Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 21

Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 21
ð í þessu máli séu engar okkslínur, „en ég held að allir stöðu þessara mála hljóta að þeirri niðurstöðu að það verður þetta, það er löngu tímabært“. Eignaupptaka eða veiðarfærastýring? Örn segir að samkvæmt sam- m við marga stjórnarþingmenn, mikill fyrirvari við að hleypa mál- breyttu. Í núgildandi lögum frá milað að veiða í net frá mánudegi ags og mega lagnirnar ná yfir 2/3 innar. Gunnar segir að í fyrstu ra laga komi meðal annars í ljós auðlindina með skynsamlegum mum hætti. „Í þessu nýja frum- markmið laganna ekki breyst, tt,“ segir hann. „En lax er ekki i dýra matvara sem hann var áð- ur ferðaþjónusta tengd stang- gríðarlega. Þó svo að markmið fi ekki breyst þá hefur umhverfið m breytingum, netaveiðar eru ör tímaskekkja.“ Árnason segir menn hafa rætt við netaveiðum þýddi eignaupp- ti ríkisvaldið að fara í viðræður etarétthafa um bætur, sem gætu numið einhverjum milljörðum. Það held ég að trufli málið.“ Í grein sem Gunnar skrifaði nýverið í net- miðilinn votnogveidi.is, fjallar hann um svo- kallað Ásgarðsmál sem fór fyrir Hæstarétt árið 1984 og hann telur gefa fordæmi um út- reikning bóta. Þar ómerkti Hæstiréttur nið- urstöðu matsnefndar eignanáms á 780 hekt- ara landi við Sogið. Samningur um veiðiréttindi það árið, sem hljóðaði upp á tæplega hálfa milljón króna, var lagður fram í réttinum. Hæstiréttur komst hins vegar að því að greiða þyrfti tvær milljónir króna fyrir veiðihlunnindin eða rúmlega fjórum sinnum meira en samningurinn gaf af sér ár hvert. „Ef ráðherra er hræddur um að bæt- urnar verði of háar, þá er það í fyrsta lagi mín trú að hagsmunaaðilar eigi að taka þátt í að greiða bæturnar með ríkinu, sem mun óneitanlega lækka fjárhæðina sem ríkið þarf að greiða. Í annan stað má líta á Ás- garðsmálið til fyrirmyndar. Þar var ekki verið að breyta netaveiði í stangveiði heldur voru öll hlunnindi inni í myndinni, um ókomna tíð. Hér erum við ekki að tala um að taka þessa fasteign af bændum, rennandi vatn, eða veiðiréttinn, heldur eingöngu að breyta veiðiforminu. Ég tel að hér sé ein- göngu um veiðarfærastýringu að ræða. Nú hefur sjávarútvegsráðherra tekið þá ákvörðun að takmarka mjög flottrollsveiðar á loðnu. Það er til að tryggja skynsamlega og hagkvæma nýtingu á þjóðarauðlindinni. Af hverju getur ekki hið sama gilt um neta- veiðar í íslensku straumvatni? Veiðar- færastýring. En auðvitað er þetta mál í þágu bænda. Við erum að tala um að stang- veiðin færir bændum beinar tekjur upp á 1.200 milljónir. Við sjáum að 50% tekna bænda á Vesturlandi koma til vegna stang- veiði en ekki nema 5% á Suðurlandi.“ Hjálmar Árnason segir að þótt Ásgarðs- málið frá 1984 kunni að vera fordæmisgef- andi, og að þetta kunni að snúast um veið- arfærastýringu þá upphefji eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar allt annað. „Ef menn bera verð á veiðileyfum árið 1984 saman við verð á veiðileyfum í dag, þá sést að þau hafa hækkað og hækkað. Og þau munu bara hækka því veiðimönnum fjölgar sífellt en ánum ekki. Skiptar skoðanir eru innan beggja stjórnarflokkanna um þetta. Ég er nokkuð viss um að málið fer ekki óbreytt gegnum þingið. Það er búið að sam- þykkja það í ríkisstjórn, það er komið inn í þingflokkana en hjá okkur voru gerðir margir fyrirvarar, af ýmsum ástæðum. Ég held að skoðanir manna á þessu máli fari al- gjörlega út og suður. Eins og vatn í vexti. Eins og það sé að losna úr klakaböndum og hvað síðan gerist veit enginn.“ ax- og silungsveiði í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrirvara ði á laxi Morgunblaðið/Einar Falur á stöng aukast verulega á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár ef netin fara upp. Reykjavíkur gerði í veiðiréttinn. u að samræma sín sjónarmið. En g óvíst að þeir nái samstöðu um einhverjum samtökum um að allt út eða halda áfram neta- munu hver og einn ganga frá um.