stutt hlé hófust íslenskir tónleik- ar, þar sem söngfólkið og tónlistar- mennirnir af íslandi komu fram og fluttu rúmlega klukkustundar langa og fjöl- breytta dagskrá. Áheyrendur sem nær fylltu hátíðarsalinn, um 500 manns, klöppuðu listafólkinu lof í lófa og voru aukalög flutt. Sergei Halipov, háskóla- kennari í Leningrad sem vel er mæltur á íslenska tungu, túlkaði ræður og kynning- ar listafólksins á tónverkunum. Sjónvarp- ið í Kíev tók upp svipmyndir frá setning- arfundinum og tónleikunum, en hljóð- varpið tók upp tónleikana í heild sinni. I veislu og vináttufagnaði, sem úkra- inska vináttufélagið bauð íslenska ferða- hópnum og fjölmörgum heimamönnum til síðar um kvöldið skiptust á íslensk og úkrainsk skemmtiatriði. Var þá m.a. efnt til kynningar og sýningar á ullarfatnaði frá Álafossi og vakti þessi óvænta uppá- koma mikla athygli. íslenska tónlistarfólkið kom á næstu ágústdögum fram á nokkrum tónleikum í Ukraínu og flutti efnisskrá sína í heild sinni eða að hluta til, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Þannig voru óstyttir tón- leikar haldnir í virðulegum samkomusal Húss kennara í Kíev miðvikudaginn 5. ágúst. Voru tónleikarnir vel sóttir, um 400 manns í salnum. og viðtökur ágætar. Næstu tónleikar voru í Odessa, hinni 159

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.