Réttur


Réttur - 01.08.1989, Page 33

Réttur - 01.08.1989, Page 33
GYLFI PÁLL HERSIR: Namibía Aldarlöng nýlendukúgun „I fyrsta lagi: AUir svertingjar verða að líta á hvíta manninn sem sér æðri. í öðru lagi: í réttarsal þarf vitnisburð sjö svertingja til þess að vega upp á móti vitnisburði eins hvíts manns.u Þessi orð eru tekin úr yfirlýsingu Þjóðverja, sem settust að í Suðvestur-Afríku í byrjun þessarar aldar. Namibía er síðasta nýlenda Afríku. í yfir 100 ár voru hinir þeldökku íbúar undirokaðir af þýskum og suður-afrískum nýlenduherrum. Andspyrna alþýðunnar hefur staðið nærri jafnlengi. Barátta alþýðu manna í Namibíu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og þjóðfrelsi hefur verið háð undir forystu Alþýðusamtaka Suðvestur-Afríku (SWAPO). Ný staða er nú komin upp eftir aldar- langa baráttu fyrir sjálfstæði. Um 50.000 Namibíumenn fylltu íþrótta- leikvanginn í Windhoek, höfuðborg landsins 24. september síðastliðinn til að hlusta á Sam Nujoma, leiðtoga SWAPO ræða einmitt þetta. „Stærsti hluti Afríku er nú laus undan oki nýlendustefnunnar. Annars staðar hafa nýlenduveldin einnig horfið á braut vegna óhjákvæmilegrar þróunar í átt til þjóðfrelsis,“ sagði leiðtogi SWAPO. „Og það er þessi óumbreytanlega þróun er hefur fært Namibíu að krossgötum sjálf- stæðis.“ Nujoma sneri nýlega aftur til landsins cftir 30 ára útlegð. Hann kvað alþýðu manna í Namibíu nú standa frammi fyrr vþví sögulega tækifæri að velja sér leið- toga er skipi ríkisstjórn alþýðunnar, úr röðum alþýðunnar, er starfi í þágu alþýðu manna í Namibíu." Ályktun 435 Undanfarna níu mánuði hafa Namibíu- menn barist fyrir því að Suður-Afríku- stjórn standi við samkomulag sem hún var nauðbeygð til þess að samþykkja í desember 1988. Ríkisstjórnir Angólu, Kúbu, Suður-Afríku og Bandaríkjanna undirrituðu samkomulagið hjá Samein- uðu þjóðunum (Sþ). Þar með var ályktun Sþ númer 435 hrint í framkvæmd. Ályktun 435 kveður á um sjálfstæði Namibíu og tekur til þess hvernig eftirliti Sþ skuli háttað. Prátt fyrir að ályktunin hafi verið samþykkt 1978, er fyrst nú í ár verið að framkvæma hana. Pað gerðist et'tir að Suður-Afríkustjórn beið hernað- arósigur í syðrihluta Angólu í ársbyrjun 1988 fyrir sameinuðum sveitum Angólu- hers, skæruliða SWAPO og kúbanskra al- þjóðasinna. 129

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.