Réttur


Réttur - 01.08.1989, Page 32

Réttur - 01.08.1989, Page 32
yfirheyrslunum. Hvernig var þetta hægt? Hvernig stóð á því að þessir menn gátu farið sínu fram í meira en tvö ár, stolið og svikið og braskað og — það sem að margra dómi var alvarlegast — grafið undan orðstír Kúbu, lagt óvinum bylting- arinnar vopn í hendur? A sama tíma og þeir unnu sín myrkraverk tóku kúbönsk stjórnvöld virkan þátt í alþjóðlegu sam- starfi gegn eiturlyfjasmygli og lýstu því yfir æ ofan í æ að Kúba væri ekkert grið- land fyrir eiturlyfjabraskara. Ein af þeim spurningum sem lögð var fram við réttar- höldin var: Hvað hefði gerst ef þessir menn hefðu verið gripnir glóðvolgir er- lendis og færðir fyrir rétt þar? Hvernig hefði þeim gengið að sanna að þeir væru ekki á vegum kúbanskra stjórnvalda? Hvernig hefðu kúbönsk stjórnvöld átt að hreinsa sig af þeirri ásökun? Réttarhöldin í Havana leiddu í ljós geigvænlega spillingu í Innanríkisráðu- neytinu og þörf á að endurskipuleggja það frá grunni. Þau leiddu líka í ljós að þjóðhetjan Arnaldo Ochoa var sekur um ótrúlegustu glæpi, m.a. um að hafa fé af Sandinistum í Nicaragua og angólska hernum. Þau sannfærðu jafnvel efasemd- armenn um að Fidel og Raúl Castro bæru enga ábyrgð á glæpum sakborninganna og hefðu ekkert um þá vitað fyrr en rann- sókn sýndi fram á staðreyndir málsins. Dómarnir sem kveðnir voru upp að lokum voru harðir: dauðadómar yfir Arn- aldo Ochoa, Tony de la Guardia, Jorge Martinez og Amado Padrón (sá síðast- nefndi var nánasti samstarfsmaöur de la Guardia í Innanríkisráðuneytinu), sex voru dæmdir í 30 ára fangelsi (þ.á m. ein kona), þrír í 25 ára fangelsi og einn í tíu ára fangelsi. Ýmsir urðu til að biðja hin- um dauðadæmdu griða, en Hæstiréttur og Ríkisráð Kúbu höfnuðu þcim beiðnum einróma. Málinu er þó engan veginn lokið þótt dómar hafi verið upp kveðnir og þeim fullnægt. Kúbanir verða að horfast í augu við mörg stór vandamál sem upp hafa ris- ið í tengslum við þessa atburði. Pegar hefur verið minnst á þörfina á endur- skipulagningu Innanríkisráðuneytisins, og sú endurskipulagning virðist nú vera í fullum gangi. M.a. hefur nýr innanríkis- ráðherra verið skipaður og sá gamli settur í gæsluvarðhald. Baráttunni gegn spillingu verður haldið áfram af auknum krafti. Þeir sem vilja líta framtíðina björtum augum segja að mál þetta og viðbrögð Kúbana við því geti hugsanlega leitt til samstarfs þeirra og Bandaríkjanna í bar- áttunni gegn eiturlyfjasmygli á Karíba- hafi. Bush Bandaríkjaforseti hefur að vísu verið óvenju hatrammur í garð Kúb- ana að undanförnu, en það er ekki alltaf að marka — sem betur fer ráða misjafn- lega gáfulegar ræður forsetans ekki alltaf stefnunni, ýmislegt gerist í samskiptum ríkjanna í trássi við þær. Framtíðin ein getur úr því skorið hverj- ar afleiðingar Ochoa-málið hefur. Von- andi tekst Kúbönum að draga réttar ályktanir af því sem gerðist og koma í veg fyrir að það gerist nokkurntíma aftur. 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.