Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 31

Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Samfélag, fjölskylda og tækni, SAFT, ersamevrópskt vakningarátak um öruggaog jákvæða netnotkun barna og ung-linga. Heimili og skóli annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins fyrir hönd mennta- málaráðuneytisins, og hefur staðið fyrir ýmsum atburðum til að stuðla að betri netnotkun ung- menna. Á morgun er alþjóðlegi netöryggisdagurinn og heldur SAFT af því tilefni ráðstefnu um siðferði á netinu. Guðberg K. Jónsson er verkefnisstjóri hjá SAFT: „Eitt af meginmarkmiðum ráðstefnunnar er að vekja umræðu og umhugsun um netið sem opinberan vettvang og gagnvirkan fjölmiðil. Við ræðum um nauðsyn þess að almennt siðferði og umgengnisreglur færist yfir á þennan miðil, og að skólakerfið bregðist við gjörbreyttum aðstæðum í upplýsingasamfélaginu og að foreldrar séu með- vitaðir um þessa þróun, en oft reynast foreldrar eftirbátar barna sinna hvað varðar þekkingu á þessari tækni.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra setur ráðstefnuna og opnar um leið sérstaka bloggsíðu um siðferði á netinu, og setur einnig svokallað bloggaþon: „Með bloggaþoninu setjum við af stað vettvang þar sem fara mun fram opin umræða um siðferði á netinu. Þar verð- ur skipulögð dagskrá til 14. febrúar og fjöldi þjóð- þekktra einstaklinga mun taka þátt í bloggaþon- inu. Ekki síður er lögð rík áhersla á að nemendur, kennarar og foreldrar taki þátt,“ segir Guðberg. Eftir setningu ráðstefnunnar fjallar Isabella Santa frá ENISA, Evrópustofnun um net- og upplýsingaöryggi, um vitundarvakningu í þessum málaflokki. Næst fjallar Ketill Magnússon siðfræðingur um siðferðisvanda tengdum ófyrirséðum afleiðingum nýrrar tækni og almenn siðfræðileg viðmið. Þá flytur Þuríður Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun KHÍ, erindið „Hvaða veislu er unga fólkið með í farangrinum?“, um hvernig ungt fólk notar og nýtir sér nýja tækni, og hlutverk skólanna í því samhengi. Lára Stefánsdóttir, ráðgjafi um upplýs- ingatækni og menntun, fjallar um hvernig eigi að mennta börn fyrir nútímann og loks flytur Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri Skýrr, erindi þar sem hann reynir að draga upp mynd hinnar staf- rænu framtíðar sem blasir við íslenskri æsku. Fundarstjóri er Þorbjörn Broddason og mun hann stýra pallborðsumræðum að erindum lokn- um, þar sem taka mun þátt fulltrúar Heimilis og skóla, fjölmiðla, póst- og fjarskiptastofnunar og netþjónustuaðila. Ráðstefnan er haldin í sal Íslenskrar erfða- greiningar, að Sturlugötu 8 og hefst kl. 13. Að- gangur er ókeypis en ágætt ef gestir skrá þáttöku sína á heimasíðunni www.saft.is. Þar má einnig nálgast beina útsendingu af ráðstefnunni. Uppeldismál | SAFT heldur ráðstefnu um siðferði í netheimum og áhrif á börn og unglinga Siðferði og netið  Guðberg K. Jónsson er fæddur 1969. Hann lauk BA-námi í sálfræði frá HáskólaÍslands 1994. Þá stundaði hann nám í hug- og sam- skiptafræðum við Ecole Doctorale Parísarhá- skóla og síðar við Sál- fræðideild háskólans í Aberdeen. Við Rann- sóknarstofu um mann- legt atferli, og sem framkvæmdastjóri Atferl- isgreiningar ehf. hefur hann tekið þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi á ýmsum sviðum sálar- og hátternisfræði. Guðberg starfar sem verkefnisstjóri SAFT og er aðili að Rannsóknarstofu um mannlegt at- ferli við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig komið að mörgum verkefnum sem tengjast heilsu og högum barna og unglinga. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 6. febrúar,er níræð Guðrún Sigurð- ardóttir frá Görðum. Guðrún er nú til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. við- talstími hjúkrunarfræðings kl. 9.30– 11. