Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’Eitt var að vinna og svo er að vinna og ívor ætlum við að vinna.‘Eyþór Arnalds í samtali við fréttavefinn mbl.is eftir sigurinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg um liðna helgi. ’Ég gerði mistök þegar ég sagði að þaðværu engir gasklefar í Auschwitz.‘Breski rithöfundurinn David Irving sem dæmdur var til fangavistar í Austurríki í vikunni fyrir að afneita helförinni. ’Irving er fífl. Og besta leiðin til að fástvið fífl er að hunsa þau.‘Christian Fleck félagsfræðingur við Graz-háskóla um téðan Irving. ’Við finnum glöggt til þeirrar ábyrgðarsem lögð er á herðar okkar með því að fela okkur að gæta einnar lítillar fjaðrar. Það er raunar sú ábyrgð sem okkur er öllum lögð á herðar, ekki síst þeim ungu að gæta þess dýrmæta auðs sem felst í tungunni.‘Matthías Johannessen skáld og fulltrúi hóps áhuga- fólks um eflingu móðurmálsins, þegar hann afhenti Laxnessfjöðrina í Austurbæjarskóla sl. þriðjudag. ’Svo er þetta fallega flámæli hans Hall-gríms, og dönskusletturnar sem eru svo fínar. Þegar allt er vaðandi í amerískum slettum, þá er svo yndislegt að taka sér í munn góðar og gegnar dönskuslettur. Fákænir klerkar sem hafa verið látnir lesa sálmana í útvarpið á föstunni hafa margir hverjir breytt þessu og leiðrétt skáldið. En maður ætti aldrei að styggja skáld. Það getur haft í för með sér vonda hluti.‘Megas í samtali við Bergþóru Jónsdóttur í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag. ’Mín sérgrein er að selja kjötfars, og éghélt mig við það.‘Jóhannes Jónsson í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. mánudag. Þegar hann var spurður hvers vegna skuldastaða Gaums, hans sjálfs og barna hans við Baug hefði ekki verið aðgreind frá öðrum skamm- tímakröfum Baugs kvaðst hann ekki hafa vit á því. ’Við teljum að það hafi verið Ísland semhleypti þessu öllu af stað. Það voru verð- bréfamiðlarar í Asíu sem vissu ekki einu sinni að Ísland væri til. En það er alveg öruggt að þeir vita það núna.‘Sabrina Jacobs , sérfræðingur hjá Dresdner, Klein- wort, Wasserstein, í samtali við Morgunblaðið um veikingu gjaldmiðla. ’Ætlið þið að sýna þetta atvik 200 sinn-um á viku til að reyna að fá UEFA til að spila leikinn aftur? Getið þið gert það fyr- ir okkur?‘José Mourinho , knattspyrnustjóri Chelsea, við sjón- varpsmenn frá Sky Sports eftir að leikmanni hans, Asier Del Horno, var vikið af velli í tapleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu sl. miðvikudags- kvöld. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sverrir Fátt vissi ég betra en að smala með góðum hundi Morgunblaðið/Pétur Blöndal VALGEIR SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR „Ef einhver vill éta mig, þá vona ég að honum svelgist pínulítið á mér.“ VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Valgeir Sigurðsson leikarar á borð við Þorstein Ö. og Brynjólf Jó- hannesson þurfa að ná tveim manngerðum og vera báðum trúir, sjálfum sér og persónunni sem þeir eru að glíma við. Valgeir staldrar aðeins við og segir svo: – Ég get líka nefnt yngri leikara, svo unga fólkið þekki þá, eins og … Hann hugsar sig um. … Gísla Halldórsson. Hann heldur áfram: – Ekki það að ég sé að bera mig saman við þá, en viðfangsefnið er sama eðlis og nálgunin sú sama. Sigríður skýtur inn í að það þurfi ljóðastreng í viðtöl og Valgeir tekur undir það: – Eitthvað úr skynjunarhæfni ljóðskálds. Þegar Valgeir sagði skilið við blaðamennsk- una var hann ráðinn aðstoðarskjalavörður Al- þingis haustið 1979 og vann þar í átján ár eða þar til hann settist í helgan stein árið 1997. – Og þú fékkst við