Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.02.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARHUGVEKJA Hefur þú hugleitt, hvað það kostaði Guð að leysa sköpun sína undan bölvun syndarinnar? Það kostaði hann allt. Fastan gengur í garð og vér minnumst þess, hvað sonur Guðs þjáðist, áður en hann gat hrópað: Það er fullkomnað! Ekkert sýnir betur kærleika Guðs en píslarsaga Jesú Krists, er síra Hallgrímur gjörir frábær skil í Passíusálmunum. Sá, sem kann ekki að meta hana, lítilsvirðir kærleika Guðs. Jesús fórnaði sér oss til lífs. Ég er hræddur um, að ýmsir misskilji fórnardauða Krists og líti fyrst og fremst á hann sem píslarvott háleitra kenninga. Alvarlegur misskilningur væri að halda það. Veiztu hvers vegna Jesús í Getsemane baðst undan þessari fórn? Honum var gjört að tæma í botn þjáningabikar mannkyns. Vér fáum vart skilið, hvað í því felst! Jesús Kristur, sonur Guðs, er átti hlut með föðurnum í himneskri dýrð, varð að afsala sér dýrð himnanna og taka á sig alla synd, er menn hafa drýgt á þessari jörð. Allur sori og óþverri mannlegrar grimmdar var honum tilreiknaður og hann varð persónulega ábyrgur fyrir allri illskunni! Jesús Kristur varð sekur um öll fólskuverk mannkyns frá upphafi sköpunar og var útskúfað frá Guði! Því hrópaði hann: Guð minn! Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Kristur varð persónulega sekur um allan óþverrann, og úrslitaorustuna við Satan og þjóna hans háði hann sem maður, en ekki Guð. Hann hafði afklæðzt dýrð og valdi Guðs og gjörzt maður. Það var eina leiðin til að frelsa synduga menn. Hinn saklausi talinn er sekur, að sekir við refsingu sleppi. Minnumst á föstunni kærleika Guðs til vor. Lof sé þér, Kristur, frelsari vor. Bikarinn Langafasta er byrjuð, og því hollt að rifja upp at- burðina sem leiddu til dauða meistarans og upp- risu. Sigurður Ægisson valdi til þess prósaljóð gamals lærimeistara síns, Jónasar Gíslasonar, fyrr- um vígslubiskups í Skálholti. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Lífskúnstnerinn Atli Már er nú frá okk- ur horfinn. Á æskuár- um var hann nokkur sumur á Efri-Hólum, en þar bjuggu amma mín Guðrún Halldórsdóttir og Friðrik afi Sæ- ATLI MÁR ÁRNASON ✝ Atli Már teikn-ari og listmálari fæddist í Reykjavík 17. janúar 1918. Hann lést á Land- spítalanum, Landa- koti, fimmtudaginn 9. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð í kyrrþey. mundsson. Undirrit- aður var þar og löngum á æskuárum og raunar hitti ég Atla frænda þar í fyrsta skipti. Þá kom hann til þess að kynna sína fögru konu. Ég, nán- ast barn, hreifst mjög af þessum glæsilegu hjónum. Langur tími leið, en um 1964 hitti ég Atla Má á ný, þá í heimsókn hjá Kristjáni Friðriks- syni, móðurbróður mínum. Þetta var eftirminnilegur dagur. Talað var um „kúltúr“ og „póesi“ og svo var sungið. Atli söng „Gamla vísu um vorið“. Lítið ljóð eft- ir Stein Steinarr. Ljóðið var mér ekki ókunnugt, en söngur Atla gerði mér það ógleymanlegt. Við hittumst oft á næstu árum og ég var svo hepp- inn að eignast nokkur málverka hans. Af þessum verkum er mér kærast það sem heitir: „Gömul vísa um vorið“. Ég er ennþá ódauður, en bíð loka, eins og við öll. Nú er ég dvalargestur á Eir og fer bærilega um mig, og einkum nú þegar