“ dur segir að mönnum finnist n um lög, sem banni netaveið- fileg tilhugsun. „Þetta er réttur eiga. Af hverju á að meina sum- a í net en öðrum ekki? Menn ki ekki möguleika á að nýta lax- uvísi en í net hérna á jökulvatn- væri bannað ónýttist réttur eiði. En ef þetta er ekki bannað mja um upptöku neta, þá ná af heildarverðmætinu.“ netaveiddur einskis virði r segir menn óttast neta- „Menn óttast að sú leið verði enn óttast líka að netaveiddur nskis virði. Ef mórallinn er netin eru þyrnir í augum allra veiðimanna, og kannski stórs hluta lands- manna, þá verður netaveiddur lax einskis virði – rétt eins og danska mjólkin í araba- ríkjunum í dag.“ Hann segir að vissulega finni sumir að netabændur séu litnir hornauga. „Þeir eru undir í þessum málum, það er alveg ljóst. Þeir finna það margir og þó nokkrir þeirra eru á því að leigja þetta út. Aðrir líta á netaveiðina sem sinn rétt, vilja nýta hann og láta ekki aðra ráðskast með það. En það er heldur ekkert gefið að menn eigi þenn- an rétt óskertan um aldur og ævi. Ef það falla lög sem banna veiði í net er spurning hvort bætur séu þar bakvið. Víða erlendis er bannað að veiða í net og annars staðar er bannað að veiða til að drepa.“ Hér áður kostaði vænn lax til matar álíka og gott lamb. Nú er hver stanga- veiddur lax 10 til 30.000 króna virði en verð á laxi í verslunum hefur hríðfallið. „En það er engin togsteita milli fé- lagsmanna hvort þeir veiða laxinn á stöng eða í net. Menn virða eignarétt hver ann- ars. Þetta mál er fyrst og fremst í höndum netabænda sjálfra.“ maður Veiðifélags Árnesinga um netabænda MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 21 Eins og fram kom í fréttum fyrr ívetur gerði StangaveiðifélagReykjavíkur, sem er stærsta félag stangveiðimanna á landinu og fer með veiðiréttinn í Sogi og Stóru-Laxá, neta- bændum í Hvítá-Ölfusá tilboð um að kaupa eða leigja af þeim veiðiréttinn gegn því að netin fari upp, helst strax í sumar. Bændur skip- uðu nefnd til að fjalla um málið og er málið nú í þeim farvegi. Bjarni Júlíusson, for- maður SVFR, stað- festir að félagið hafi gert bændum tilboð í veiðiréttinn og vonar að það skili árangri. „Samningaleiðina verður alltaf að reyna til hlítar, það er farsælast,“ segir Bjarni. Bjarni segir félagið hafa sent ítarlega greinargerð frá sér vegna smíðar vænt- anlegs frumvarps landbúnaðarráðherra. „Við höfum ekki fengið frumvarps- drögin send og vitum ekki hvort tillit var tekið til okkar ábendinga. Við höfum hins vegar heyrt á skotspónum að svo sé ekki. Ef svo er finnst okkur það ákaflega mið- ur,“ segir hann. En hvernig tekur Bjarni í þá hugmynd Gunnars Arnar Örlygssonar að hags- munaaðilar, eins og leigutakar, taki þátt í bótagreiðslum til netabænda? „Okkar prinsippmál er að fá netin upp. Verð á veiðileyfum er orðið gríðarlega hátt og varla á bætandi, en við hjá SVFR erum reiðubúin að skoða ýmsar útfærslur ef netin fara upp.Við höfum þegar gert tilboð á eigin vegum, við myndum vita- skuld reyna að skapa breiðfylkingu um fjármögnunina en við gerum okkur líka grein fyrir því að til að byrja með myndi þetta lenda að einhverju leyti á veiði- mönnunum. Svæðið fyrir austan fjall er þó sérstakt fyrir þær sakir að verð á veiðileyfum er tiltölulega lágt miðað við á landsvísu og netaveiðin er tvöföld til þref- öld á við stangveiðina, jafnvel enn meiri, þannig að svigrúmið væri mikið færu net- in upp, því þá mætti vænta mikils árang- urs. Þó það sé eitur í beinum okkar stang- veiðimanna að tala um verðhækkanir munum við skilja að þeirra kunni að vera þörf til að ná þessu þjóðþrifamáli í gegn. Ég vil fullreyna samningaleiðina, en gangi hún ekki þá verður að skoða aðrar leiðir.