Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 18
NÚ LÍÐUR að kosningum til
Stúdentaráðs og að venju bítast
Vaka og Röskva um
völdin. Undanfarin ár
hafa þó aðrar raddir
heyrst í Stúdentaráði.
Þessar raddir vilja
meina að kosn-
ingakerfið og listar til
vinstri og hægri séu
tímaskekkja. Þær
vilja bjóða fram sem
einstaklingar á eigin
forsendum. Þetta eru
raddir fólksins í Há-
skólalistanum.
Tilgangslausir
flokkadrættir
Einu sinni voru
flest dagblöð landsins
bundin á klafa stjórn-
málaflokka. Lista-
menn voru skil-
greindir eftir
stjórnmálaskoðunum,
raunverulegum eða
meintum. Veröldin var í svart-
hvítu, skipt á milli Moskvu og
Washington. Síðan breyttist heim-
urinn. Stjórnmálin eru enn hluti af
lífi okkar en ekki lengur ráðandi
afl á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Pólitísk list og pólitísk dag-
blaðaskrif eru enn til þar sem þau
eiga við en þau gegnsýra ekki allt,
fólk fær leyfi til þess að vera
manneskjur og fagfólk án þess að
það sé stimplað til hægri eða
vinstri.
En af einhverjum ástæðum þá
nær þessi þankagangur ekki alla
leið inn í Háskóla Íslands, þá
stofnun sem helst ætti að vera í
fararbroddi í samfélaginu í end-
urnýjun hugmynda. Að minnsta
kosti ekki til Stúdentaráðs þar
sem hægri og vinstri hreyfing
skiptast á um að drottna í ein-
hverri einkennilegri kalda-
stríðsnostalgíu, þrátt fyrir að aug-
ljóst sé að áherslur landsmálanna
eiga ekkert erindi inn í stúdenta-
pólitíkina.
Búum til lifandi háskóla
Það vita raunar forsvarsmenn
Vöku og Röskvu, enda hafa hreyf-
ingarnar oftar en einu sinni neitað
því staðfastlega að þær hafi ein-
hver tengsl við stjórnmálaflokka
eða skilgreini sig á einhvern hátt
til hægri eða vinstri. Ef við trúum
því, hver í ósköpunum
er þá munurinn á
Vöku og Röskvu? Þeg-
ar þessi spurning er
borin upp þá fara að-
standendur flokkanna
venjulega í svo fimlegt
stórsvig fram hjá
spurningunni að sjálf-
ur Alberto Tomba
hefði orðið stoltur af,
finna í besta falli eitt
og eitt mál sem vel að
merkja er ekki beint
ágreiningur um heldur
meira svona mismun-
andi áherslur.
Eina ástæðan fyrir
áframhaldandi lista-
kosningum í núverandi
formi virðist því vera
misskilin rómantík,
rómantík frá tíma sem
stúdentar eru fæstir
nógu gamlir til að
muna eftir. Aðeins gamall draugur
veraldar sem var. Því vil ég hvetja
nemendur Háskóla Íslands til þess
að kveða drauga fortíðarinnar í
kútinn í eitt skipti fyrir öll og
hjálpa okkur til þess að búa til lif-
andi Háskóla, Háskóla sem er bú-
inn til af stúdentum sjálfum en
ekki flokksskrifstofum úti í bæ.
Boðberar nýrra tíma
Undanfarið ár hefur Elías Jón
Guðjónsson, fulltrúi Háskólalist-
ans, verið formaður Stúdentaráðs
og sannað að hægt er að virkja allt
ráðið óháð stjórnmálaskoðunum.
Undir hans stjórn hefur samband
Vöku og Röskvu gengið framar
vonum en enn betra væri ef hvorki
Háskólalistaliðar, fulltrúar Vöku
og Röskvu né aðrir hefðu neinna
hagsmuna að gæta annarra en
stúdenta Háskóla Íslands. Við er-
um boðberar nýrra tíma, tíma
frelsis, lýðræðis og einstaklings-
kosninga. Kjósum framtíðina fram
yfir drauga fortíðarinnar. Kjósum
Háskólalistann.
Draugar kalda stríðs-
ins í Stúdentaráði
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Ásgeir H. Ingólfsson
’Kjósum fram-tíðina fram yfir
drauga fortíð-
arinnar. Kjósum
Háskólalistann.‘
Höfundur er MA-nemi í blaða- og
fréttamennsku og frambjóðandi Há-
skólalistans til Stúdentaráðs.
