Réttur


Réttur - 01.08.1989, Side 38

Réttur - 01.08.1989, Side 38
tion, SWAPO). Markmiðið var að ná til annarra en íbúa Ovambolands og sam- eina Namibíumenn í sjálfstæðisbarátt- unni. SWAPO átti miklu fylgi að fagna meðal verkafólks og skipulagði deildir á námasvæðunum í suðurhéruðum lands- ins. Samtökin voru aldrei bönnuð þótt félagar þeirra hafi sætt stöðugum ofsókn- um, verið fangelsaðir og jafnvel myrtir. SWAPO tekur upp vopnaða baráttu Kúgunin fór vaxandi þegar SWAPO ákvað að taka upp vopnaða baráttu árið 1966. Staðan styrktist mjög í allsherjar- Suður-Afríka, Bretland og Bandaríkin eiga mestra fjárhagslegra hagsmuna að gæta í Namibíu. Námugröftur, mikil- vægasti atvinnuvegur landsins, er nær alfarið í eigu fyrirtækja frá fyrrnefndum löndum. Meirihluti útflutningsins er úran og demantar. Eldsneyti er algengasta innflutningsvaran, rúmur fjórðungur. verkfalli 1971-1972. Mótmælaaðgerðir ungs fóks og smábænda fylgdu í kjölfarið og leiddu til þess að vopnuð barátta og skipulagning verkafólks jókst. Namibía hefur átt í stríði við suður- afríska nýlenduveldið í 23 ár. Hersveitir apartheid-stjórnarinnar hernámu landið og komu á fót her, aðallega skipuðum Namibíumönnum. Vopnaðir bófaflokkar er nefnast Koevoet (þýðir kúbein á afri- kaans, máli Búa) óðu um þorpin og drápu þorpsbúa að því er virtist á tilvilj- anakenndan hátt. Herlög voru sett í norðurhluta landsins. Rúmlega 1 ()().()()() manns voru flæmdir burtu frá heimilum sínum. Meira en 11.000 manns hafa týnt lífi í stríðinu. Á sama tíma átti Þjóðfrelsisher Nami- bíu (People’s Liberation Army of Nami- bia, PLAN) í vopnaðri baráttu. Þá komu félagar í SWAPO upp skrifstofum víða um heim og unnu að því að breiða út sannleikann um baráttu samtakanna. Hluti af baráttunni í syðrihluta Afríku Frelsisbaráttan í Namibíu er hluti af baráttunni í álfunni. Því hafa sigrar og ósigrar annars staðar í syðrihluta Afríku haldist í hendur við þróun mála í landinu. Á sjöunda áratugnum lék ferskur blær um Allsherjarþing Sþ með tilkomu nýrra aðildarríkja eftir velheppnaðar uppreisn- ir nýlendna í Afríku, Asíu og Karíbahaf- inu. Fulltrúar frá Namibíu fengu að ávarpa Sþ og afhjúpuðu nýlendudrottnun Suður-Afríku. Frelsissamtök Suður- Afríku, Afríska þjóðarráðið (African Nat- ional Congress, ANC) barðist einnig gegn apartheid. Árið 1966 samþykkti Allsherjarþing Sþ að binda endi á umboð Suður-Afríku til þess að stjórna Nami- bíu, en yfirráð hennar höfðu varað frá tímum Þjóðabandalagsins árið 1920. Þá lýsti Alþjóðadómstóllinn því yfir árið 1971 að hernám Suður-Afríku í Namibíu væri ólöglegt. Frelsishreyfingunni í Namibíu óx ás- megin árið 1975 þegar baráttusinnar í Angólu og Mósambik losuðu sig undan nýlendukúgun Portúgala. Angóla, ná- granninn í norðri, hlaut sjálfstæði undir forystu Alþýðuhreyfingarinnar til frelsun- ar Angóla (People’s Movement for the Liberation of Angola, MPLA) og lýsti strax yfir stuðningi við baráttu frelsis- sinna í Namibíu. Suður-Afríkustjórn gat ekki lengur reitt sig á stuðning portúgalska nýlenduveldisins til þess aö viðhalda 134

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.