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 10. Vinnu- stofur opnar frá kl. 9–16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Skráning stendur yfir á myndlistarnámskeið. Leiðbein- andi Selma Jónsdóttir. Framsögn á mánudögum, félagsvist á þriðjudög- um, leikfimi á mánudögum og mið- vikudögum, postulínsnámskeið á föstudögum! Handverksstofa Dal- brautar 21–27 opin frá 8–4 alla virka daga. Sími 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, opið hús kl. 13–16. Vilborgardagur, leið- beint við handverk og föndur af öllu tagi. Kaffiveitingar. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag breiðfirskra kvenna | Aðal- fundur Félags breiðfirskra kvenna 6. feb. kl. 20 í Breiðfirðingabúð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsvist spiluð í Félagsheimilinu Gullsmára kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Kaffi kl. 13.30. Línu- danskennsla kl. 18. Samkvæmisdans framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20. Fé- lag eldri borgara í Rvk hefur ákveðið að fara á sæludag á Hótel Örk vikuna 26.–31. mars nk., skráning er hafin á skrifstofu félagsins í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9–12 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 lom- ber, kl. 17 kór, kl. 20 skapandi skrif. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9, handa- vinnustofan opin kl. 13, brids kl. 13, fé- lagsvist kl. 20.30. Rithöfundurinn Sjón verður gestahöfundur leshóps FEBK í Gullsmára þriðjudaginn 7. febrúar milli kl. 20 og 21.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45, bókband kl. 10 og glerskurður kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi auka kl. 9.45 í Mýri. Tölvur kl. 17 og 19 í Garða- skóla. Hláturinn lengir lífið; grínmynd sýnd í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 postulíns- námskeið. Kl. 10.30 sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá há- degi spilasalur opinn, þorrahlaðborð í hádeginu í Kaffi Berg. Kl. 14.30 kór- æfing hjá Gerðubergskór. Allar uppl. í síma 575 7720. www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, almenn handavinna, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt kl. 10. Gaflarakórinn kl. 10.30. Ganga kl. 9.30. Glerskurður kl. 13. Fé- lagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaík, ull- arþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið opið öllum. Morgunsopi kl. 10 og síðdeg- iskaffi kl. 15. Síminn 568 3132. asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun. Kvenfélag Garðabæjar | Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar verður hald- inn í Garðaholti 7. febrúar kl. 20. Gestur fundarins verður Árelía Eydís Guðmundsdóttir lektor. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borg- ara í Laugardalshöll kl. 12. Norðurbrún 1 | Þorrablót verður haldið föstudaginn 10. feb. og hefst kl. 18.30. Sigmundur og Gunnar Jónssynir syngja dúett, minni karla og kvenna. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Veislustjóri Gunnar Þorláksson. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Allir velkomnir. Skráning og uppl. í síma 568 6960. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband og bútasaumur kl. 9–13, hárgreiðsla og fótaaðgerð- arstofur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11, handmennt almenn kl. 13–16.30, glerbræðsla og frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska kl. 20. Stuðningshópur foreldra ung- linga í vímuefnaneyslu. Árbæjarkirkja | Bæna- og helgistund kl. 10 í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Umsjón sr. Þór Hauksson og Kristina Kalló Szklenár. Kvenfélag Árbæjarkirkju | Aðal- fundur Kvenfélags Árbæjarkirkju verður