Morgunblaðið - 16.01.2006, Side 15

Morgunblaðið - 16.01.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 15 ERLENT GEIMRANNSÓKNASTOFNUN Bandaríkjanna, NASA, býr sig nú undir að skjóta á loft geimfarinu New Horizons sem á að fara til Plútós, fjar- lægustu reikistjörnu sólkerfisins, og þaðan til Kuipersbeltisins. Ef allt fer að óskum er gert ráð fyrir því að ferð- in til Plútós taki tíu ár. Plútó er nú eina ókannaða reiki- stjarna sólkerfisins. Vegna firnamik- illar fjarlægðar hefur verið mjög erf- itt að rannsaka yfirborð stjörnunnar, jafnvel með Hubble-sjónaukanum og stærstu sjónaukum jarðar. Margt er því enn á huldu um stjörnuna. Hraðfleygasta geimfarið NASA hyggst skjóta geimfarinu á loft sem fyrst á 29 daga tímabili sem hefst á morgun, þriðjudag. Geti ferðin hafist fyrstu ellefu daga tímabilsins kemst geimfarið að Plútó sumarið 2015, annars tefst ferðin verulega. Hefjist hún 14. febrúar kemst geim- farið ekki að Plútó fyrr en árið 2020. Að sögn The Washington Post er New Horizons hraðfleygasta geimfar sem smíðað hefur verið. Gert er ráð fyrir að það fari hjá tunglinu níu klukkustundum eftir geimskotið. Apollo-geimförin þurftu þrjá daga til að fara þá vegalengd. Geimfarið á að fljúga nálægt Plútó í fimm mánuði, taka myndir og afla upplýsinga um yf- irborðið og lofthjúpinn. Þaðan er ferðinni heitið til Kuipers- beltsins, smástirnasvæðis sem er handan brautar Neptúnusar. Þetta svæði er kennt við stjörnufræðinginn Gerard Kuiper sem setti fram þá til- gátu að handan Neptúnusar væru ís- hnettir sem ekki hefðu náð að verða að reikistjörnum við myndun sólkerf- isins. Tíu ára ferð til Plútós að hefjast                                          !   "#$ "%      " &       '(  %  ) *     ) &   *    %+    ,    - .+   #  %    '"#   /  %    0               ! " ! #$%%   & ' %   "(  )  #*   & +,  %  - '  # & . /  %0 1 /   #  /  ' '2 % 3 4 -'   %  . $  5 ' / %  . % /0 6 %      5  7  / * /  ' / ' 44'8 %  $ - / % '# 24 '2! $'% %'  5  % #  3 4 -'  +99:;+9<=     & + ( % " %  +9<>;+9+9 .121+%"  "  &   ?2' +9<= , '+         ,                        !!!      3 &4 === % 5 2  "  1-0 +99: 6  %  +  ' & 7  ? 2 +99> 2%  + 1    &      Meira á mbl.is/ítarefni Longwood. AP. | Fimmtán ára gamall drengur, sem dró upp leikfangabyssu í skóla sínum á Flórída og beindi að öðrum nemendum, var skotinn í höf- uðið og skömmu síðar úrskurðaður heiladauður. Faðir hans, sem kom strax á vettvang, segist hafa sagt lög- reglumönnunum, að um leikfanga- byssu væri að ræða. Atburðurinn átti sér stað á föstu- dag í Millwee-unglingaskólanum í Or- lando. Tveir bekkjarfélagar Christop- hers Penleys tóku eftir því, að hann var með byssu í bakpoka og létu kennarann vita. Hafði hann strax samband við yfirvöld en Penley fór þá að ógna krökkunum með byssunni. Þustu þá allir út nema ein stúlka og drengur, Maurice Cotey, sem lenti í átökum við Penley um byssuna. Í þeim uppgötvaði Cotey, að byssan var plastleikfang enda brotnaði hún að nokkru í slagsmálunum. Eftir þetta forðaði Penley sér á af- vikinn stað, inn í herbergi þar sem hann var einn, og segja lögreglu- menn, að hann hafi neitað að koma út óvopnaður. Skyndilega hafi hann þó birst í dyrunum með byssuna á lofti, beint henni að einum lögreglumann- anna, sem þá hafi skotið hann. Fékk ekki að tala við son sinn Ralph Penley, faðir