Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 57

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 57
Við minnumst Che Guevara Þann 9. október 1967 var Che Guevara myrtur í Bolivíu af handbendum CIA, leynilögreglu Bandaríkjanna. 20 ár eru liðin síðan. Che Guevara var með Castro einn af leiðtogum byltingarinnar á Kúbu 1959, sem tryggt hefur alþýðu völdin þar síðan og verið fátækri alþýðu hinnar rómönsku Ameríku sem eldstólpi frelsisins — og Che Guevara sjálfur síðan orðið sem ímynd uppreisnar gegn kúguninni. Che Guevara varð persónugérvingur uppreisnarkynslóðarinnar er upplifði dauða hans, líkt og Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg urðu fyrir kynslóðirnar á undan — og ef lengra er litið til baka: líkt og Jesús frá Nasaret varð þrælum og fátæklingum Rómaveldis fyrstu aldirnar eftir krossfestingu hans, — þ.e. áður en keisaravaldið reyndi að gera hann að sín- um guði, gerbreyta ímynd hans til að svifta kúgaðan lýð von um sigur í frelsis- baráttu.1 t>að var ógleymanlegt að hitta Che Guevara og þrýsta hönd hans, er hann mætti sem fulltrúi byltingarinnar á Kúbu þann 7. nóvember 1960. Og ,á Rauða torginu kvað við eitt einasta hróp frá mannfjöldanum í kröfugöngunni: Viva Cuba. „Viva Cuba“ — öllum venjulegum vígorðum sleppt. Lað var fyrsti sigur sósíalismans í Am- eríku, sem byltingarmenn Sovétríkjanna voru að hylla. Che Guevara liélst ekki lengi við sem sigursæll leiðtogi sigrandi byltingar á Kúbu.2 Che Guevara hélt til Suður-Am- eríku til að boða kúguðum lýð fagnaðar- boðskap frelsisins. Og þar lét hann lífið fyrir hugsjónina, en andi hans lifir og magnar hina undirokuðu til baráttu gegn okur-auðvaldi Bandaríkjanna, sem nú þegar er tekið að óttast uppreisnarand- ann. Á næstu síðum birtast tvö Ijóð um Che Guevara: Annað er eftir þjóðskáld Kúbu Nicolas Guillen, og heitir „Gítar í sorg- ardúr“, þýtt af Ingibjörgu Haraldsdóttur, hitt er Ijóð Jóliannesar úr Kötium, er birtist í Rétti við dauða Che Guevara. Síðan kemur grein Magnúsar Kjartans- sonar um hann. Minnir Réttur þannig á hvernig tveir af mætustu félögum okkar minntust Che Guevara 1967. SKÝRINGAR: 1 Þaö liefur þó ekki tekist að fullu, enn er Jesús frá Nasaret átrúnaðargoð fátækra uppreisnarmanna í Suður-Ameríku og jafnvel biskupar byltingar- foringjar þeirra. (Þeir. sem vilja kynna sér þetta mál nánar gcta lesið greinina „Átök aldanna um félaga Jesús og frumkristninnar boðskap" í „Rétti" 1979, bls. 9^2). 2 Magnús Kjartansson hitti hann á Kúbu og hafði viðtal við hann, birt í bók Magnúsar „Kúba". 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.