18 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UMRÆÐUNNI um stöðu ís-
lenskunnar undanfarna daga má
líkja við áhyggjur af
því hvort börnin muni
nýta ættarsilfrið að
foreldrum sínum
gengnum. Hver veit
nema þau geri sér ál
eða plast að góðu því
fyrir þeim meikar ekk-
ert af þessu diff.
Grínlaust vekur um-
ræðan margar spurn-
ingar og ekki stendur
á svörum um hvernig
megi efla málvitund og
málnotkun ungmenna.
Flestar tillögurnar
ganga út á að bæta
kennslu sem er í sjálfu
sér lofsvert. En hvern-
ig ætlum við að kenna
börnunum? Hvernig
læra þau að tala? Börn
læra að tala á ná-
kvæmlega sama hátt
og þau læra alla aðra
hluti: með því að æfa
sig. Hængurinn er sá að til þess að
æfingin virki þarf einhver að hlusta.
Ekki hver sem er, heldur fullorðin
manneskja sem kann sjálf að tala,
hlusta og svara barninu á þann hátt
sem hæfir aldri þess og þroska.
Þetta er tímafrek þolinmæðisvinna
og þess vegna bregða kennarar, for-
eldrar og aðrir forráðamenn barna
sér svo oft í hitt hlut-
verkið; að útskýra,
kenna, leiðbeina og
segja til. Þeim finnst sú
leið fljótlegri og skil-
virkari, en fyrir vikið
verður barnið óvirkt og
upplifir gjarnan að það
sjálft sé óáhugavert.
Fólk þarf æfingu í að
orða hugsun sína og
þjálfunin þarf helst að
byrja á unga aldri. Þess
vegna snýst þetta mál
ekki eingöngu um
verndun íslenskrar
tungu heldur um færni
íslenskra ungmenna í
að koma hugsunum sín-
um í orð. Hættan er
ekki að þau tali frekar
ensku eða spænsku, –
hættan er að mínu mati
sú að lítið sjálfstraust
ásamt takmarkaðri
þjálfun í tjáningu geri
fólk ófært um að segja það sem því
býr í brjósti þannig að aðrir skilji.
Hvernig læra börn
að nota tungumálið?
Sæunn Kjartansdóttir fjallar
um íslenskt mál
Sæunn Kjartansdóttir
’Fólk þarf æf-ingu í að orða
hugsun sína og
þjálfunin þarf
helst að byrja á
unga aldri.‘
Höfundur er sálgreinir.
Á SÍÐUSTU árum hafa stór
skref verið stigin í dagvistarmálum
og átak gert til að jafna stöðu
kynjanna þótt þar sé fjölmargt
ógert. Meðal brýnustu verkefn-
anna í því efni er sá
fortíðarvandi sem
ójafnrétti ótalinna ára-
tuga skyldi eftir sig í
kjörum þeirra kvenna
sem komnar eru yfir
miðjan aldur. Konur í
þessum hópi voru ým-
ist á vinnumarkaði eða
inni á heimilinu vegna
barneigna og uppeldis.
Leikskóla- og dagvist-
unarúrræði fyrir börn
voru ekki á nokkurn
hátt talin eins sjálf-
sögð og nú. Fyrir utan
ójafna stöðu á vinnu-
markaði leiddi þetta af sér að fjöl-
margar konur borguðu ekki í
neinn lífeyrissjóð þó það væri orð-
in skylda allra launþega að gera
það. Nú geta allir borgað í frjálsa
lífeyrissjóði þó þeir vinni ekki utan
heimilis en í þá daga voru slíkir
sjóðir einfaldlega ekki til og sú
vinna sem unnin var á heimilunum
var ekki þá frekar en nú metin til
launa.
Tvöfalt ójafnrétti
Konur sem nú eru að nálgast 67
ára aldurinn reka sig óþyrmilega á
þessa staðreynd þegar þær fara að
skoða stöðu sína á þessum tíma-
mótum ævi sinnar. Við bætist að ef
komið hefur til skilnaðar þeirra við
menn sína, sem voru þeir sem allt-
af störfuðu utan heimilis, eiga þær
ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum
úr þeim lífeyrissjóði sem maðurinn
hefur greitt í, þó svo að þær hafi í
raun verið að greitt líka í þá sjóði.