“ Bjarni Júlíusson, formaður SVFR Bjarni Júlíusson Samninga- leiðina verð- ur að reyna til hlítar HVERNIG eiga menn í af-helguðum þjóðfélögumVesturlanda að skiljavirðinguna fyrir hinu heilaga? Þessarar spurningar spurði sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, í predikun við guðsþjónustu í gær en Sigurður fjallaði þar um það uppnám sem hef- ur orðið meðal múslíma vegna skop- teikninganna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Múslímarnir verða að skilja að við lifum í öðrum heimi en þeir Sigurður sagði að tjáningarfrelsið væri einn af hornsteinum vestrænna ríkja, „og við látum enga segja okk- ur hvað við megum birta eða hvern- ig. Fjölmiðlar eru sjálfir ábyrgir fyrir því,“ sagði hann. „Múslímarnir verða að skilja að við lifum í öðrum heimi en þeir, og það verða þeir að virða. Vissulega lifa þeir í menningarheimi sem er frábrugðinn okkar. Þar ríkir yf- irleitt guðveldi. Hið trúarlega og hið samfélagslega er ekki aðskilið eins og hjá okkur, guðslög eru sam- félagslög. Sé hið trúarlega vanvirt er samfélagið vanvirt. En ef við telj- um að þeir eigi að virða það frelsi sem okkur er heilagt, gerir það þá ekki sjálfkrafa kröfu til okkar um að virða það sem þeim er heilagt? Eng- inn misskilji mig svo að við eigum að fórna tjáningarfrelsinu að kröfu múslíma, hverju sem þeir hóta. Fjarri því. En fylgir tjáning- arfrelsinu engin ábyrgð? Gerir það engar kröfur um dómgreind? Gerir það engar kröfur um tillitssemi og virðingu fyrir öðr- um? Gerir það enga kröfu um að menn geri sér grein fyrir hvað ögranir af þessu tagi geta komið til leiðar í þeirri spennu sem ríkir milli hins múslímska heims og Vest- urlanda? Ekkert frelsi er án ábyrgð- ar. Að taka þá ábyrgð alvarlega er ekki undirlægjuháttur heldur óbrjáluð dómgreind,“ sagði Sig- urður. Menn telja sig mega vanvirða aðra í nafni frelsisins Hann sagði ennfremur í predikun sinni að hér á meðal okkar væri ástandið eins á þessu sviði sem og mörgum öðrum. Menn telji sig mega vanvirða aðra í nafni frelsisins og sagði síðan: „Mörgum er enn í minni þegar Ríkisútvarpið sendi út Spaug- stofuþátt þar sem hæðst var að hinu helgasta í guðsdýrkun kristinna manna, atburðum kyrraviku og þar með kvöldmáltíðarsakramentinu. Á mig virkaði þessi þáttur eins og þeir spaugstofumenn hefðu vaðið hérna upp á altarið á forugum stígvélum. Vissulega létu einhverjir í sér heyra og biskup, Ólafur Skúlason, skrifaði útvarpsráði og lét í ljós vanþóknun sína. Hann fékk þau svör að flytj- endur væru ábyrgir fyrir því sem þeir flyttu. Enginn krafði þá um af- sökunarbeiðni, enginn heimtaði af útvarpsráði að biðja kirkjuna og kristið fólk í landinu afsökunar, hvað þá að menn færu niður í stjórn- arráð til að krefjast hins sama. Og ríkissaksóknari hélt að sér höndum, þrátt fyrir lögin um bann við guð- lasti. Hvernig geta þeir sem ekki skynja mikilvægi hins heilaga í trú þeirra sem næstir þeim standa skilið þá sem fjær eru?“ sagði Sigurður. Oft gætir misskilnings á umburðarlyndishugtakinu Hann vék einnig að sívaxandi fjöl- menningu í samfélagi okkar, sem hann sagði að krefðist tillitssemi og virðingar. „Það krefst umburðarlyndis,“ sagði Sigurður. „En við megum ekki misskilja hugtakið umburðarlyndi og hvað í því er fólgið. Það merkir ekki að draga sig í hlé, láta af sínu til að rýma fyrir viðhorfum annarra. Það felur miklu fremur í sér réttinn til að halda fast í það sem okkur er mikils virði, en gerir jafnframt þá kröfu að við leit- umst við að skilja og virða þau sem hafa önnur lífs- viðhorf, aðra trú. Mér finnst oft gæta misskilnings á umburðarlynd- ishugtakinu í um- ræðunni hér á landi, einkum að því er varðar skólastarf. Til þess að styggja ekki hina aðkomnu, er gjarnan hopað þegar um trúar- bragðafræðslu er að ræða, þegar um venjur er að ræða sem þótt hafa sjálfsagðar, eins og til dæmis heim- sóknir í kirkjur eða þátttöku í jóla- helgistundum. Þetta er ekki um- burðarlyndi heldur undirlægju- háttur. Það hlýtur að vera hægt að sinna þeim börnum með viðeigandi hætti sem mælst er til að þau séu ekki þátttakendur. Umburðarlyndi felst ekki í því að þurrka mismuninn út, heldur að læra að lifa með hon- um í friði og af virðingu,“ sagði Sig- urður Pálsson. Morgunblaðið/Golli „Mér finnst oft gæta misskilnings á umburðrlyndishugtakinu í umræðunni hér á landi, einkum að því er varðar skólastarf,“ sagði sr. Sigurður Pálsson í predikun í Hallgrímskirkju í gær. Fjallaði um uppnám meðal múslima vegna skopteikninga í predikun Fylgir tjáning- arfrelsinu engin ábyrgð? ’Enginn krafði [spaug-stofumenn] um afsök- unarbeiðni, enginn heimtaði af útvarpsráði að biðja kirkjuna og kristið fólk í landinu af- sökunar.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.