Réttur


Réttur - 01.08.1989, Síða 10

Réttur - 01.08.1989, Síða 10
Ég get ekki stillt mig um að segja frá því hér, að ég spurði Brynjólf um það í bréfi hvort ekki fælist í því rökleg mót- sögn að telja annars vegar að „þegar borgarastéttin sjái völd sín í hættu, þá líti hún á það sem ragnarök og sé til alls vís“ og hins vegar að „andspænis kjarnorku- ógninni séum við öll í sama báti“ og „varðveisla lífsins á jörðinni geti ekki skipt mönnum í fylkingar eftir stéttum nema af gamalli sögulegri tregðu.“ Sam- kvæmt fyrri skoðuninni sé ekki hægt að fylkja með borgurunum gegn kjarnorku- vánni en samkvæmt þeirri síðari ætti það að vera hægt. Brynjólfur tók þetta upp síðar þegar við hittumst og benti mér á að hann segi reyndar í framhaldi af þessu að varðveisla lífsins á jörðinni sé „sameigin- legt viðfangsefni allra manna á þessari jörð, sem kjósa lífið en ekki dauðann.“ Þessum rökvísa manni hafði náttúrulega ekki yfirsést þetta þegar hann samdi ræðuna. Hann taldi^sem sé að það ætti að vera hægt að samfylkja með borgaraleg- um öflum að undanskildum blindustu of- stækismönnum. Um hlutverk okkar sagði Brynjólfur loks í ræðu sinni: „Hvað getum við þá gert annað en hrópa og biðja um frið í samstilltum kór? Hvert verður hlutverk okkar í lífsstríði heimsins? Því er auðsvarað: Að hreinsa landið af herstöðinni í Keflavík og öðrum herbúnaði Banda- ríkjanna á íslandi.“ og lauk máli sínu svo: „Og þegar kosið er til Alþingis, álít ég að við verðum að gefa herstöðvamál- inu miklu meiri gaum, en verið hefur. Við þurfum að spyrja hvern einasta frambjóðanda um afstöðu hans til her- stöðvanna og láta honum ekki takast að drepa málinu á dreif og hliðra sér hjá því að gefa skýr svör. Og geri hann það ekki eða lýsi sig fylgjandi her- stöðvum, verðum við að sýna fram á að slíkan mann má ekki kjósa, hverju sem hann annars lofar og hvað sem hann býður fram af heimsins gæðum. Við verðum að gera mönnum ljóst, að sá sem kýs hann, tekur á sig meiri ábyrgð en hann fær undir risið. Viti hann hvað hann er að gera, gerist hann samsekur um hryllilegasta glæp allra tíma. Viti hann það ekki, eru það voðaleg örlög, verri en dauðinn. Það er skylda okkar hinna, sem betur vitum, að forða hverju því manns- barni, sem unnt er að bjarga, frá þeim örlögum.“ Lögmál og frelsi Þegar fundarhöldum var lokið og við sátum í kvöldkyrrðinni heima í stofu barst talið fljótt frá stjórnmálum að heim- spekinni. Þetta kvöld er mér ákaflega minnisstætt. í hita umræðunnar gekk Brynjólfur um gólf með hendur fyrir aft- an bak, einbeittur, valdi orð jafn mark- visst og í bókum sínum, stundum óviss, oftast ákveðinn, í báðum tilvikum jafn einlægur og jafn gjörhugull, staðhæfði aldrei neitt án rökstuðnings, hafði ungan áhuga á umræðuefninu og jafnframt þaul- hugsuð rök heillar mannsævi. Vegna langdvala beggja erlendis auðnaðist mér ekki að hitta hann nema örfáum sinnum eftir þetta, í faðmi fjölskyldunnar á Sjá- landi, á heimili hans í Hraunbænum, hjá baráttufélaganum Einari Olgeirssyni. Eg ræddi síðast við hann í síma sumarið 1987. í desember síðastliðnum var ég kominn á fremsta hlunn með að leggja 106

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.