Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 50

Réttur - 01.08.1987, Síða 50
NIELS IIAV: Tyrkinn Smásaga Niels Hav, f. 1949, hefur ort ljóð og samið smásögur fyrir tímarit, smásagna- söfn og útvarp síðan 1981. Hann er í fremstu röð þeirra rithöfunda Dana sem fjalla um verkalýðsmál og ritar einkum um atvinnulífið og atvinnuleysið frá sál- rænu sjónarhorni. Um morguninn þegar hún hefur farið með Katrínu á dagheimilið og er á leið heim eftir heitum gangstéttunum, sér Vita hann aftur. Hann stendur í portinu við kjörbúðina og horfir opinskátt á hana dökkum augum. Hreyfingar hennar gefa margt í skyn þegar hún gengur þvert yfir götuna og inn í búðina. A meðan hún leitar innan um kjötfars, medistapylsur og kjötbita, leikur leynd- ardómsfullt bros um varir hennar. Andar- tak íhugar hún að auðsýna kaupfélags- stjóranum trúnað. Þetta gerist nú reyndar fyrir utan verslunina hans. Heima á 3. hæð gægist hún milli glugga- tjaldanna og sér að portið er nú autt. Hún skynjar þreytu í öllum líkamanum, af- klæðist og stillir forstofuspeglinum upp á stól. Hún reynir að skoða sig frá öllum sjónarhornum. Hún hlammar sér dösuö niður í stól og grípur báðum hödnum um keppina sem myndast á maganum. Svo ótal margt gæti verið örðuvísi. Hún eyðir síödeginu í húsagarðinum með Alice og Liz. Þær liggja í sólstólum og drekka kaffi. Vita segir æst frá því þegar hún gerði hreint á læknastofunni, frá nuddaranum sem var aðventisti og guð veit að ekki var betri en hinir þótt hann talaði um Biblí- una og boðorðin. Það var auðsætt eftir hverju hann sóttist. — Var hann áleitinn, spyr Liz letilega. Hún liggur með lokuð augu og lyftir and- litinu mót sólu. — Hann kom aftan að mér þegar ég kraup og skúraði, segir Vita. — Stóð þarna og káfaöi. — Jæja, flissar Alice, var hann aft- aníoss? Þær hlæja að þessu meðan þær velta sér yfir á magann og reykja sígarett- ur. — Hann var sko sætur. Hann leit sem sagt nógu vel út, það gerði hann, segir Vita og dreypir á kaffinu. Eftir fjögur kemur Kai. Hann opnar gluggann sem snýr út í húsagarðinn. — Hæ, kerlingar, spaugar hann. Hvað er í matinn? — Búöu sjálfur til eitthvað, prump- hænsnið þitt, hrópar Vita. Hún tínir saman sólolíu, BT, sígarettur og hitakönnu og í framhaldi af trúnaðar- blöndnu andrúmslofti síðdegisins, segir hún frá Tyrkjanum. Það verður spenn- andi hvort hann stendur þar aftur. 162

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.