ljóðagerð. – Þú hefur nú séð óþverraskapinn eftir mig í bókunum hans Árna Johnsens, svarar Valgeir og ekki laust við væntumþykju í röddinni. Hann tróð einnig oft upp á árshátíðum starfs- manna þingsins og var þar í góðum félagsskap Hermanns Jóhannessonar, Sigrúnar Árnadótt- ur, Eiríks Eiríkssonar og Halldórs frá Kirkju- bóli. En kvæðin hefur hann að mestu nostrað við heima. Hann stendur upp til að sækja sýn- ishorn. Á meðan ræðir blaðamaður við Sigríði. – Ert þú hagmælt? – Nei, guð almáttugur hjálpi þér, svarar hún. – Hvað hafið þið verið lengi gift? – Frá 1963. – Hvar kynntust þið? – Við sáumst nú fyrst í Þjóðleikhúskjallaran- um! – Og var það ást við fyrstu sýn? – Ja, það þróaðist svona skulum við segja, svarar hún hóglega og er líkast til fegin því þeg- ar Valgeir kemur aftur með kvæði í nokkrum próförkum. Það hefur tekið hann tvo mánuði að yrkja það. Og hann les með tilþrifum. Sækir síð- an aðra möppu, þar sem hann geymir lausavís- urnar. Þar er tilefni heft við hverja þeirra, oft úrklippur úr blöðum. Ein vísan: Hált er á vegum, víða leynast svell, og víst þarf sumt að banna. En sá er aldrei fyrir neinu féll er fátækastur manna. – Ólstu upp við kveðskap í sveitinni? – Nei, ég var víst eini hérvillingurinn þarna. En Vopnfirðingar áttu forláta skáld, Þorstein Valdimarsson. Þá var aldursmunur á okkur. Við sáumst á sumrin, en ekkert vísnasamfélag var með okkur. Síðar urðum við góðir vinir. – Þú tókst við hann viðtal. – Já, það eina sem hann veitti á ævinni. Það birtist í Samvinnunni árið 1976, síðustu jólin sem Þorsteinn lifði. – Hvernig maður var Þorsteinn? – Hann var tónskáld og snillingur. Hann hafði sérkennilega rödd og talanda. Það háði honum svolítið að hann var eins og ég að því leyti að geta ekki sagt err; það þótti honum leið- inlegt, sem var vitleysa því að hann talaði fal- legt mál. – Að síðustu Valgeir, ef þú skrifaðir viðtal við sjálfan þig, hvernig myndirðu lýsa þér? – Sem heldur ábúðarlitlum manni, svarar hann hógvær. En ef einhver vill éta mig, þá vona ég að honum svelgist pínulítið á mér. síminn hringir: „Sæll vinur minn, þetta er Jón Helgason.“ „Sæll,“ svara ég. „Heyrðu, hvað hefurðu í kaup þarna hjá þeim.“ Ég sagði hon- um það. Um kvöldið bauð hann mér í kaffi og gerði mér starfstilboð. Ég sagðist alltof gamall, kominn yfir fertugt og það væru engin not af mér. „Ég er með nóg af krökkum til að hlaupa í fréttasnattið,“ svaraði hann að bragði. Það varð úr að ég varð blaðamaður í sjö ár á aðalblaðinu og hafði þá skrifað fyrir Tímann frá sumrinu 1968 til vorsins 1979. Að breyttu breyt- anda, eins og Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli sagði stundum þegar hann vildi fá mig til að trúa, segir Valgeir og kímir. Hann rifjar upp eitt viðtalanna sem birtist í sunnudagsblaði Tímans við karl að vestan. Þeir náðu vel saman og viðbrögðin létu ekki á sér standa. – Fyrst hringdi lesandi til að hrósa mér fyrir orðfæri og stíl, en annar spurði hvernig í ósköp- unum mér hefði tekist að færa honum viðmæl- andann ljóslifandi inn í stofu til sín að segja frá. Þá rann það upp fyrir mér að ég hafði komið tveim mönnum til skila, án þess að hafa hug- mynd um það, og verið báðum trúr. Við þetta urðu þáttaskil hjá mér; ég áttaði mig á eðli við- tala. Þau eru ekkert ósvipuð leiklist, þar sem því var hann farinn að skrifa fyrir Tímann. – Ég hafði skrifað eitt sumar pistla um bók- menntir í blaðið. Vorið eftir hringir síminn og þá tók líf mitt stakkaskiptum. Jón Helgason bauð mér að skrifa viðtöl fyrir sunnudagsblaðið. Ég sagði við hann: „Æ, mér finnst ég ekki kunna blaðamannastíl.