Því þær greiðslur voru jú teknar
af tekjum heimilisins. Þó er það
svo, allavega hjá Lífeyrissjóði op-
inberra starfsmanna, að konan
sem maðurinn var kvæntur á með-
an hann greiddi í sjóðinn fær
greiðslur eftir hann ef hann deyr
en ekki sú kona sem hann er
kvæntur eða í sambúð með þegar
þar að kemur. Sem betur fer, eða
allavega vonandi, eru engin dæmi
þess að kona bíði með óþreyju eft-
ir því að hagur hennar vænkist
þegar og ef fyrrver-
andi eiginmaður
hennar fer yfir móð-
una miklu á undan
henni.
Fortíðarvandi
láglaunahópa
Allt er þetta sem
betur fer að breytast
til hins betra og ungt
fólk í dag er hvatt til
að borga í séreigna-
lífeyrissjóði, um leið
og það fer að hafa
einhverjar tekjur,
sem er að sjálfsögðu
hið besta mál. Þeir sem eru eldri
en samt innan við 67 ára keppast
líka við að safna í frjálsa séreign-
arlífeyrissjóði. Atvinnurekendur
eru skyldaðir til að greiða á móti
launþegum í slíka sjóði, sem er
vissulega gott og hvetjandi fyrir
launþegann.
Samfélag fyrir
alla – á öllum aldri
En eftir stendur hópur láglauna-
fólks sem ekki var úti í atvinnulíf-
inu á réttum tíma. Nú er það svo
að allar tekjur sem ellilífeyrisþegi
hefur og fara yfir kr. 50.000, svo
sem greiðslur úr lífeyrissjóðum og
séreignarsjóðum ásamt fjármagns-
tekjum koma til frádráttar við út-
reikning tekjutryggingar, tekju-
tryggingarauka og
heimilisuppbótar. Óskertur ellilíf-
eyrir frá Tryggingastofnun ríkisins
er samtals, til þeirra sem engar
tekjur aðrar hafa, kr. 108.623, á
mánuði, af þessari upphæð er tek-
inn tekjuskattur og eftir standa kr.
97.776. Grunnlífeyririnn kr. 22.873,
skerðist hins vegar ekki fyrr en
tekjur fara fram úr kr. 234.098 pr.
mán. Hrædd er ég um að það séu
ansi margir 67 ára og eldri sem
ekki ná þeim mánaðarlaunum, það
er nú ekki beinlínis slegist um
þennan aldurshóp á vinnumark-
aðinum. Ef viðkomandi vill og get-
ur aflað sér launatekna koma þær
til frádráttar greiðslum frá Trygg-
ingastofnun, eins og áður segir.
Úrræðið sem fullfrísk venjuleg
manneskja í aldurshópi eldri borg-
ara hefur, er annað hvort að ríg-
halda sínu hálaunastarfi, ef svo
ólíklega vill til að hún hafi það, eða
að brjóta lög og leita eftir ,,svartri
vinnu, að öðrum kosti er hún
skikkuð til að taka ekki fullan þátt
í þjóðlífinu, lifa undir fátækt-
armörkum og setjast í ,,helgan
stein sem er í raun afar umhugs-
unarvert orðatiltæki og rétt er að
velta fyrir sér hvað felst í. Það
gleymist því miður oftast að eldra
fólk hefur aðra lífsreynslu, annan
þroska og aðra þekkingu en ungt
fólk hefur, þann sjóð á að nýta til
heilla fyrir alla, á hvaða aldri sem
er. Samfélagið samanstendur af
fólki á öllum aldri og á að vera fyr-
ir fólk á öllum aldri, það getur
aldrei orðið svo ef allir fá ekki að
vera með. Að endingu vil ég minna
þá á sem ekki hafa náð þessum
aldri að ef fólk fær að lifa þá nær
það honum.
Fortíðarvandi í
jafnréttismálum
Eftir Ragnhildi Sigríði
Eggertsdóttur ’Samfélagið saman-stendur af fólki á öllum
aldri og á að vera fyrir
fólk á öllum aldri, það
getur aldrei orðið svo ef
allir fá ekki að vera með.‘
Ragnhildur Sigríður
Eggertsdóttir
Höfundur er stuðningsfulltrúi hjá
LHS ásamt því að stunda nám í heim-
speki við Háskóla Íslands Hún gefur
kost á sér í 6.–8. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
ÞEGAR kosningar nálgast fara
áhugasamir kjósendur að velta fyrir
sér þeim valmöguleikum sem fyrir
þá eru lagðir. Í kosningum til Stúd-
entaráðs er það gjarnan viðkvæðið
að kostirnir þykja oft keimlíkir og
það sem skilji á milli er sagt vera að-
ferðir, árangur og fólk. Í ár má þó
segja að munurinn á fylkingunum sé
meiri en oftast áður, þar sem nú er
kosið um gjörólíka sýn þeirra á hlut-
verk Stúdentaráðs og hvernig það
getur beitt sér sem áhrifaríkast í
þágu stúdenta.
