Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helgarferð til London og á tónleika B.B. King og Gary Moore í Birmingham 31. mars – 2. apríl B.B. King hefur oft verið nefndur konungur blúsins en hann hefur spilað og hljóðritað síðan á fjórða áratug síðustu aldar. B.B. King er kominn yfir áttrætt og heldur í það sem hann sjálfur nefnir kveðjutón- leikaferð um Evrópu í mars og apríl. Blúsgítargoðsögnin mun koma fram ásamt Gary Moore og saman munu þeir halda einstaka ryþmablústónleika í Englandi. Er þetta í eina skiptið sem þetta þekkta tvíeyki mun koma fram á sömu tónleikum. Fararstjóri: Ásgeir Lárus Ágústsson s: 570 2790www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A B.B.King Kveðjutónleikar Verð: 59.900 kr. á mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is VIÐAR Gísli Sigur- björnsson, kaupmaður á Fáskrúðsfirði, er látinn, 71 árs að aldri. Viðar fæddist 24. nóvember árið 1934 á Steinholti í Fáskrúðs- firði. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Gísla- son og Valborg Jón- asdóttir. Árni var gagnfræð- ingur frá Laugarvatni og hóf snemma versl- unarstörf. Fyrst hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga við af- greiðslustörf og opnaði síðan eigin verslun, Viðarsbúð, árið 1961 á Búðavegi 3. Í fyrstu afgreiddi Við- ar viðskiptavini sína yfir borðið, en seinna breyttist versl- unin í litla kjörbúð. Eftir að verslunartími var gefinn frjáls og smærri verslanir viku fyrir stórverslunum hætti Viðar rekstri Viðarsbúðar, en opn- aði í kjölfarið Hina búðina á Skólavegi 50. Þar höndlaði hann m.a. með fatnað, gjafavöru, hannyrða- vörur og rak samhliða ljósastofu. Viðar lokaði Hinni búðinni í desember á síðasta ári og lauk þá 44 samfelld- um verslunarrekstri á Fáskrúðs- firði á hans vegum. Viðar var ókvæntur og barnlaus. Andlát VIÐAR GÍSLI SIGURBJÖRNSSON ISTANBÚL, Stokkhólmur og Hels- inki hafa gengið inn í forvarnaverk- efnið Ungt fólk í Evrópu en stjórn- arfundur samtakanna fer fram í Istanbúl um þessar mundir. Istan- búl er ein af fimm borgum í Austur- Evrópu sem íslenska lyfjafyrirtækið Actavis styrkir til að taka þátt í verkefninu, en hinar fjórar eru Vil- níus, Pétursborg, Sofía og Belgrad. Dagur B. Eggertsson borgarfull- trúi situr í stjórn samtakanna og er nú staddur í Istanbúl til að vera við inntöku borgarinnar í verkefnið. Hann segir að viðtökur borga í Evrópu við verkefninu hafi verið betri en búist var við og er talið að alls muni í kringum fimmtán borgir taka þátt. Þá sé skemmtilegt til þess að hugsa að þótt samskipti Evrópu og Tyrklands séu á tíðum skrykkjótt gangi samstarfið í tengslum við for- varnir afar vel. Leitað eftir okkar reynslu Í verkefninu er leitað eftir reynslu Íslendinga, sérstaklega varðandi samstarf og samhæfingu stjórnvalda við háskóla- og vísindafólk annars vegar og foreldrasamtök og íþrótta- og æskulýðssamtök hins vegar, að sögn Dags. „Við erum að sjá árangur hér á landi hjá krökkum á grunnskólaaldri sem horft er til víða að og af því spratt áhugi á að búa til alþjóðlegt verkefni á þessu sviði,“ segir hann og bætir við að þó ekki sé hægt að fullyrða að allt sem við höfum gert muni ganga upp annars staðar, sé það tilraunarinnar virði að prófa. „Að hleypa af stað verkefni í þess- um borgum veitir svar við þeirri spurningu hvort þetta gangi