drengsins, kom strax í skólann er hann frétti af at- burðinum og segist hann þá hafa ver- ið búinn að segja lögreglunni, að um leikfangabyssu væri að ræða. Það hafi yngri bróðir Christophers líka verið búinn að segja yfirmönnum skólans. Segist Ralph hafa beðið um að fá að fá að tala við son sinn og fá hann ofan af vitleysunni en verið neitað um það. Penley var úrskurðaður heiladauð- ur er komið var með hann á sjúkrahús en var haldið á lífi í því skyni, að unnt væri nýta líffæri úr honum. Búist var við, að hann kveddi endanlega um helgina. Ógnaði með byssu og var skotinn AP Byssan, sem Penley var með. Úr henni má skjóta plastkúlum eða litakúlum og er hún vinsæl hjá strákum. Hún virðist hins vegar mjög raunveruleg. Faðir drengsins seg- ist hafa verið búinn að segja lögreglunni frá því að um leikfang væri að ræða HYLKI með geimryki frá banda- ríska könnunarfarinu „Stardust“ lenti heilu og höldnu á saltslétt- unum í Utah í fyrrinótt. Braust út mikill fögnuður meðal bandarísku vísindamannanna þegar það lenti og hér er það komið í hús og ver- ið að taka það í sundur. Þar með er lokið sjö ára langri könnun geimfarsins „Stardust“ en það lagði upp 1999 til að safna ryki frá halastjörnunni „Wild 2“ sem og líka tókst á árinu 2004. Talið er, að halastjörnur séu leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,5 milljörðum ára og því geti efni úr þeim gefið miklar upplýsingar um tilurð þess. AP Hylki með geimryki komið til jarðarKúveitborg. AP. | Emírinn í Kúveit,Sheikh Janer al-Ahmad al-Sabah, lést í gær 79 ára að aldri. Var hann jarðsettur samdægurs að viðstöddu miklu fjölmenni. Hafði hann verið við bága heilsu síðan hann fékk heilablóðfall fyrir fimm árum. Ríkisstjórnin í Kúveit, einu mik- ilvægasta bandalagsríki Bandaríkj- anna í Mið-Austurlöndum, skipaði strax krónprinsinn, Sheikh Saad al- Abdullah al-Sabah, sem nýjan emír og þjóðhöfðingja í landinu en hann er hálfsjötugur og ekki við góða heilsu. Sheikh Jaber var mikill stuðnings- maður Bandaríkjanna og ekki er bú- ist við breytingu á náinni samvinnu ríkjanna í valdatíð al-Sabah. Emírinn í Kúveit látinn Bagdad. AP, AFP. | Dómarinn í rétt- arhöldunum yfir Saddam Huss- ein, fyrrverandi Íraksforseta, og nokkrum samstarfsmönnum hans hefur lagt fram afsagnarbeiðni. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki enn ákveðið hvort þau verði við henni. Í yfirlýsingu frá réttinum sagði, að hugsanleg afsögn Rizkar Mo- hammed Amins, forseta hans, myndi ekki hafa áhrif á réttar- höldin, sem eiga að hefjast aftur 24. þessa mánaðar. Sagði í yfirlýs- ingunni, að Amin hefði sagt af sér af persónulegum ástæðum en ekki vegna þrýstings frá stjórn- völdum. Stjórnmálamenn sagðir óánægðir Annað var þó haft eftir ónefnd- um embættismanni en hann sagði, að Amin hefði lagt fram lausnarbeiðnina fyrir nokkrum dögum vegna harðrar gagnrýni ýmissa stjórnmálamanna. Hefðu þeir ekki verið ánægðir með, að Amin skyldi hafa leyft Saddam og öðrum sakborningum að tjá sig, oft með óhefðbundnum hætti, og trufla þannig réttarhaldið. Sagt er, að meðdómendur Am- ins, sem er Kúrdi, leggi hart að honum að falla frá afsögninni en verjendur Saddams segja það engu skipta hver dómarinn sé þar sem þeir vefengi lögmæti réttar- haldanna. Dómari í máli Saddams segir af sér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.