Réttur


Réttur - 01.08.1989, Page 41

Réttur - 01.08.1989, Page 41
„ANC er á meðal vor og leiðtogar þess ætla að ávarpa okkur.“ Varnaraðgerðir Suður-Afríku- stjórnar Ósigur Suður-Afríkuhers í Angólu, áframhaldandi uppreisn innan eigin landa- mæra, aukinn ágreiningur meðal hvítra íbúa landsins og vaxandi alþjóðleg ein- angrun apartheid hefur neytt Suður-Afríku- stjórn til að slaka nokkuð á apartheid- stefnunni. Hún hefur átt frumkvæði að því að taka upp eðlileg samskipti við grann- ríkin, sem eiga landamæri að Suður- Afríku. Þau eru: Angóla, Botswana, Zimb- abwe, Zambía, Tanzanía og Mósambik. Suður-Afríkustjórn hefur reynt að afla sér aukins stuðnings erlendis frá. Ríkis- stjórn hvíta minnihlutans, sem nú er und- ir forsæti F.W. de Klerk, hefur gert á- kveðnar tilslakanir, en á nú orðið færri og færri möguleika á slíku. Þróun mála í syðrihluta -Afríku, þar með talinni Suður-Afríku hefur haft já- kvæð áhrif á sjálfstæðisbaráttuna í Nami- bíu. Ennfremur finna íbúar Namibíu glöggt fyrir hinum sömu efnahagserfið- leikum er þjaka önnur lönd á svæðinu. Mörg landanna í syðrihluta Afríku háðu árangursríka baráttu gegn nýlendu- stefnunni síðustu tvo áratugi. Þau voru Taliö er að ungbarnadauði meðal svartra barna sé sjö sinnum hærri en mcðal hvítra barna. Árið 1981 var talið að í Windhock (höfuðborg Namibíu) létust 178 af hverjum 1.000 fæddum svörtum börnum fyrir fimm ára aldur og 28 af hverjum 1.000 fæddum livítum börnum. Meðalaldur livítra er á bilinu 68-72 ár en blökkumanna 42-52 ár. vanþróuð, jafnt félagslega sem efnahags- lega, er nýlenduveldin hurfu á braut. Sjálfstæðið opnaði þeim nýja möguleika til hagsbóta fyrir alþýðu manna, svo sem úthlutun jarðnæðis til smábænda, aukna atvinnu og félagslegar umbætur. Þau skref sem þurfti að stíga til þess að gera þær mögulegar voru þó aldrei stigin. Mörg landanna búa við vaxandi skulda- kreppu og versnandi efnahagsástand. Skuldakreppan á svæðinu Afríkulöndin sunnan Sahara-eyði- merkurinnar, en meðal þeirra eru 22 af 30 fátækustu löndum heims, skulda sem nemur tveimur þriðju hlutum heildar- framleiðslu þessara landa. Helmingur út- flutningstekna þeirra fer í að borga vexti og gjaldfallnar afborganir. Afleiðingin er sú að sumar ríkisstjórn- ir, t.d. í Zimbabwe, hafa ákveðið að fara út í viðamiklar aðhaldsaðgerðir senr hafa einkum bitnað á verkafólki og smábændum. Þetta hel'ur leitt til stéttaátaka og valdið vaxandi ágreiningi milli hinna snauðu annars vegar og kapítalískra ríkisstjórna hins vegar. Auk þess er mikilvægt að gera sér grein fyrir efnahagslegri stöðu Suður-Afríku. Landið er háþróað vegna þess að það er heimsvaldaríki. Þar er því markaður fyrir framleiðsluvörur grannríkjanna. En vegna pólitískra aðstæðna er sá markaður lokaður þar til apartheid hefur verið lagt af. Mörg þessara ríkja hvetja til refsiað- gerða gegn Suður-Afríku vegna apart- heid-stefnu stjórnvalda og reyna að draga úr viðskiptum sínunr við landið eins og unnt er. Þau freista þess að koma upp nýjum mörkuðum fyrir innflutnings- og útflutningsvörur sínar auk þess aö byggja upp nýtt samgöngukerfi, óháð apartheid- ríkinu. 137

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.