Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 51
— í hreinskilni sagt er ég hrædd, segir
hún. Maður veit sko aldrei upp á hverju
þeir geta tekið. Maður heyrir jú svo
margt. Sé hann þarna aftur, segi ég Kai
trúlega frá því. Já, það geri ég bara.
Og hún fer upp til þess að búa til mat.
Næsta morgun er allt grátt og hún
gengur gegnum úðann með Katrínu sér
við hönd. Á dagheimilinu taka stúlkurnar
á móti þeim klæddar hlýjum treyjum. Þær
brosa ekki og í því er fólgin þögul ásök-
un.
Portið við kjörbúðina er autt. Döpur
beygir hún af leið og fer til bakarans. Peg-
ar luin tekur við pokanum með skonsum
og kanelsnúðum, minnir hún sjálfa sig á
að hún sé hamingjusöm og brosir fjörlega
til konu bakarans.
Hún tyggur sig angurvær í gegnum síð-
búinn morgunmatinn og flettir blaðinu á
meðan hún gefur portinu auga, — port-
inu í blokkinni á móti en það er allt í einu
orðið svo mikilvægt í stað þess að vera
einskis virði. Og skyndilega stendur hann
þarna með fráhneppta skyrtuna og hún
finnur hitabylgju fara um líkamann. Sólin
hefur brotist fram úr skýjunum og geisl-
arnir falla skáhallt yfir buxurnar hans en
andlitið sér hún ekki.
Höfuð hennar er fullt af gömlum
draumum meðan hún sal'nar saman blöð-
um liðinnar viku og gengst upp í að gera
herbergin þrjú í íbúðinni vandlega hrein.
Hreinlæti er nauðsyn finnst henni. Ver-
öldin er gljáandi hrein, og þetta er heimili
hcnnar. Eldhúsið með möttu flísunum
fær einnig sinn skerl' af ilmandi þrifnaði
og hún fyllist vellíðan. Á leið niður hring-
ir hún hjá Liz en man þá að hún er í vinn-
unni.
I lún gengur virðulega þvert yfir götuna
og sér hann færa sig framar í portið. 1 lún
tekur eftir því að hann er ekki einu sinni
með ölflösku í hendinni. Þessi frjálslega
óskammfeilni að hann bara stendur
þarna, fyllir hana undrun og hann flyst
yfir í annan heirn þar sem undarlegir hlut-
ir geta gerst.
Hún gengur eftir göngugötunni með
töskuna sem sveiflast við mjöðmina,
meðan hún raular með sjálfri sér. Öðru
hverju nemur hún staðar til þess að líta á
blússu eða kjól. En hún kaupir ekkert,
það ætlar hún ekki að gera í dag, bara
ganga og skynja sólina.
Þegar hún er búin að fá nægju sína,
man hún eftir móður sinni. Hún yfirgefur
búðirnar og gengur um þröngar göturnar
sem hún gjörþekkir. Auðvitað verður
hún að segja móður sinni þetta, það er
hið eðlilegasta.
Hún lætur útidyrnar skellast á eftir sér
og gengur upp stigana þar sem hvert þrep
minnir hana á eitthvað. Á fjórðu hæð
stansar hún og setur fingurinn á bjölluna
á meðan hún kyrrir andlitsdrættina.
Hún bíður, það gerist ekkert og hún
hringir aftur. Hún tekur upp lykilinn og
opnar eins og hún gerði forðum.
I stofunni sér lnin andlit móður sinnar
og skilur allt.
— Þetta er skelfilegt, segir móðirin.
Hún rær fram í gráðið með andlitið í
höndum sér. — Þetta er skelfilegt, Vita.
— Mamma, segir Vita í huggunarróm
og tekur um axlir hennar. Hún situr á
hækjum sér við stólinn og er enn í káp-
unni.
— 1 þrjátíu ár. í þrjátíu ár, kveinar
móðirin hjálparvana.
Vita finnur róandi töflu og vasaklút í
tösku sinni og sækir vatn fram í eldhús.
Móðirin þrýstir vasaklútnum að augun-
um, luin ræður ekki við grátinn
— Lemur hann þig ennþá? Leggðu þig
um stund, segir Vita og hjálpar móður-
163