“ Og Jón svaraði: „Það er enginn skaði; hann er nú ekki alltaf til fyrir- myndar.“ Ég sló til eftir að hafa ráðslagað það við kon- una mína, vildi ekki renna áður en á hólminn kæmi. En sagðist aðeins taka það að mér aðra hverja helgi, því að ég væri í fullri vinnu hjá Shell. Skemmst er frá því að segja að um vorið var ég orðinn einn með viðtölin og þannig hélst það hverja einustu helgi í þrjú ár. Ég tel mig hafa unnið tveggja manna verk þennan tíma, heilsutæpur sem ég var. Valgeir fær sér mjólkurglas, horfir áhyggju- fullur á blaðamann og segir: – Þú þarft að skrifa djöfuldóm. Síðan lítur hann á Sigríði: – Guði sé lof að hann notar ekki segulband; svona gerði ég líka á fyrstu árum mínum. Svo heldur hann áfram að lýsa lífi sínu: – Þá gerist það einu sinni hjá Shell þegar ég var að leggja saman olíunótur og stemma af, að V erðurðu með heitt á könnunni áeftir? spyr blaðamaður. – Sigríður Sveinsdóttur, komduhérna! kallar Valgeir Sigurðsson áhinum enda línunnar. Og trúir blaðamanni fyrir því að síðast er hann hafi boðið gesti heim hafi honum verið bent á það af konu sinni að allt væri í drasli, dagblöð á borðum og svoleiðis. Hún virðist hafa fyrirgefið honum og veitir góðfúslegt leyfi til þess að bjóða blaða- manni heim. Hann segir að vörmu bragði: – Komdu heill. Ég skal reyna að vera ekki eins og skepna. Dyrnar eru opnar þegar blaðamann ber að garði. Jólakökusneiðum hefur verið raðað af kostgæfni á disk í betri stofunni, hjartalöguðum piparkökum og pönnukökum. Valgeir vísar blaðamanni í sófann, stendur sjálfur á miðju stofugólfinu og segir brosandi: – Hvað heldurðu að ég sé gamall? Svona talar aðeins unglegur maður, blik í augum og fjör í limum. Maður sem fékk berkla 17 ára og hefur átt við veikindi að stríða síðan öðrum þræði, en alltaf unnið fulla vinnu, á stundum tvöfalt starf, meðal annars við blaða- mennsku og sem starfsmaður þingsins, „meira að segja í salnum, þó að það reyndi á heilsuna.“ Maður sem verður áttræður á næsta ári – fæddur í Fremri-Hlíð í Vopnafirði 23. mars árið 1927 og átti heima þar til 25 ára aldurs. For- eldrar hans innfæddir Vopnfirðingar, en amma hans í móðurætt frá Belg í Mývatnssveit. – Þannig að ég rek ættir mínar til þingeys- kasta bæjar allra bæja, Vindbelgs, segir Val- geir og hlær. Það ætti því að vera loft í mér! Á uppvaxtarárunum stefndi Valgeir að því að verða bóndi. – Ég hef gaman af skepnum. Mesta ánægju hafði ég af því að passa fé, að reka féð í hagana á morgnana og smala því heim á kvöldin. Fátt vissi ég betra en að smala með góðum hundi. Þá undi ég mér vel. En Valgeir áttaði sig á því að alvarlegur ann- marki var á bóndadraumnum. – Ég var óglöggur á sauðkindur. Ég naut þess að vera hjá þeim og tala við þær. En þekkti þær ekki álengdar og það má ekki spyrjast um bónda! Þar kom að Valgeir fluttist út í þorpið í Vopnafirði og réði sig til til Pósts og síma. – Þetta var dimmasti tími sem ég hef lifað. Að búa í þorpinu rétt hjá sveitinni og vita hvenær var heyjað, smalað, rúið. Og þó gerðist nokkuð í leiðindum mínum, sem er í frásögur færandi. Karlarnir í þorpinu áttir allir kindur og nú fór ég að taka alvarlega eftir þeim, þekkja lömb af mæðrum sínum. Enda var það mér ekki lengur kvöl og ánauð. Sigríður kemur brosandi inn í stofu með kaffi á könnunni, leggur á borðið og segir: – Það er betra nýtt. Við setjumst þegar að kræsingunum og höld- um samræðunum áfram. Eftir fimm ár þoldi Valgeir ekki lengur við í þorpinu og flutti suður. Hann vann sex ár í böggladeild Pósts og síma, fjögur ár í endurskoðunardeild Landssímans og sex ár í bókhaldinu hjá Skeljungi. En með fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.