Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 55

Réttur - 01.08.1987, Síða 55
Erindreki Kanans klórar í bakkann Nokkur tími leið og bankastjóri Fram- kvæmdabankans lagði til að ríkið seldi sitt 6 milljón króna hlutafé fyrir nafnvirði til einstaklinga! Þessi tillaga sýndi hugarfarið, en komst aldrei neitt áleiðis. Ahiirðarverksmiðjnn var þá orðin 286 milljónir króna að matsverði, — og ef skilningi amerísku þjónanna hefði verið framfylgt, þá áttu sem sé einstaklingar, sem borguðu alls 10 milljónir króna, að eignast eign, er var 286 milljón króna virði. En ekkert tókst. Alþingi lét þá ekki nokkra braskara stela stórfé úr alþjóðar- eign. Ég lagði oft fram breytingartillögu um að fella burt 13. gr. — hina amerísku Coca-Cola grein. — Meirihlutinn svæfði hana alltaf í nefnd. — En ríkisstjórnin þorði engu að breyta í lögunum. Það liðu 19 ár, ef ég man rétt. Þá varð að breyta lögunum af tæknilegum ástæð- um. Verksmiðjan var stækkuð. Og þá var 13. gr. felld burt. Þetta var lítið dæmi um hvernig frekja amerískra erindreka er styrkja vildu „einkaframtakið“, en ræna þjóðareign- um, varð að lúta í lægra haldi fyrir ís- lenskum þjóðarhagsmunum. Það er gott að liafa þessa sögu í huga þegar „íslenskir" braskarar hugsa sér að ráðast í miklu hrottalegri ránsherferð en þá, sem þarna fór út um þúfur. Rétt er og að hafa í huga hvernig forð- um tókst að bjarga fossunum, er þeir höfðu verið seldir að mestu útlendingum 1919. Það voru nt.a. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, og Bjarni frá Vogi, sem 1923 björguðu ís- lendingum frá því að missa valdið yfir virkjun fossanna í helgreipar erlends auð- valds. (Sjá grein um meðferð „fossamáls- ins o.fl. í Rétti 32. árg. 1948, 2. -4. hefti, bls. 225-260. Einnig birt í bókinni „Vort land er í dögun“. Þar er fossamálið á þingunum 1917-23 rætt á bls. 132-140, en „deilan um draumsjónina“ áður á bls. 120-132.) E.O.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.