Hver sem hagsmunabaráttan er,
hlýtur sá árangur sem næst að vera
mælikvarðinn á frammistöðu þeirra
sem berjast. Vaka hefur lengi státað
af því að vera jákvætt fram-
kvæmdaafl sem skilar miklum ár-
angri í hagsmunabaráttu stúdenta.
Aðferðirnar sem félagið hefur beitt í
þeirri baráttu hafa einkennst af
frumkvæði, ósérhlífni og óbilandi trú
á málstaðinn; að bæta hag stúdenta.
Þessir eiginleikar teljum við að verði
einnig að einkenna Stúdentaráð til
að það verði sem öflugast.
Ráðið á að snúast um stúdenta og
þeirra hagsmunamál. Það sem allir
stúdentar við HÍ eiga sameiginlegt
er ekki skoðun þeirra á reykinga-
banni á skemmtistöðum eða viðhorf
til Kárahnjúkavirkjunar; það eina
sem sameinar þá sem hóp er að þeir
eru nemendur í sama skólanum, og
baráttan fyrir hagsmunum þeirra
þarf að taka mið af þessu grundvall-
aratriði. Ekki er þar með sagt að
ráðið geti eingöngu beitt sér í málum
þar sem heildarhagsmunir allra
stúdenta eru í húfi. Það er hægt að
leggja krafta í sérhagsmuni ákveð-
inna deilda eða þverfaglegra hópa,
svo fremi sem þörfin sé aðkallandi.
Baráttan fyrir bættum hag stúd-
enta skiptist aðallega í tvo flokka;
mál innan skólans annars vegar og
hins vegar þjóðfélagsmál sem snerta
stúdenta sem hóp. Auðvitað er nauð-
synlegt að SHÍ, sem starfar í um-
boði stúdenta, beiti þeim slagkrafti
sem það býr yfir til að sjónarmið
nemendanna fái að heyrast í þjóð-
félagsumræðunni þegar brotið er á
rétti þeirra á einhvern
hátt, eða þegar um
málefni ræðir sem
snerta stúdenta beint.
Engu að síður er það
óeðlilegt að ráðið taki
stöðugt afstöðu í póli-
tískum hitamálum fyr-
ir hönd stúdenta í
heild sinni, sem marg-
ir hafa ólíkar skoðanir
í slíkum málum. Þá er
ráðið að taka sér vald
sem kosningarnar
veita því ekki, og um
leið að gjaldfella að
einhverju leyti þann áhrifamátt sem
Stúdentaráð getur haft í málum sem
koma því við.
Hlutverk SHÍ er að starfa sem
réttindaskrifstofa stúdenta og tími
ráðsins er best nýttur í að leita
lausna við vandamálum sem steðja
að innan skólans, því af nógu er að
taka. Þá skiptir engu hvort um er að
ræða hin opinberu mál, þar sem and-
stöðu gegn skólagjöldum eða skert-
um opnunartíma Þjóðarbókhlöð-
unnar er beint að stjórnvöldum, eða
unnið sé innan skólans að gerð stúd-
entakorta eða að fundnar séu leiðir
að bættri kennslu. Það gagnast stúd-
entum afar lítið að það sé tekið mark
á skoðunum stúdentaráðsliða í há-
pólitískum deilumálum. Leitum ekki
langt yfir skammt. Beitum kröftum
Stúdentaráðs Háskóla Íslands svo
það skili mestum árangri fyrir okkur
stúdentana sjálfa. Veljum Vöku.
Eftir Sunnu Kristínu Hilm-
arsdóttur og Þórð Gunnarsson
’Beitum kröftum Stúdentaráðs Háskóla
Íslands svo það skili
mestum árangri fyrir
okkur stúdentana
sjálfa. Veljum Vöku.‘
Sunna Kristín
Hilmarsdóttir
Sunna Kristín er í 2. sæti á framboðs-
lista Vöku til Stúdentaráðs og Þórður
í því sjötta.
Þórður
Gunnarsson
Skýr valkostur, gjörið svo vel