Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 26

Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 26
26 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kolbrún Frið-þjófsdóttir fæddist á Patreks- firði 26. janúar 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 30. janúar síðastliðinn. Kol- brún var dóttir hjónanna Jóhönnu C.M. Jóhannesson, f. í Flensborg í Þýskalandi 19. mars 1908, d. 23. nóvem- ber 1994, og Frið- þjófs Ó. Jóhannes- sonar á Vatneyri við Patreksfjörð, f. 28. desember 1905, d. 25. des- ember 1971. Systkini hennar eru Unnur, f. 1930, Kristinn, f. 1933, d. 1996, og Bryndís, f. 1946. Hinn 31. júlí 1955 giftist Kol- brún Jóhanni Þorsteinssyni frá Litluhlíð á Barðaströnd, f. 24. ágúst 1928, syni hjónanna Guð- rúnar J.M. Finnbogadóttur, f. f. 2005. 3) Áróra, f. 13. desember 1958. Börn hennar eru: Sandra, f. 1976, og Jóhann Haukur, f. 1982, unnusta hans er Margrét Lára Jónsdóttir. 4) Friðþjófur, f. 25. janúar 1964. Kona hans er Áslaug Ólöf Þórarinsdóttir og dætur þeirra eru Anna Margrét, f. 1989, og Kristbjörg Ósk, f. 1992. 5) Júl- íus Ragnar Pétursson (fósturson- ur), f. 14. september 1962. Kona hans er Renáta Pétursson og synir hans eru: Ingvar Pétur, f. 1977, Sigurður Davíð, f. 1984, Stefán Júlíus, f. 2001, og Michael Símon, f. 2005. Kolbrún gekk í Verzlunarskól- ann og lauk verslunarprófi 1953. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugum og innritaðist síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi. Hún starfaði sem kennari lengst af starfsævi sinni, auk þess að vera húsmóðir á stóru sveitaheimili. Samhliða því vann hún að ritstörf- um. Hún þýddi fjölmargar smá- sögur úr þýsku og dönsku og auk þess stærri skáldverk úr ensku. Útför Kolbrúnar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1893, og Þorsteins Ólafssonar, f. 1890. Börn Kolbrúnar og Jóhanns eru: 1) Sig- urður Barði, f. 7. apríl 1956, kvæntur Valgerði Vésteins- dóttur. Börn þeirra eru: a) Pétur Þór, f. 1974, kvæntur Fífu Konráðsdóttur og eiga þau synina Hlyn Þór, f. 1996, og Mána, f. 2004, b) Védís, f. 1980, unn- usti hennar er Sindri Snær Sighvatsson, og c) Þorsteinn Þorri, f. 1989. 2) Steingerður, f. 22. ágúst 1957, gift Árna Emanú- elssyni. Dætur þeirra eru: a) Ágústa Kristín, f. 1977, maður hennar er Konstantínos Velegri- nos og sonur þeirra er Nikulás Árni, f. 2004. b) Brynja, f. 1981, maður hennar er Pétur Hannes- son, dóttir þeirra er Snædís Lilja, Fyrst þegar ég kom að Litlu-Hlíð var margt sem ég tók eftir, margar venjur sem ég hafði ekki séð áður. Þar var annar taktur í tilverunni en ég hafði áður kynnst og oft fannst mér jafnvel að ekki væri til neinn tími í Litlu-Hlíð yfir bjartasta tíma sum- arsins. Nóg var af verkefnum á sumr- in bæði við heyskap og sjómennsku. Náttúran spilaði stórt hlutverk í líf- inu þar. Ég var í Litlu-Hlíð tvö sumur og á þeim tíma kynntist ég Kolbrúnu tengdamóður minni vel. Mér varð strax ljóst að þar fór kjarnakona sem vildi láta til sín taka og hafði sýnt það svo ekki varð um villst. Þar er fyrst til að taka að ég sá strax að heim- ilishaldið var mikið og í föstum skorð- um. Tvíréttað var í bæði málin og undantekningalaust borið fram bæði miðdegis- og kvöldkaffi. Flesta daga voru gestir í mat og kaffi og sérstak- lega var þar fjölmennt um helgar. Þá kom fjöldinn allur að vestan eins og sagt var og oftar en ekki líka úr hinni áttinni, að sunnan. Þó var mér sagt að mikið hefði dregið úr gestagangi frá því sem fyrr hefði verið. Það var ótrúlegt að sjá hvernig Kolbrúnu tókst að galdra fram veitingar og taka alltaf vel á móti gestum, sama hversu