Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 43

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 43
Portas Bla.sius, 13 ára, var inisþyrmt með því art halda andlitinu vi<> púströr á hertrukk. daga dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann ávarpaði Allsherjarþing Sþ, ræddi hann stöðu mála í syðrihluta Afríku. „Pað er alveg ljóst að ef ekki hefði unnist sigur við Cuito Cuanavale, væri staða suður- afrísku kynþáttahataranna mun sterkari í syðrihluta álfunnar. Afleiðingin hefði ekki einungis orðið sú að Suður-Afríka hefði hernumið Angólu, heldur hefði hernaðarsigur Suður-Afríku haft bein áhrif á stöðu Mósambik. Suður-Afríku- stjórn hefði reynt enn frekar að veikja þjóðirnar í syðrihluta Afríku. Við hefð- um jafnvel séð upphafið að útþenslu Suð- ur-Afríku til norðurs og þar með breyttri skipan mála í allri álfunni... Það eru ekki allir sem skilja um hvað málið snýst né niikilvægi Cuito Cuanavale,“ benti utan- ríkisráðherrann á, „Alþýðulýðveldið Angóla væri ekki til, heldur ekki Mós- ambik, sennilega ekki Zimbabwe, Zam- bía eða jafnvel Zaire. Hörmungarástand hefði blasað við Afríku, algert hörmung- arástand. Því er sigurinn við Cuito Cuan- avale mun stærri en margur hyggur.“ Síðar í viðtalinu vék Van Dunem að áhrifum sigursins við Cuito Cuanavale á nýaukna baráttu innan landamæra Suður- Afríku og sagði m.a.: „Við erum afar stolt af því að hafa lagt okkar af mörkum til að stöðva ríkisstjórn kynþáttahataranna á okkar landi. Með því hefur okkur ekki bara verið gert kleift að byrja á því að vinna að friði í Angólu, heldur hefur það einnig leitt til breytinga á apartheid- stjórninni. Þetta er bein afleiðing af Cuito Cuanavale, skilaboð til ríkisstjórnar Suð- ur-Afríku um að hún sé ekki ósigrandi. Án sigursins væri F.W. de Klerk eða hver sá sem hefði tryggt sér kosningu, ekki að tala um breytingar í Suður-Afríku, það væri óhugsandi... Þeir töpuðu stríði og það hafði pólitísk áhrif, nrjög mikilvæg pólitísk áhrif innanlands, meðal íbúanna, þar á meðal hvítra íbúa Suður-Afríku.“ Meðan á vopnahlésviðræðum stóð í Zaire síðastliðið sumar jók Bandaríkja- stjórn stuðning sinn við UNITA. Hann er nú talinn vera á bilinu 40-80 milljónir Bandaríkjadala á ári. Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, hefur nú sett fram nýjar kröfur, þar á nreðal um bráðabirgðaríkis- stjórn í Angólu, kosningar og yfirgrips- miklar stjórnarskrárbreytingar. Sendi- herra Angólu hjá Sþ, Manuel Pedro Pac- avira, taldi síðastnefndu kröfuna „nálgast það að vera stríðsyfirlýsingu" gegn full- valda ríki. Þróun mála í syðrihluta Afríku á næst- unni fer cftir því hvernig baráttunni innan Namibíu lyktar. Hvernig SWAPO tekst 139

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.