Réttur


Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 42

Réttur - 01.08.1989, Qupperneq 42
Stríð apartheid-stjórnarinnar Suður-Afríkustjórn hefur haldið áfram stríðsrekstri gegn tveimur fullvalda ríkjum, Angólu og Mósambik, og aukið þannig á erfiðleika vinnandi fólks í þess- um löndum. í Mósambik hefur ríkisstjórn Frelimo margsinnis gert samkomulag við Suður- Afríkustjórn í því skyni að binda enda á tortímingarstríðið sem hryðjuverka- menn, fjármagnaðir af Suður-Afríku, hafa háð gegn landinu frá því það hlaut sjálfstæði frá Portúgal árið 1975. Árið 1984 gerðu Mósambik og Suður- Afríka með sér griðasáttmála, Nkomati- samkomulagið. Það fól í sér að báðir að- ilar ábyrgðust að koma í veg fyrir að landsvæði þeirra, farvötn eða lofthelgi væri „notuð fyrir stöðvar, umferð eða á annan hátt af öðru ríki, ríkisstjórn, er- lendu herliði, samtökum eða einstakling- um sem hefðu í hyggju að undirbúa of- beldi, hryðjuverk eða árás.“ Eftir mikinn þrýsting undirritaði ríkisstjórn Mósambik samkomulagið í von um að Suður-Afríku- stjórn myndi halda aftur af hryðju- verkasamtökum sínum, Renamo. Sam- komulagið kvað á um að ríkisstjórnin í Mósambik setti hömlur á starfsemi ANC, en samtökin höfðu lengi notið pólitísks og efnahagslegs stuðnings í landinu. Suður-Afríka hefur hins vegar haldið áfram að fjármagna Renamo meö óbein- um hætti. Joaquim Chissano, forseti Mós- ambik segir að þetta áratuga langa stríð hafi kostað líf rúmlega 600.000 af 15 mill- jónum íbúa Mósambik, 1,6 milljón séu nú flóttamenn, 2.599 grunnskólar og 822 heilsugæslustöövar veriö eyðilagðar, og 44 verksmiöjur og um 1.000 aiurða- geymslur hafi veriö lagðar í rúst. Ríkisstjórnin í Mósambik reyndi nú fyrir skömmu aö kreista meiri gróða út úr Athugun á vegum bresku mannúðar- stofnunarinnar, Oxfam, árið 1986 leiddi eftirfarandi í Ijós: „Það er niðurstaða Oxfam að einhver verstu dæmin í Afríku um langvarandi fátækt og þjáningar séu meðal svartra íbúa Namibíu. Við hlið þeirra býr hvíti minnihlutinn, en lífsmáti hans einkenn- ist af ríkidæmi og forréttindum.“ vinnandi alþýðu í því skyni að fá alþjóð- legan stuðning til að bæta stríðshrjáðan kapítalískan efnahag landsins. Þúsundum verkafólks var sagt upp störfum og niður- geiðsla matvæla dregin til baka. Vopnahlésbaráttan í Angólu Þrátt fyrir að Suður-Afríka hafi undir- ritað samkomulag um vopnahlé, halda ríkisstjórnir Suður-Afríku og Bandaríkj- anna áfram að fjármagna UNITA skæru- liðasamtökin í syðrihluta Angólu. UN- ITA hefur rofið samkomulagið um vopna- hlé trekk í trekk, allar götur frá því að það var undirritað, 22. júní síðastliðinn í Gbadolite í Zaire. Baráttan fyrir að koma á vopnahléi heldur því áfram. Utanríkisráðherra Angólu, Pedro de Castro Van Dunem sagði á fundi í Harlem, New York í októberbyrjun, að frá því að vopnahléið tók gildi hafi 1.226 manns látist í árásum UNITA, 2.071 særst og 705 horfið. í stríðinu sem staðið hefur í 14 ár hafa rúmlega 200.000 Angóla- menn týnt lífi, 20.000 börn orðið munað- arlaus og 50.000 manns misst einhvern lim. Hvergi í heiminum eru þeir jafn- margir miðað við fólksfjölda sem svo er ástatt um. í viðtali vikublaðsins Militant við Van Dunem skömmu áður en hann hélt aftur til Lúanda, höfuðborgar Angólu eftir 12 138

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.