Réttur


Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 3

Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 3
HERMANN ÞÓRISSON: „Til hvers er ég að þessu?“ ^ __________ I minningu Brynjólfs Bjarnasonar Aðrir eru betur til þess fallnir að minnast Brynjólfs Bjarnasonar þessa mikla baráttumanns íslenskrar alþýðu og einlæga heimspekings en mig langar samt að kveðja hann hér með nokkrum hugleiðingum út frá ritum hans og þeim orðræð- um sem við áttum saman, — og því sem við áttum órætt. Þetta eru hugleiðingar sem þyrluðust upp 1 hugann vikurnar eftir að ég fregn- aði lát hans og því persónulegs eðlis og fjarri því að vera tilraun til að gera hug- myndum og starfi Brynjólfs nein tæmandi skil. Þess í stað vil ég hvetja fólk til að lesa rit hans. Heimspekirit Brynjólfs eru einstök á íslenskri tungu. Efablandinn marxisti Það er nú hátt á annan áratug síðan ég tók að glugga í rit Brynjólfs. Ég minnist þess að hafa þá látið þau orð falla að ekki væri þetta nú allt marxismi eins og ég hefði skilið hann. Nú má náttúrulega efast um að ég hafi skilið einhver býsn og ekki man ég hvað það var sem mér þótti ómarxískt, ætli það hafi ekki verið skortur á sperrileggjaðri efnishyggju, íhuganir um tilgang lífsins og líf eftir lík- amsdauðann. Fróðlegt þótti inér því síðar meir að sjá að einmitt á sviði heimspek- innar var Brynjólfur efins um marxism- ann. í Samræðum um heimspeki segir hann: „Ég leit á sjálfan mig sem marxista. Eftir því sem ég hef þekkingu og vit til, er ég samþykkur marxismanum, fyrst og fremst sem þjóðfélagsvísindum. Hins vegar er marxisminn líka heim- speki, og þar var ég alltaf miklu meira efablandinn.“ (bls. 24) en jafnframt: „ég lærði ákaflega mikið af marxistun- um, bæði Marx, Engels og Lenín, í að- ferðum, í hugsunaraðferðum. Fyrst og fremst að skoða ekki hlutina í einangr- un heldur í samhengi. Ég hef alltaf lit- ið á það sem meginatriði í díalektískri hugsun.“ (bls. 28) Brynjólfur hafði óneitanlega tilhneig- ingu til að bera blak af marxistunum. Mig rámar í að hafa veist að Engels fyrir að rugla um stærðfræði í Díalektík náttúr- unnar en þar segir hann m.a.: „Allar regl- ur um tölur eru háðar því kerfi senr notað 99

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.