Réttur


Réttur - 01.08.1989, Síða 29

Réttur - 01.08.1989, Síða 29
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: Réttarhöld í Havana Frettir sem bárust fra Kubu fyrr a þessu sumri um eiturlyfjasmygl og ymiskon- ar spillingu meðal háttsettra herforingja, aftöku fjögurra helstu sökudólganna og 10-30 ára fangelsisdóma yfir tíu öðrum, urðu mörgum tilefni til blaðaskrifa og heilabrota um ástandið á þessari eyju sem Mogginn hefur kallað „Gúlag undir suðrænni sól“. Arnór Hannibalsson, prófessor við Háskóla Islands, skrifaði undarlega grein í Moggann þar sem ægði saman blindu kommúnistahatri, for- dómum og fáfræði um kúbanskt þjóðfélag. Vandséð er hvað býr að baki slíkum skrifum og þau eru tæpast svaraverð. Hinsvegar langar mig til að byrja þetta greinarkorn á lítilli dæmisögu sem tengist atriði í grein Arnórs. Eitt af því sem hann telur upp Fidel Castro til hnjóðs er að hann hafi áriö 1984 miðlað málum milli „eiturlyfjahöfðingja Panama“, Noriega, og eiturlyfjaframleiðenda í Kolumbíu. Þetta hafi komið fram við réttarhöld í Miami 1988 þar sem maður „scm áður stóð Noriega nær“ hafi lýst þessu yfir. Þetta er reyndar eina atriðið í grein Arn- órs sem hann styður heimildum, og heim- iid hans er grein í Spiegel nr. 27, 1989. Nú vill svo til að í febrúar 1988 tók Maria Shriver, fréttaritari NBC sjón- varpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum og frænka Kennedybræðranna, langt viðtal við Fidel Castro og bar m.a. upp á hann þessa sögu um „málamiðlunina“, sem hofð var eftir manni að nafni José Blandón, fyrrverandi konsúl Panama í New York. Castro vísaði sögunni á bug sem „fáránlegri“ og vitnaði í skjalfestar sannanir fyrir því að Blandón færi með lygar. Samt er sagan endurtekin æ ofan í æ og höfð fyrir satt. Ég hef ekki heyrt þess getið að hún hafi verið rannsökuð nánar. Hún er bara endurtekin, einsog aldrei hafi verið bornar á hana brigður. Þetta er einmitt skóladæmi um þann fjandskap sem Kúbu er sýndur í fjölmiðl- um hins vestræna heims. Þar hefur verið búin til mynd af Kúbu sem ríki þar sem spilltur harðstjóri kúgar vesælt og rétt- laust fólk, þar sem annar hver maður er í fangelsi fyrir að segja hug sinn. Einsog prófessor Arnór orðar það: „Einræði, örbirgð, fangelsanir, mannréttindaleysi, eiturlyfjasmygl — þetta er fagnaðarerind- ið“. Þessi mynd er í l'ullu samræmi við bókina „í trássi við allar vonir“ eftir Ar- mando Valladares sem áður sat í fangelsi á Kúbu fyrir hryðjuverk en nú hefur verið dubbaður upp í mannréttindapostula í Bandaríkjunum. Myndin er hinsvegar í engu samræmi við raunveruleikann, þann 125

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.