margir þeir voru. Ein vél var í Litlu-Hlíð sem var mikið notuð en það var ritvélin. Hún var yfirleitt á mikilli ferð og lét í sér heyra oft fram eftir nóttu. Þarna var þýðandinn Kolbrún að störfum en hún þýddi barnabækur, smásögur og stærri verk. Þessi vinna var mikil og oft unnin fram eftir nóttu og má segja að það hafi verið hennar tími, eftir að ró komst á á heimilinu. Nú eða þá var þarna við ritvélina náms- maðurinn Kolbrún, því á þessum tíma stundaði hún af kappi undirbún- ing sinn fyrir námið í Kennaraskól- anum. Kennslan og að vinna með börnum var stór partur í lífi Kolbrúnar. Hún kenndi við barnaskólann á Barða- strönd, í Þorlákshöfn og síðar við Hólabrekkuskóla og Árbæjarskóla eftir að hún og Jóhann fluttu til Reykjavíkur. Þótt þau væru flutt suður í Grafarvoginn þá fóru þau hvert sumar vestur um leið og grá- sleppuvertíð byrjaði og skóla lauk. Það var alltaf mjög gott að koma vestur til þeirra í Litlu-Hlíð. Alltaf var tilhlökkunarefni ekki síst fyrir börnin að hitta þau ömmu og afa. Þótt mikið væri að gera á heimilinu áttum við Kolbrún margar góðar stundir við eldhúsborðið. Þar fékk ég að heyra margar sögur frá Patreks- firði, hvernig þar hefði verið í hennar uppvexti og ýmislegt sem þá kom fyrir. Eins ræddum við um mína hagi og ég fann þá vel þann næma skilning og skynjun sem hún bjó yfir. Kolbrún var sérstaklega hlý og vönduð manneskja. Engri konu hef ég kynnst sem bar eins mikla um- hyggju fyrir öðru fólki og enga konu hef ég fyrirhitt sem sýndi jafn mikinn samhug með þeim sem eitthvað bját- aði á hjá. Aldrei heyrði ég hana láta styggðaryrði falla um nokkra mann- eskju. Umhyggjan kom einnig fram í því hvernig hún gerði sér far um að fylgjast með barnabörnunum sínum. Hún kunni þá list að hæla og byggja upp þetta unga fólk. Það var tilhlökk- unarefni fyrir lítið námsfólk að hringja í hana og segja frá prófum og einkunnum sem fengist höfðu sem og öðrum viðburðum í þeirra lífi. Henn- ar álit var pottþétt og einhvern veg- inn að marka, enda var hún líka kennari. Síðustu árin þurfti Kolbrún að glíma við erfiðan sjúkdóm. Hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Eir síð- ustu fjögur árin en þar naut hún ein- staklega góðrar umönnunar. Ég vil þakka Kolbrúnu fyrir sam- vistirnar á þeim árum sem leiðir okk- ar lágu saman. Hún reyndist mér eins vel og nokkur manneskja gat gert. Ég vil senda Jóhanni tengda- föður mínum mínar bestu kveðjur. Valgerður. Eftir áralanga, harða og hetjulega baráttu við hinn illvíga sjúkdóm Alz- heimer hefur amma okkar nú látið bugast. Engan skal undra því her- kænska sjúkdómsins er slík að enn í dag vitum við ekki hvaða vopn eru gagnlegust í baráttunni gegn honum. Við getum aðeins staðið hjá og reynt að öskra í vindinn á meðan hann yf- irbugar ástvini. Sanngirni þekkist ekki í þessu stríði og þegar yfir lýkur skilur hann ekki einungis eftir sorg og söknuð í hjarta okkar sem lifum heldur einnig vanmátt, reiði og undr- un. Af hverju amma? Annars var amma okkar aldrei nein venjuleg amma. Hún gerði flesta hluti öðruvísi en þær ömmur sem við þekktum til í gegnum vin- konur og vini. Fyrir utan það að borða SS sinnep með öllum mat, þá var amma okkar eina amman sem setti hvítan glassúr eða kaffikrem á skúffukökur. Við vorum svo heppnar að alast upp í næsta húsi við ömmu og afa. Þar vorum við oft hálfgerðir heimalningar og vorum vel aldar á kakómalti og góðgæti alla daga. Amma hafði líka alltaf smá tíma fyrir spjall þó svo hún sæti með pappíra upp fyrir haus og færi yfir próf og stíla. Við vorum einfaldlega ráðnar í vinnu við að stimpla broskalla hjá þeim sem höfðu staðið