Réttur


Réttur - 01.08.1989, Page 4

Réttur - 01.08.1989, Page 4
er“, og nefnir sem dæmi: „í öllum kerfum með oddatölu sem grunntölu hverfur munurinn á jöfnum tölum og oddatöl- um“. Nú er munurinn á jöfnum tölum og oddatölum sá að þær fyrrnefndu eru deil- anlegar með tveim en ekki þær síðamefndu og þessi munur hverfur ekki í hvaða bún- ing sem tölurnar eru klæddar, ekki frekar en kapítalisti breytist í verkamann við það að klæðast verkamannagalla. Bryn- jólfur bar í bætiflákann fyrir Engels og benti mér á að hann hefði verið uppi á síðustu öld, en ekki fannst mér það nú nægileg afsökun fyrir að rugla svona sam- an því sem sýnist og því sem er. Ég held við höfum þó sættst á að Díalektík nátt- úrunnar sé að hluta til hálfkarað verk og því varasamt að taka þar öllu jafn hátíð- lega. Hvers vegna? Brynjólfur var álitinn mikill rökhyggju- maður og það ekki að ástæðulausu. En fjarri fór því að hann væri þræll kaldrar rökhyggju. Þvert á móti var rökhyggjan honum einungis vopn, vopn í baráttunni fyrir fegurra og betra mannlífi, vopn í glímunni við gátuna miklu. Brynjólfur var fyrst og fremst mikil manneskja. Haft er eftir Kastró að það sem skipti máli sé að halda höfðinu köldu og hjartanu heitu. Ég sé líka að Ragnar Stefánsson segir í minningargrein sinni um Brynjólf að „það verður enginn maður góður baráttu- maður fyrir jafnrétti og sósíalisma nema hann hafi ást á lífinu og manneskjunni og þori að standa við hana“ og „það er gam- all misskilningur að það sé rökvísi og kennisetningar sem geri menn að sósíal- istum“. Við skulum líta aðeins nánar á þetta. Marx segir í innganginum að gagnrýn- inni á pólitísku hagfræðina (1859) að mannkynið setji sér eingöngu þau verk- efni sem það geti leyst, vegna þess að þegar nánar sé að gætt verði verkefnið sjálft ekki til fyrr en efnislegar forsendur fyrir lausn þess séu til staðar eða séu að minnsta kosti að verða til. Um sannleiks- gildi þessara orða ætla ég ekki að fjalla hér, en eins og svo margt annað má gæta sín að túlka þau ekki á vélrænan hátt: Marx er að tala um mannkynið en ekki einstaklinga og vitundarferli mannkyns- ins (ef við tökum þannig til orða) er öliu flóknara en svo að það sé einföld summa af vitundarferlum einstaklinganna. Sumir ganga þó svo langt að draga þá ályktun af þessu viðhorfi Marx (og ýmsu öðru sem hann og Engels létu frá sér fara) að það greini einmitt marxismann frá draumsæis- sósíalisma (útópisma) að hann rýni í hvað koma muni og berjist síðan fyrir því. Þar sem marxisminn hafi sannað („með ná- kvæmni náttúruvísindanna“, svo notuð séu orð Leníns) að sósíalisminn muni taka við af kapítalismanum, þá sé það rétt og framsækið að vera sósíalisti. Sam- kvæmt þessu þá gera framsæknir menn sér fyrst grein fyrir því sem -hljóti að koma og leggjast síðan á sveif með því, hvað sem það er. Ég held að þetta sé mikill misskilning- ur. Öllu nær sanni er það viðhorf, að menn aðhyllist þjóðfélagsstefnur af sið- rænum ástæðum, — og þó að þær ástæður eigi ef til vill rætur sínar að rekja til þjóð- félagsstöðu og stéttarhagsmuna þeirra sem aðhyllast stefnuna eða þeirra (ríkj- andi afla) sem hafa tök á að pranga henni inn á þá, þá eru þær engu að síður siðræns eðlis, ekki vitsmunalegs hvað þá vísinda- legs. Þegar afstaða hefur verið tekin leita menn svo aðferða til að gera hugsjónirnar að veruleika og þá er eðlilegt að byrja í draumhyggju en tileinka sér svo vísinda- 100

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.