Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 57
Við minnumst
Che Guevara
Þann 9. október 1967 var Che Guevara myrtur í Bolivíu af handbendum CIA,
leynilögreglu Bandaríkjanna. 20 ár eru liðin síðan.
Che Guevara var með Castro einn af leiðtogum byltingarinnar á Kúbu 1959,
sem tryggt hefur alþýðu völdin þar síðan og verið fátækri alþýðu hinnar rómönsku
Ameríku sem eldstólpi frelsisins — og Che Guevara sjálfur síðan orðið sem
ímynd uppreisnar gegn kúguninni.
Che Guevara varð persónugérvingur
uppreisnarkynslóðarinnar er upplifði
dauða hans, líkt og Karl Liebknecht og
Rósa Luxemburg urðu fyrir kynslóðirnar
á undan — og ef lengra er litið til baka:
líkt og Jesús frá Nasaret varð þrælum og
fátæklingum Rómaveldis fyrstu aldirnar
eftir krossfestingu hans, — þ.e. áður en
keisaravaldið reyndi að gera hann að sín-
um guði, gerbreyta ímynd hans til að
svifta kúgaðan lýð von um sigur í frelsis-
baráttu.1
t>að var ógleymanlegt að hitta Che
Guevara og þrýsta hönd hans, er hann
mætti sem fulltrúi byltingarinnar á Kúbu
þann 7. nóvember 1960. Og ,á Rauða
torginu kvað við eitt einasta hróp frá
mannfjöldanum í kröfugöngunni: Viva
Cuba. „Viva Cuba“ — öllum venjulegum
vígorðum sleppt.
Lað var fyrsti sigur sósíalismans í Am-
eríku, sem byltingarmenn Sovétríkjanna
voru að hylla.
Che Guevara liélst ekki lengi við sem
sigursæll leiðtogi sigrandi byltingar á
Kúbu.2 Che Guevara hélt til Suður-Am-
eríku til að boða kúguðum lýð fagnaðar-
boðskap frelsisins. Og þar lét hann lífið
fyrir hugsjónina, en andi hans lifir og
magnar hina undirokuðu til baráttu gegn
okur-auðvaldi Bandaríkjanna, sem nú
þegar er tekið að óttast uppreisnarand-
ann.
Á næstu síðum birtast tvö Ijóð um Che
Guevara: Annað er eftir þjóðskáld Kúbu
Nicolas Guillen, og heitir „Gítar í sorg-
ardúr“, þýtt af Ingibjörgu Haraldsdóttur,
hitt er Ijóð Jóliannesar úr Kötium, er
birtist í Rétti við dauða Che Guevara.
Síðan kemur grein Magnúsar Kjartans-
sonar um hann. Minnir Réttur þannig á
hvernig tveir af mætustu félögum okkar
minntust Che Guevara 1967.
SKÝRINGAR:
1 Þaö liefur þó ekki tekist að fullu, enn er Jesús frá
Nasaret átrúnaðargoð fátækra uppreisnarmanna
í Suður-Ameríku og jafnvel biskupar byltingar-
foringjar þeirra. (Þeir. sem vilja kynna sér þetta
mál nánar gcta lesið greinina „Átök aldanna um
félaga Jesús og frumkristninnar boðskap" í
„Rétti" 1979, bls. 9^2).
2 Magnús Kjartansson hitti hann á Kúbu og hafði
viðtal við hann, birt í bók Magnúsar „Kúba".
169