sig vel sem oftar en ekki var hver einasti nem- andi, því amma vildi ekki skilja neinn útundan. Amma hafði stórt hjarta, vildi öllum vel og fann til með þeim sem minna máttu sín. Ökuferðir með ömmu voru vafa- laust eitt það skemmtilegasta sem við upplifðum í barnæsku og alger- lega ógleymanlegt. Amma átti rauð- an, lítinn Subaru sem virtist búa yfir þeim skrítnu eiginleikum að geta annaðhvort bara farið á fullri ferð áfram eða snarstoppað. Að leika „vel- tileik“ í aftursætinu þegar farið var yfir hraðahindranir og í beygjur sem allar virtust ansi krappar, var alveg ævintýralegt, svona þar til maginn fór að segja til sín. Sumrin í sveitinni voru líka skemmtilegur tími. Þar var ávallt mikill gestagangur og fengu allir sem þangað komu að kynnast gestrisni hennar ömmu. Þrátt fyrir annríki gaf hún sér alltaf tíma til að lesa fyrir okkur sögur um selinn Snorra og Gosa og söng með okkur lagið um Ara sem var lítill og loníetturnar sem var uppáhald okkar allra. Takk fyrir okkur, elsku amma. Við vonum að þú hafir nú fundið frið eftir þetta langa og erfiða stríð við þennan illvíga sjúkdóm. Við mun- um ávallt geyma minningu þína í hjarta okkar. Ágústa, Brynja og fjölskyldur. Elskulega amma mín. Í dag kvöddumst við í hinsta sinn í þessu jarðlífi. Þú svafst svo djúpum friðsælum svefni í fallegri hvítri kistu með hvíta sæng. Eftir marga erfiða baráttudaga við „gleymskuveikina“, eins og þú kallaðir þennan sjúkdóm, yfirgafst þú örþreyttan líkmann í svefni og fékkst langþráða hvíld til að öðlast þrek fyrir næsta lífsskeið. Í 70 ár dvaldir þú á meðal okkar í leik og starfi. Síðastliðin 30 ár höfum ég og þú verið samferða, amma mín. Sá tími hefur svifið hjá misjafnlega hratt, en svo margar minningar líða í gegnum hugann frá þessum árum. Amma að kenna í skólastofunni, amma að aðstoða okkur að baka hrís- kökur í Litluhlíð, amma að hjálpa mér með lærdóminn, amma að fara yfir próf. Sterkustu minningarnar tengjast starfi þínu og samveru okk- ar í Litluhlíð og í Logafold. Amma mín kennarinn. Börn og unglingar voru þér alltaf hugleikin og starfaðir þú með þeim stærstan hluta ævinnar. Alltaf varstu til staðar fyrir öll börnin og ungmennin í lífi þínu, nemendur þína í skólunum, börnin þín, barna- börnin, barnabarnabörnin, börnin á nágrannabæjunum og ungmennin sem bjuggu hjá ykkur afa í sveitinni um lengri eða skemmri tíma. Ég kom oft í Litluhlíð og dvaldi hjá ykkur, sérstaklega yfir sumartím- ann. Þaðan eru margar góðar og fal- legar minningar, við krakkarnir að leika okkur saman, hlupum frjáls yfir tún og engi, upp í hlíð og niður í fjöru. Þetta voru spennandi, fjörugir og skemmtilegir tímar og alltaf var til- hlökkun að fara vestur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið svo mörg tækifæri til að komast í sveitina á sumrin. Ég sé það nú hvað þetta var dýrmætur tími. Ég var stuttan tíma í skólanum á Barðaströnd þar sem þú varst að kenna. Ég man óljóst eftir því vegna þess að ég var svo ung að árum, en gleymi aldrei þegar við vor- um í leikfimi að labba eins og köngu- lær. Svo fluttuð þið afi suður og gerð- ust frumbyggjar í Grafarvoginum. Óteljandi minningar tengjast Loga- foldinni og varði ég mörgum góðum stundum þar á bæ. Mér er minnis- stætt þegar við fórum í berjamó í hlíðinni fyrir ofan, þar sem síðar reis Hamrahverfið. Amma mín, öðru sinni vorum við í sama skólanum þeg- ar þú komst til starfa í Hólabrekku- skóla. Aldrei kenndir þú mér þar, en það var notalegt og mikið öryggi í því að vita af þér í skólanum og mikil upphefð í því að segja hinum krökk- unum og kennurunum frá því að þú værir amma mín. Svo margar