Réttur


Réttur - 01.08.1989, Síða 8

Réttur - 01.08.1989, Síða 8
hefur raunverulegt gildi. En til þess að svo sé, verður lífið að vera annað og meira en blik í eilífðinni, sem kemur og hverfur á samri stund... Af öllum staðhæfingum er sú örugg- ust, að til sé hlutveruleiki eða lögbund- inn veruleiki óháður vitund þess, sem hugsar, því hún er forsenda allra ann- arra staðhæfinga. Án vitundar eða óafvitandi viður- kenningar hlutveruleikans getum vér því ekki lifað lífi voru og ekki hugsað. Vér afneitum sjálfum oss sem vits- munaverum. Öruggari en allir dómar, sem fjalla um gildi mannlegra athafna og mann- legs lífs, er sú staðhæfing, að til sé framhaldslíf eftir líkamsdauðann, því hún er forsenda allra dóma, sem taka til mannlegra verðmæta... Án þess að leggja dóm á verðmæti getum vér ekki lifað né starfað. Án vit- andi eða óafvitandi viðurkenningar forsendunnar getum vér því ekki lifað. Vér afneitum sjálfum oss sem siðgæðis- verum.“ (bls. 112-113) „Það er mögulegt að afneita tilvist lögbundins hlutveruleika og þar með allri hugsun. En ef sú afneitun er meira en í orði, hættum vér að hugsa. Það er líka hægt að afneita framhaldslífi. En ef sú afneitun er meira en orðin tóm, hættum vér að lifa mannlegu lífi. Afl- vaki sjálfrar hugsunarinnar hverfur einnig, ef öll verðmæti, þar á meðal sannleiksgildið, verða að engu. Til þess að geta haldið áfram að lifa sem vera gædd vitsmunum og siðgæði, hljótum vér að gera ráð fyrir fram- haldslífi. / þeim skilningi verður lífs- nauðsynin að röknauðsyn.“ (bls. 117) Brýnasta verkefnið Ég kynntist Brynjólfi fyrst fyrir réttum 5 árum. Námsmannafélagið í Gautaborg stóð þá að aðgerðum í tilefni 40 ára lýð- veldisafmælis í skugga bandarísks hernáms. Brynjólfur dvaldi á þessum árs- tíma hjá dóttur sinni á Sjálandi og fórum við þess á leit við hann að hann skryppi yfir til Svíþjóðar og héldi yfir okkur tölu. Brynjólfur lét ekki 86 aldursár aftra sér, brá sér yfir sundið og hélt yfir okkur meitlaða ræðu um brýnasta verkefni vort: „að forða lífinu á þessum hnetti okkar frá tortímingu, hvar sem við eigum heima á honum“ (birtist í 3. hefti Réttar, 1984). í ræðunni fjallaði Brynjólfur um hvort kjarnorkustríð sé yfirvofandi, hvað valdi þeim ósköpum, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þau og hvert okkar hlutverk sé. Fyrstu spurningunni, hvort kjarnorku- stríð sé yfirvofandi, svaraði Brynjólfur játandi og lauk formálanum að svari sínu svo: „Marx gamli sagði, að þegar borgara- stéttin sæi völd sín í hættu, þá liti hún á það sem ragnarök og væri.til alls vís. Pað hefur vissulega sannast rækilega á helstu oddvitum hennar nú á dögum, enda þótt kapítalismi Vesturlanda sé ekki í neinni bráðri hættu svo langt sem við eygjum fram í tímann. Það má vel vera, að geðlæknar myndu úr- skurða Reagan, Luns og Co. alheil- brigða á sálinni. Þeir hefðu jafnvel get- að gefið Hitler vottorð um fulla geð- heilsu. En hvað sem líður læknisfræði- legum úrskurði, þá er eitt víst: Þessir menn eru margfalt hættulegri en geð- sjúklingar, sem lokaðir eru inni á geð- veikrahælum vegna þess að þeir geta farið sjálfum sér og öðrum að voða. — Því þeir eru vísir til að tortíma öllu 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.