haldinn 6. feb. kl. 20 í Safn- aðarheimili Árbæjarkirkju. Áskirkja | Aðalfundur og þorrablót Safnaðarfélags Ásprestakalls verður haldinn 8. febrúar. Þátttaka tilkynnist til kirkjuvarðar fyrir kl. 15 í dag. KFUM og KFUK | Hátíðarfundur í AD KFUM Holtavegi 28 fimmtudag 9. feb. kl. 19 í umsjá stjórnar KFUM og KFUK. Nýir félagar boðnir velkomnir. Fundurinn hefst með kvöldverði, verð kr. 2.900. Skráning á skrifstofu KFUM og KFUK til 8. feb. sími 588 8899. Karlmenn eru velkomnir. Kvenfélag Bústaðasóknar | Aðal- fundur Kvenfélags Bústaðasóknar 13. febrúar kl. 20 í Bústaðakirkju. Laugarneskirkja | Kl. 20 Kvenfélag Laugarneskirkju í safnaðarheimilinu. Enga uppgjöf. Norður ♠76 ♥865 A/NS ♦Á87432 ♣52 Suður ♠ÁKD5 ♥ÁG ♦K9 ♣KG743 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 grand * Dobl 2 hjörtu 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Austur vekur á veiku grandi (12- 14), sem suður doblar fyrst með öll spilin og freistar svo gæfunnar í þremur gröndum þegar norður leyfir sér að melda. En ekki er samning- urinn glæsilegur. Út kemur hjartafjarki upp á kóng austurs. Er einhver von? Það þarf góðan arkítekt til að teikna upp vinningslegu. Hjartað verður að vera 6-2, og svo þarf aust- ur að eiga ÁDx í laufi. Til að byrja með er hjartakóngur dúkkaður. Suð- ur fær næsta slag á ásinn og spilar svo hálaufi að heiman – kóng eða gosa. Norður ♠76 ♥865 ♦Á87432 ♣52 Vestur Austur ♠1043 ♠G982 ♥D107432 ♥K9 ♦G ♦D1065 ♣1086 ♣ÁD9 Suður ♠ÁKD5 ♥ÁG ♦K9 ♣KG743 Austur fær slaginn og spilar vænt- anlega spaða. Suður tekur, fer inn í borð á tígulás og spilar laufi. Hvort sem austur dúkkar eða drepur, tekst með þessu móti að fríspila laufið upp á þrjá slagi án þess að vestur komist inn til að taka hjartaslagina. Lærdómurinn er augljós: Aldrei að gefast upp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.isStaðurogstund http://www.mbl.is/sos Spaugstofuraunir RÉTT Í þessu berst Mogginn inn úr dyrunum með spaugstofuraun- um Halldórs Þorsteinssonar skóla- stjóra og fyrrverandi leikdómara. Telur Halldór í skemmtilegum pistli að Spaugstofan megi svo sannarlega muna sinn fífil fegri, nú sé Snorrabúð stekkur, rónarnir svipur hjá sjón, eftirstöðvarnar ekkert nema aulafyndni sem engan gleðji, að minnsta kosti ekki hugs- andi mann. Ja, hérna. Ekki er það gott. En undirritaður leyfir sér nú samt fyrir hönd fjölmargra lítt hugsandi manna hér vestra og reyndar margra gáfnaljósa líka, að mótmæla harðlega þessum ályktunum dóm- arans. Sannleikurinn er nefnilega sá, að oft er Spaugstofan það eina sem maður bíður eftir og hlakkar til að sjá í vikulokin í Myndvarpinu, eins og séra Baldur kallar Sjón- varpið. Um daginn fóru drengirnir á slíkum kostum, svo dæmi sé nefnt, að unun var að. Margir vit- grannir menn um allt land hlógu sig máttlausa þegar Pétur Blöndal var tekinn til kostanna. Og Björgólfur! Óborganlegt. Þannig mætti enda- laust telja. En meðal annarra orða. Hvað um gömlu alvöru Spaug- stofuþættina sem skólastjórinn nefnir. Mætti ekki endursýna þá? Það mundi gleðja mann og annan. Hins er skylt að geta að það er rétt hjá leikdómaranum að það eru ekki alltaf jólin. Það á jafnt við um Spaugstofuna sem aðrar stofur. En það má aldrei verða að dregið sé niður í spaugurunum okkar. Síst í skammdeginu. Og þeir eru vel komnir að launum sínum. Verður er verkamaðurinn launanna! Hallgrímur Sveinsson, Brekku, Dýrafirði. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is LISTAKONAN Sigríður Ólafsdóttir opnaði á laug- ardag í Suðsuðvestri. Sýn- inguna kallar hún „Myndir af fólki“. Sýning Sigríðar stend- ur til 26. febrúar en Suðs- uðvestur er til húsa að Hafn- argötu 22 í Reykjanesbæ. Myndir af fólki í Suðsuðvestri Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.