dýrmætar minningar hafa safnast saman og svo fáar komn- ar á blað. Hjartans þakkir fyrir að hafa verið til staðar í lífi mínu, í gleði og sorg, sýnt stuðning og aðstoð í öllu því sem ég var að vinna að og hugsa um. Þú átt stóran þátt í því að ég valdi mér þann starfsvettvang sem ég starfa á núna, mér fannst starf þitt spennandi og áhugavert og ung ákvað ég að verða kennari. Ég man eftir því að einu sinni þegar ég var lít- il var ég heima og var að leika mér að skrifa orð á krítartöflu og ímynda mér að fyrir framan mig væru nem- endur mínir að læra stafsetningu. Elsku amma. Ég óska þér alls hins besta í nýja lífinu og sé þig fyrir mér í skólastofu með marga áhugasama nemendur í kringum þig. Ég er þess fullviss að við hittumst aftur, en í hvaða hlutverki, umhverfi, eða að- stæðum veit enginn. Það verður spennandi að vita en þangað til mun ég hlýja mér við fallegu og góðu minningarnar um þig, elsku amma mín. Bestu kveðjur, þín Sandra. Í dag kveðjum við elskulega systur okkar Kolbrúnu, sem lést 30. janúar sl. sárþreytt eftir áralanga baráttu við hinn illskeytta sjúkdóm Alzheim- er. Kolbrún ólst upp á Vatneyri við Patreksfjörð við gott atlæti foreldra okkar. Það var mikil gleði á heimili okkar við fæðingu Kolbrúnar, hún var sannur ljósgeisli, falleg, glaðvær og skemmtileg. Hún varð snemma læs og las allt sem hönd á festi og hafði hún unun af tónlist og fallega söngrödd. Námshæfileikar hennar komu snemma í ljós og lauk hún barnaskólanámi tveimur árum á und- an sínum jafnöldrum. Á þeim árum þurftu þeir sem sækja vildu frekara nám að fara suður til Reykjavíkur. Þrettán ára gömul hóf hún nám við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og þaðan lá leiðin í Verzlunarskólann. Erfitt er fyrir fólk í dag að ímynda sér hvernig það hefur verið fyrir kornunga stúlku að búa hjá vanda- lausum án daglegs stuðnings for- eldra. Eftir að hún lauk námi frá Verzlunarskólanum stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Laug- um, námið þar átti eftir að koma henni vel síðar við rekstur á stóru heimili. Að námi loknu sneri hún aft- ur heim og tók til starfa við fyrirtæki fjölskyldunnar, Verslun Ó. Jóhann- esson hf. Þar sinnti hún m.a. móttöku á flugvélum Loftleiða. Þær vélar sem á þeim tíma komu á Patreksfjörð voru sjóflugvélar sem lentu á firðin- um. Fyrir unga stúlku þótti þetta bæði ævintýralegt og ábyrgðarmikið starf. Á þessum yngri árum Kolbrún- ar varð hún þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að ferðast bæði til Eng- lands og Þýskalands. Slíkar ferðir voru farnar með skipum fjölskyld- unnar og voru mikið ævintýri. Kolbrún hafði mikla ánægju af íþróttaiðkun, bæði handbolta og frjálsum íþróttum. Hún tók þátt í fjölmörgum íþóttamótum á yngri ár- um. Skömmu eftir að Kolbrún lauk námi kynntist hún mannsefni sínu, Jóhanni Þorsteinssyni frá Litlu-Hlíð á Barðaströnd. Þau gengu í hjóna- band sumarið 1955 og hófu búskap á heimili tengdaforeldra hennar. Þau hjónin eignuðust fimm mannvænleg börn, sem öll hafa reynst henni afar vel, sérstaklega í veikindum hennar síðustu árin. Mágur okkar Jóhann sinnti Kolbrúnu af einstakri alúð og elsku og erum við systur þeim öllum afar þakklátar fyrir. Þegar börnin komust á legg tók Kolbrún að sér kennslu í barnaskól- anum á Barðaströnd og aflaði sér samhliða aukinnar menntunar og lauk hún prófi frá Kennaraskólanum. Kolbrún hafði alla tíð mikinn áhuga á kennslu og menntunarmál- um í sinni heimabyggð enda fjallaði lokaverkefni hennar í Kennaraskól- anum um Farskólann á Barðaströnd frá 1893 til 1965. Hún sinnti ýmsum ritstörfum og þýddi bækur. Sú bók sem hlaut mesta