Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 47

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 47
FIDEL CASTRO: Tvenns konar lífsafkoma og tvenns konar friður Úr ræðu frá 5. dcsember 1988, haldin í tilefni af 30 ára afmæli byltingarinnar á Kúbu. Ræðubúturinn er valinn sem nokkurs konar eftirmáli að greininni hér á undan, Namibía: Aldarlöng nýlendukúgun. Spurningin um hvort mannkynið lifi af snertir okkur öll. Friður snertir okkur öll. En lífsafkoma og friður hafa ólíka merk- ingu í ólíkum löndum. Það eru tvenns konar leiðir til að lifa af og tvenns konar friður: Lífsafkoma hinna ríku og lífsaf- koma hinna fátæku, friður til handa rík- um og friður til handa fátækum. I heimi hinna ríku þekkist vart ung- barnadauði. í heimi hinna ríku þekkist vart vannæring. í heimi hinna ríku þekk- ist vart að fólk deyi af völdum sjúkdóma sem nútíma tækni, vísindi og forvarnar- aðgerðir geta komið í veg fyrir. í heimi hinna ríku þekkist vart ólæsi eða sú teg- und ólæsis er þjakar aðrar þjóðir. í heimi hinna ríku þekkjast vart fátækrahverfi. í heimi hinna ríku er meðalaldur sjötíu ár eða meir. í heimi hinna ríku eru matvæli eyðilögð, sem þúsundir milljóna í heimin- um þarfnast, einfaldlega til þess að selja afganginn á hærra verði, sprengja upp verðið. í heimi hinna ríku er veitt niður- greiðsla, ekki bara til þess að keppa við landbúnaðarframleiðslu þriðja heims r'kja, heldur er niðurgreiðsla einnig veitt til atvinnulausra, og þeir eru margir, þar sem atvinnuleysi er eðlislægt kapítalísk- um samfélögum. Þegar rætt er um frið verður að sjálf- sögðu ekki komist hjá því að hugsa til fólksins er deyr daglega í þeim þriðja heimi sem ég er að tala unr. í frásögnum, bókum og pólitískum yfirlýsingum er fjallað um fjölda látinna og önnur fórnarlömb fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar. Talað er um að í fyrri heimsstyrjöldinni hafi látist nærri 20 milljónir og í þeirri seinni nærri 40 mill- jónir. í bókum er rætt um kjarnorku- sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki og mannkynið er enn harmi slegið yfir til- hugsuninni um að á einungis einum degi hafi 120.000 nranns dáið, einungis á ein- um degi og af afleiðingunum, og að hundruð þúsunda þjáist af afleiðingum geislunar eftir hrottafengnar tilraunir Bandaríkjastjórnar á japönskum borgum. Við höfum bent á það við önnur tæki- færi að í þriðja heiminum deyja daglega 40.000 börn sem hægt hefði vcrið að bjarga. Á þremur dögum, — og þessar 143

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.