Réttur


Réttur - 01.08.1989, Side 19

Réttur - 01.08.1989, Side 19
FRIEDRICH ENGELS: Fáttur vinnunnar í þróuninni frá apa til manns Vinnan er uppspretta allra auöæfa, segja þjóðhagfræðingarnir. Og sannar- lega er hún uppsprettan — næst á eftir náttúrunni sem útvegar efnið sem vinnan breytir í auðæfi. En vinnan er meira að segja óendanlega miklu meira en þetta. Hún er helsta undirstöðuskilyrði allrar mannlegrar tilveru og það í þeim mæli að vér verðum í vissum skilningi að segja vinnuna hafa skapað manninn sjálfan. Fyrir mörgum hundruð þúsundum ára síðan, á tíma sem enn er ekki unnt að ákvarða með vissu, á því tímaskeiði jarð- sögunnar sem jarðfræðingar nefna tertíer, og þá líklega undir lok þess, lifói einkar háþróuð tegund mannapa einhvers staðar í hitabeltinu — líklega í mikilli áll'u sem nú er sokkin niður í djúp Indlandshafsins. Darwin hefur gefið oss grófa lýsingu á þessum forfeðrum vorum. Peir voru þakt- ir hári um allan búkinn, höfðu skcgg og útstæð eyru og lifðu í hópum í trjánum. Hendurnar eru notaðar öðruvísi en fæturnir þegar klifrað er, og með því lífs- hættir apanna fólu í sér fcrðir á jafnsléttu lögðu þcir smám saman af þá vcnju að nota hendurnar (í gangi — þýð.) og tóku sér sífellt uppréttari stöðu. Þetta var úr- slitaskrellð í þróuninni l'rá apa til manns. Allir núlifandi mannapar geta staðið uppréttir og gengið um á fótunum einum, en aðeins ef brýna þörf ber til og þá býsna klaufalega. Þeim er eðlilegt að ganga hálfuppréttir og nota einnig hendurnar. Meirihluti þeirra lætur hnúana hvíla á jörðinni, hefur fæturna beina og sveiflar svo líkamanum inn á milli hinna löngu handleggja, talsvert í líkingu við það hvernig fatlaðir komast ferða sinna á hækjum. Almennt talað má enn sjá öll helstu umbreytingarstig þróunarinnar frá því að ganga á fjórum fótum og yfir í upp- réttan gang meðal apa nútímans. Síðar- nefnda göngulagið hefur þó öngvusíður aldrei orðið meira en bráðabirgðahjálp meðal þeirra allra. Það gefur auga leið að ef uppréttur gangur varð fyrst reglan og síðar meir nauðsyn fyrir okkar loðnu forfeður, hljóta hendurnar á meðan að hafa öðlast önnur ólík verkefni. Strax meðal apanna er nokkur munur á því hvernig hendur og fætur eru notaðir. Eins og drepið var á hér að ofan er munur á því hvernig hend- ur og fætur eru notaðir við klifur. Hend- urnar eru aðallega notaðar til að safna og halda á fæðu, á sama hátt og óæðri spen- dýr brúka sínar framklær. Margir apar nota hendur sínar til að reisa sér hreiður í trjánum eða jafnvel til að reisa þak á milli greinanna til að verjast ágangi veðra, eins og simpansinn gerir. Með höndunum góma þeir prik til að verja sig fjendunum, og með höndunum kasta þeir 115

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.