athygli og náði mikl- um vinsældum var þýðing hennar á Þyrnifuglunum eftir Colleen McCullough en hún þýddi einnig fleiri bækur eftir þann höfund og ýmsa aðra. Á þessum vettvangi naut hún sín vel og hafði mikla unun af. Eftir að þau hjón brugðu búi fluttu þau suður, fyrst til Þorlákshafnar þar sem Kolbrún kenndi um árabil, síðan settust þau að í Reykjavík, þar sem hún hóf kennslu við Hólabrekku- skóla og síðast við Árbæjarskóla eða þar til heilsa hennar brast. Á þeim árum sótti hún fjölmörg endurmenntunarnámskeið bæði hér heima, í Danmörku og Englandi. Áhugi hennar á uppeldis- og mennta- málum kom þá skýrt fram og hafði hún mikla ánægju af starfi sínu. Kolbrún systir okkar var ákaflega hlý og indæl kona og æðruleysi henn- ar var viðbrugðið. Fráfall hennar er okkur systrum mikill missir og ótal skemmtilegar minningar frá æsku og uppvaxtarár- um okkar sækja á nú þegar við kveðj- um okkar kæru systur. Alltaf var gott að sækja Kollý heim og var hún gestrisin úr hófi fram og vildi allt fyr- ir alla gera. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og lagði sig ætíð fram í öllum þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur. Umhyggja, kærleikur, æðruleysi og fónfýsi einkenndu skapferli systur okkar og þeir eiginleikar komu vel fram í öllum störfum hennar og í samskiptum við fjölskylduna sem og alla aðra. Nú að leiðarlokum viljum við systur þakka Kolbrúnu samferð- ina í gegnum lífið, allar fallegu minn- ingarnar geymum við í hjarta okkar og kveðjum þig, elsku systir. Jóhanni, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að geyma systur okkar og varð- veita. Unnur og Bryndís. „Það er eins og gerst hafi í gær!“ Þarna stóðum við saman í forsal Verzlunarskóla Íslands á skólasetn- ingu 1950 og gjóuðum augunum hvor á aðra, Vestfirðingurinn Kolbrún Friðþjófsdóttir og Austfirðingurinn. Að henni stóðu styrkar stoðir vest- firskra athafnamanna og -kvenna í föðurætt, auk móðurinnar, hinnar mildu Jóhönnu frá Flensborg. Enda var hún Kolbrún vel af guði gerð, framkoman bar vott um einstaka háttvísi. Við urðum óaðskiljanlegar vinkon- ur. Við leigðum saman, stunduðum dansæfingar, Langabar og Laugaveg 11 og sungum „You can throw a sil- ver dollar …“ og „Mona Lisa, Mona Lisa …“ Leiðir skildi í bili 1953 því Kolbrún fór að vinna við flugafgreiðsluna á Patreksfirði og þaðan lá leiðin á Hús- mæðraskólann á Laugum í Reykja- dal í Þingeyjarsýslu, en það var aldr- ei lát á bréfaskriftum okkar í milli. Hún giftist honum Jóhanni Þor- steinssyni 1955 og þau hófu búskap á Barðaströndinni. Þar bjuggu þau í sveitinni fögru með börnin sín fjögur. Þar var bæði húsrúm og hjartarúm, því ekki vafðist það fyrir þeim að eignast fósturson að auki. Hún hafði tíma til alls. Með búskap og barna- uppeldi lét hún sig ekki muna um að ljúka kennaraprófi. Hún þýddi bæði úr þýsku og ensku og las útvarps- sögur. Hver man ekki eftir Þyrni- fuglunum. Kolbrún kenndi á Birkimel á Barðaströnd, í Þorlákshöfn og á Reykjavíkursvæðinu. Leiðir okkar lágu saman í Árbæjarskóla og við vorum ekki búnar að gleyma flissinu. Þegar við vorum saman í Danmörku sumarið ’93 heimsótti hún bæði fóst- urson sinn í Svíþjóð og móðurbróður sinn í Flensborg. Það voru einstök forréttindi að fá að njóta vináttu Kol- brúnar. Góður guð styrki manninn hennar, börnin hennar og barnabörn. Dagbjört Kristjánsdóttir. Enn er höggvið skarð í hópinn, sem við köllum VÍ-53, þ.e. árganginn sem útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 1953. Kolbrún Frið- þjófsdóttir, skólasystir okkar, er lát- KOLBRÚN FRIÐÞJÓFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.