og um leið geta borgirnar lært hver af ann- arri um hvað sé að virka á hverjum stað við þessar fjölbreyttu aðstæð- ur,“ segir Dagur. Í haust verða lagðir fram spurn- ingalistar í öllum þeim borgum sem þátt hafa tekið í verkefninu til að varpa ljósi á hvernig til hafi tekist. Dagur segir að aðkoma háskóla- fólks hér á landi hafi vakið athygli sem og aðkoma forseta Íslands, sem er verndari verkefnisins. „Það vekur auðvitað athygli í al- þjóðasamskiptum að áhuginn á þess- um málum sé alveg frá efstu stigum í stjórnkerfinu, því sums staðar eiga þessi mál á brattann að sækja.“ Veltur á hverri borg Aðspurður hvernig gangi að inn- leiða íslenska reynslu í jafnólíkum borgum og Istanbúl og Stokkhólmi, segir Dagur mikið velta á hverri borg fyrir sig. „Við ætlum ekki að ferðast um heiminn og segja fólki hvernig þetta er best gert, heldur leggja fram þá þekkingu sem við höfum aflað og gefa borgum kost á að nýta sér hana eftir föngum. Við gerum okkur grein fyrir því að það geti þurft aðrar að- ferðir til að ná til foreldrafélaga hér í Istanbúl en heima í Reykjavík. En hjörtun slá nú eins hvar sem er í heiminum, engu að síður,“ segir Dagur. Forvarnaverkefnið Ungt fólk í Evrópu hefur verið að stækka ár frá ári Styrkir Istanbúl til forvarna Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Þátttaka Istanbúl var formlega staðfest með undirskrift. Frá vinstri: Dr. Nalan Engin, Muammer Erol varaborg- arstjóri Istanbúl, Tomas Hallberg og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sem situr í stjórn forvarnasamtakanna. ÚRSKURÐARNEFND almanna- trygginga hefur staðfest þá niður- stöðu Tryggingastofnunar ríkisins að hafna bótaskyldu vegna umferð- arslyss 29. ágúst 2004. Kærð var sú niðurstaða TR að ekki skyldi greiða bætur vegna slyss sem kærandi varð fyrir á leið heim eftir vinnu en meðal raka fyrir að synja kæranda bóta var að hann hefði ekki verið í launaðri vinnu daginn sem slysið varð, hann ekki verið í launaðri vinnu eða með reiknað endurgjald, og því næði bótaskylda ekki til umrædds slyss. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar eru málsatvik rakin og kemur fram að kærandi sem er bóndi hafi einnig átt bát í félagi við bróður sinn og þeir gert hann út. Hann hefði ekki róið sjálfur eftir að hann varð öryrki 1994 en sinnt slægingu. Slæging hafi stað- ið fyrir dyrum 28. ágúst en ekki orðið af henni og kærandi því farið að þrífa stakkageymslu og vinnuaðstöðu, „en það er hluti af vinnuskyldu minni sem verktaka, þó svo að ég skrifi vinnureikninga eingöngu vegna slægingar,“ segir kærandi. Eftir þrifin hafi hann farið um borð í bát- inn og sinnt þar smávægilegu við- haldi. Á leið heim eftir miðnætti það kvöld hafi hann lent í slysi og því ver- ið á leið heim frá vinnu. Þá kemur fram í greinargerð kæranda að vegna taps á atvinnurekstrinum 2004 hafi hann fært reiknað endur- gjald sitt í núll en mörg ár á undan hafi hann reiknað sér endurgjald. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar er vitnað til laga um almannatrygging- ar. Þar segir í 22. grein að maður teljist vera í vinnu þegar hann sé á vinnustað þegar honum sé ætlað að vera þar svo og í matar- og kaffitím- um og í sendiferðum í þágu atvinnu- rekstrar eða í ferðum til eða frá vinnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að ákvæðið eigi ekki við þar sem kærandi hafi kosið að halda ekki beina leið heim frá vinnu. Einnig segir að líta verði til 24. greinar laganna þar sem segir að launþegi teljist sá sem tekur að sér vinnu gegn endurgjaldi án þess að vera sjálfur atvinnurekandi en úr- skurðarnefndin metur að sambæri- leg sjónarmið gildi um þann sem hafi eigin rekstur, þ.e. að um reiknað endurgjald sé að ræða vegna vinnu. Af reikningum kæranda vegna vinnu vikuna 23. til 29. ágúst 204 sjáist að hann hafi aðeins unnið dagana 24. til 26. ágúst. Bótaskyldu eftir umferðarslys hafnað TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli fann rúm sextíu grömm af hassi á frönskum karlmanni er hann kom hingað til lands á mið- vikudag. Maðurinn hafði falið efnin innanklæða og fundust þau við hefðbundna leit. Fíkniefnadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Með sextíu grömm innanklæða STARFSMENN Fiskistofu kölluðu til lögregluna í Keflavík í fyrra- kvöld vegna meints brots á fisk- veiðilöggjöfinni. Fiskur í tíu körum sem verið var að landa úr bát í Grindavík, var vigtaður sem ufsi, en í ljós kom er starfsmenn Fiski- stofu skoðuðu, að þorskur var í kör- unum. Málið er til rannsóknar, að sögn lögreglunnar. Þorski landað sem ufsa SALA á kjúklingum hefur ekki dregist saman hér á landi undan- farna daga og vikur, heldur þvert á móti aukist, að sögn Matthíasar H. Guðmundssonar, formanns Félags kjúklingabænda. Matthías segir ljóst að ótti við fuglaflensu hafi ekki áhrif á ís- lenska neytendur, sem virðist vera vel upplýstir um að engin hætta sé til staðar. „Við eigum ekki von á hruni í sölu á næst- unni. Hér er kjúklingum haldið í lokuðum húsum og reglulegt eft- irlit haft með þeim,“ segir Matt- hías. Um 26% af öllu kjöti sem selt er hér á landi eru kjúklingar. Í síðasta mánuði nam neyslan 522 tonnum og jókst milli mánaða. Sala á kjúklingum hefur aukist undanfarnar vikur NOKKUÐ hefur borið á kvörtunum og ábendingum til fjársvikadeildar lögreglunnar að undanförnu um er- lendar tilkynningar þar sem gefið er til kynna að fólk hafi unnið háar fjár- hæðir í alþjóðlegu happdrætti. Þá hefur tilkynningum fjölgað sem sendar eru bréfleiðis og stílaðar á einstaklinga í stað tölvupóstsend- inga, sem flestir eru farnir að sjá í gegnum. Í flestum tilfellum eru bréfin póst- lögð á Spáni og er vinningshafinn beðin um senda fyrirtækinu, sem stendur að happdrættinu, fax með persónulegum upplýsingum ásamt bankanúmeri. Að sögn lögreglu eru landsmenn orðnir nokkuð kunnugir slíkum fjár- svikum en alltaf kemur þó fyrir að einstaklingar láti glepjast og setji sig í samband við viðkomandi fyrir- tæki í von um skjótan gróða. Enda þau viðskipti nær undantekninga- laust með töpuðum fjármunum sem ógerlegt er að fá til baka. Fjársvikarar af þessu tagi eru af- ar ágengir og láta sér ekki nægja að senda tölvupóst, eða bréfpóst, held- ur eru dæmi um það að fólk fái hringingar frá erlendum aðilum þar sem m.a. er boðið upp á verðbréfa- kaup í gegnum símann. Að sögn lög- reglu þarf vart að taka fram að slík viðskipti eru ekki talin líkleg til ávinnings. Ef torkennilegur póstur berst er mælt með að fletta upp nafni við- komandi fyrirtækis, eða hluta af innihaldi bréfsins, á leitarvef Google. Fjársvik reynd bréfleiðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.