Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐAN um skerðingu náms til stúdentsprófs náði ákveðnu há- marki á þessu skólaári þegar nem- endur og kennarar lögðu niður störf og mótmæltu áformum menntamálaráðherra. Hagsmunaráð fram- haldsskólanna hefur verið stofnað og verið í fararbroddi í mótmæl- um nemenda. Hvert sem Þorgerður Katrín fer mætir hún mikilli andstöðu og finnur ef- laust fyrir mikilli and- úð í sinn garð. Umræðan hefur þó dalað síðustu daga en í byrjun þessa mánaðar gerði menntamála- ráðherra samkomulag við Kenn- arasamband Íslands um þessi mál og hefur frestað skerðingunni um eitt ár. Ráðherra gaf út skjal þar sem fram komu ýmsir punktar sem hann ætlaði að vinna eftir í samein- ingu við kennara, þótt fátt gáfulegt hafi komið fram í þessu skjali. Nemendur hunsaðir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri-grænna, skrifar grein í Morgunblaðið þann 22. febrúar sl. og fagnar því að ráðherrann skuli opna augun og átta sig á því að hún er ekki ein í heiminum. Vissulega væri það fagnaðarefni ef Þorgerður Katrín gerði það, en undirritaður hefur þó litla trú á því að hún hafi endurskoðað markmið sín. Þessi ákvörðun ráðherra er einungis til þess fallin að hún fái frið í smátíma, en eins og flestir vita gleymast skyssur stjórnmálamanna því miður fljótt. Þess utan er þetta samkomulag einungis gert við kennarasambandið eitt og sér og hafa t.a.m. kennarar við fjölmarga framhaldsskóla mót- mælt þessum vinnubrögðum. Ennþá verra er að nemendur eru ekki hafð- ir með í ráðum og er greinilegt að ráðherra finnst ekki mikið til þekkingar þeirra á skólakerfinu koma. Það er því gert að eins- konar innanhússmáli menntamálaráðuneyt- isins og Kenn- arasambands Íslands og nemendum úthýst. Það er lítið fagnaðar- efni. Vilji nemenda Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, spyr í þessari umræðu hvers vegna íslenskir nemendur þurfi lengri tíma til að klára stúd- entspróf en þeir erlendu. Það er ekki það sem umræðan snýst um. Fáir hafa sett sig á móti því að nemendur ljúki stúdentsprófi ári yngri. Til er meira að segja skóli sem útskrifar nemendur með stúdentspróf á tveimur árum og í mörgum fram- haldsskólum er hægt að ljúka nám- inu á þremur árum, ef nemendur svo kjósa. Það er því ekki þannig að nemendur geti ekki klárað sitt nám nítján ára. Það sem bæði nemendur og kenn- arar setja út á þetta mál er fram- kvæmd styttingarinnar, ráðherra hefur valið þá einföldu en heimsku- legu leið að skera niður innihald námsins. Þannig verða nemendur ekki jafnvel undirbúnir fyrir há- skólanám og þeir eru nú, en íslenskir nemendur hafa hingað til staðið sig mjög vel í námi á erlendri grundu. Spurningu Sigurðar er því auð- svarað. Með hnífinn á lofti Krafan um styttri námstíma hefur aldrei komið frá nemendum sjálfum heldur frá VR, Verslunarráði og Samtökum atvinnulífsins. Þegar Þorgerður Katrín tók við embætti menntamálaráðherra bundu margir vonir við hana og að hún hyrfi frá áformum Tómasar Inga Olrich. Þeir sem það gerðu eru eflaust von- sviknir. Þorgerður hefur frá upphafi reynst vera sendiboði þessara mark- aðssamtaka og mun eflaust oftar hefja niðurskurðarhníf sinn á loft. Nú hefur Þorgerður Katrín eitt ár í viðbót til að átta sig á því hversu illa ígrunduð þessi áform hennar eru og vonandi komast hún, kennarar og nemendur að samkomulagi. Kannski ákveður hún í þetta sinn að byrja á réttum enda ef henni er svona mikið um að breyta menntakerfi landsins, sem full sátt ríkti áður um meðal landsmanna. Hver veit nema þver- móðskan hverfi jafnvel alveg? Niðurskurður gegn vilja nemenda Dagur Snær Sævarsson fjallar um styttingu náms til stúdents- prófs ’Krafan um styttrinámstíma hefur aldrei komið frá nemendum sjálfum heldur frá VR, Verslunarráði og Sam- tökum atvinnulífsins.‘ Dagur Snær Sævarsson Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík. Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími framundan, ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteignasölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Höfum kaupanda að 500 til 1000 fm húsnæði í miðborginni fyrir skrifstofur fjármálafyrirtækis. Stórt einbýlishús eða hæð í góðu skrifstofuhúsnæði kemur helst til greina. Húsnæðið má þarfnast endurnýjunar. Góð staðsetning skiptir miklu máli. Upplýsingar veitir Snorri. – MIÐBÆRINN – HÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. ÞINGHOLTSSTRÆTI 14 Í hjarta Reykjavíkur Höfum fengið í sölu eitt virðulegasta hús Þingholtanna byggt árið 1881 af Helga Helgasyni, snikkara og skáldi fyrir Benedikt Gröndal, skáld og skólakennara. Húsið er skráð alls 269,8 fm af Fasteignamati Ríkisins og er hæð, kjallari og ris auk seinni tíma viðbyggingar. Á hæðinni eru í dag góðar stofur, eldhús, gestasnyrting, forstofa og miðjuhol. Í risi eru fimm misstór herbergi og baðherbergi. Í kjallara er stórt sjónvarpsherbergi, stórt þvottahús, geymslur og sturta. Auk þess er gengt út í viðbygginguna úr kjallar- anum, en hún er skráð 23,4 fm og er hin vandaðasta. Nánari upplýsingar veitir Halldór Andrésson, sölumaður Húsakaupa í s. 840 4042, einnig er nánari lýsing á eigninni á mbl.is og enn nánari á heimasíðu Húsakaupa www.husakaup.is FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Vorum að fá í einkasölu glæsilega 72fm 3ja herb. íbúð (skipting íbúðar er 2ja herb. íbúð á 1. hæð og stórt ca 20 fm aukaherbergi í kjall- ara auk baðherbergis). Íbúðin er mikið endur- nýjuð að utan sem innan ma. Þak yfirfarið, nýl. málað að utan, að innan nýl. gólfefni og bað endurnýjað. Eignin hefur mikla möguleika ma. til útleigu. Verð 17,6 millj. Friðrik sýnir eignina í dag sunnudag frá kl 14.00 - 16.00 Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS - BERGÞÓRUGATA 29 1. HÆÐ MIKLIR MÖGULEIKAR Til sölu er hús og eignarlóð að Bræðraborgarstíg 31. Um er að ræða 536 fm hornlóð við Hávallagötu. Á lóðinni er 104 fm hús á tveimur hæðum ásamt geymslulofti. Ýmsir möguleikar eru með lóðina, t.d. bygging stærri eignar. Tilboðum óskast skilað til Jóns Ólafssonar hrl., Tjarnargötu 4, fyrir 8. mars 2006. Teikningar af lóðinni ligga fyrir en ekki deiliskipulag. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefa Eiríkur í síma 896-4865 og Guðlaugur í síma 692-4646. Byggingalóð til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.