Réttur


Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 5

Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 5
legri aðferðir. Vart felast vísindalegheit marxismans í því að leggja hugsjónir á hilluna, heldur í hinu að grandgæfa veru- leikann í leit að baráttuleið sem líkleg sé til að koma fyrirframgefnum grundvallar- markmiðum í framkvæmd. Við þessa grandgæfingu lagast reyndar markmiðin að því sem raunhæft er, en aldrei á þann hátt að reiknað sé út hvað muni gerast og síðan aðhyllist menn það, hvað sem það er, í nafni „framsækni“. „Framsækni“ þýðir raunar það að aðhyllast „framfarir“ og það orð er ekki notað um allar breyt- ingar sem verða í tímans rás heldur um það að eitthvað komist á hærra þroskastig í einhverjum skilningi. Pað skaðar svo sem ekki, að marxisminn á gild rök fyrir því að sósíalisminn hljóti að taka við af kapítalismanum, en þau rök gera engan að sósíalista sem ekki álítur sósíalismann af hinu góða. Öllu áhrifaríkara er að sýna fram á að sósíalisminn verði að taka við af kapítalismanum ef tryggja á framfarir í þágu vinnandi fólks og vannærðrar al- þýðu heims og ef kapítalisminn á ekki einfaldlega að ganga af mannkyninu dauðu. Marx segir á öðrum stað að hingað til hafi heimspekingarnir fengist við að skýra heiminn en það sem máli skipti sé að breyta honum. Brynjólfur hefur verið sömu skoðunar og steypt sér út í stjórn- málin þótt honum væri það lítt í mun: „Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á stjórnmálastarfi.“ (Samræður um heimspeki, bls. 17) En Brynjólfur lét engan reikna út fyrir sig að hann ætti að steypa sér út í stjórn- málabaráttuna. Hann gerði það ekki í blindni vegna þess að honum væri svo mikiö í mun að flýta einhverju sem hlyti að gerast og allra síst vegna þess að hann hefði einhverja sérlega ánægju af að vas- ast í slíku. Hann gerði það samvisku sinn- ar vegna. í Samræðum um heimspeki seg- ir hann: „Fað virtist vera þörf fyrir mig og þá gat ég ekki skorast undan. Til þess var málstaðurinn of mikilvægur í mínum augum. Þetta var eins og þegnskyldu- vinna, en það þýddi, að ég varð að leggja allt annað til hliðar. Stjórnmálin tóku mig allan.“ (bls. 18) Til hvers? Brynjólfur hefur ávallt verið sannur heimspekingur sem aldrei sætti sig við að finna ekki svör við þeim áleitnu spurning- um um lífið og tilveruna sem margur ung- lingurinn veltir fyrir sér en vilja svo hverfa í skuggann í amstri fullorðinsár- anna. í Samræðum um heimspeki segir hann aðspurður um hvort hann hafi haft áhuga á heimspeki frá upphafi: „Já, það hafði ég mjög snemma, eigin- lega strax þegar ég var barn. Eftir að stjórnmálaafskipti mín hófust fyrir al- vöru var enginn tími eða orka til annars, en minn heimspekilegi áhugi var eins og ást í meinum allan tímann. Allan þennan tíma sem ég var að fást við stjórnmál, voru mjög mikilvægar grundvallarspurningar eins og falinn eldur í huga mínum. Það voru spurn- ingar eins og þessar: Til hvers er ég að þessu?“ (bls. 18) Það var einkum á sviði siðfræðinnar sem Brynjólfur taldi marxismann ekki gefa viðhlítandi svör. Einhvern tíma þegar heimspekirit Leníns (Efnishyggjan og reynslugagnrýnin) barst í tal sagði hann eitthvað í þá veru að hann hefði fengist við það sent þar væri látið liggja milli hluta. í Samræðum um heintspeki segir hann: 101

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.