til mín er komin „Gömul vísa um vorið“, sem Atli sagði mér að hefði nánast verið mál- uð fyrir mig. Hvað við tekur er lífi lýkur veit enginn. En ég lýt höfði við brottför Atla Más og óska góðri konu hans, Ólafíu og börnum þeirra velfarnaðar. Fátækleg kveðja til frænda og vin- ar. Björn Þórhallsson. ✝ Sigríður Bald-ursdóttir fæddist í Neskaupstað 1. nóvember 1936. Hún lést 17. febrúar síð- astliðinn á lungna- deild Landspítalans í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Baldur Jónsson, f. 19. júní 1910, d. 21. mars 1967, og Arnbjörg Ólafía Jónsdóttir, f. 14. desember 1913, d. 2. júlí 1961. Hún átti eina alsystur, Guðríði Halldóru Austmann, f. 28. ágúst 1934, og fjölmörg hálf- og uppeldissystkini. Þegar Sigríður var á fyrsta ári var hún send í fóst- ur að Steinum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Fósturforeldrar henn- ar voru Kristján F. Björnsson, f. 29.2. 1884, d. 19.4. 1962, og Rann- veig Oddsdóttir, f. 11.11. 1890, d. 23.12. 1986. Sigríður bjó á Steinum þar til hún var 16 ára og lauk gagn- fræðaprófi frá Reykholti. Árið 1954 eignast Sigríður fyrsta barnið sitt, Gunnar Hlöðver Tyrf- Ragnari Guðmundssyni, f. 22.1. 1974. Dóttir þeirra er Dagrún, f. 22.1. 2004. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu Sigríður og Ásgeir á Ála- fossi í Mosfellsbæ. Árin 1961–1966 bjuggu þau í Svíþjóð og Danmörku. Árið 1972 flytja þau svo á heimili sitt að Stórateigi 7 í Mosfellsbæ þar sem Sigríður bjó allt til síðasta dags. Frá árinu 1957, með hléum með- an þau bjuggu erlendis, vann Sig- ríður á Álafossi við ullariðnað en eftir að veikindin komu í veg fyrir að hún gæti unnið var hún heima. Hún hafði alla tíð mikið gaman af hannyrðum og eftir að hún veiktist prjónaði hún mikið og saumaði út. Þrátt fyrir veikindin var hún mjög dugleg að fara á hvers konar fönd- urnámskeið og tók mikinn þátt í tómstundastarfi eldri borgara í Mosfellsbæ. Sigríður las alltaf mik- ið og þá sérstaklega eftir að hún veiktist. Einnig hafði hún mikinn áhuga á ættfræði og lét eftir sig miklar upplýsingar sem hún hafði sankað að sér um föðurfjölskyldu sína. Garðyrkja og blómarækt áttu hug hennar allan og var garðurinn hennar á Stórateignum hennar líf og yndi. Hjá vinum og ættingjum er nú víða að finna blóm sem fengin hafa verið hjá henni. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ingsson, f. 29.11. 1954, kvæntur Unni Herdísi Ingólfsdóttur, f. 20.10. 1955. Árið 2005 ættleiddi Gunn- ar eitt af börnum Unnar frá fyrra hjónabandi, Kolbrúnu Maríu Gunnarsdótt- ur, f. 28.12. 1979. Árið 1958 kynnist Sigríður eiginmanni sínum Ás- geiri Pálssyni, f. Aage Hansen, f. 6.6. 1933, og hinn 12. júlí 1960 giftust þau. Það ár eignast þau annað barn sitt, Bjarna, f. 11.11. 1960, áður kvæntur Helgu Steinþórsdóttur, f. 3.12. 1959. Dæt- ur þeirra eru Inga Ásta, f. 17.8. 1984, Laufey, f. 15.3. 1988, og Sóley Þöll, f. 22.9. 1996. Þriðja barn Sig- ríðar og Ásgeirs er Kristján, f. 20.5. 1965, kvæntur Elínu Jónínu Clau- sen, f. 14.3. 1967. Börn þeirra eru Kolbrún Sigríður, f. 26.9. 1995, og Jón Ásgeir, f. 12.6. 1998. Elín á Ás- mund Þór, f. 15.8. 1989, frá fyrra sambandi. Fjórða barn Sigríðar og Ásgeirs er Agnes, f. 6.3. 1974, gift Elsku mamma. Nú veit ég að þér líður vel. Getur fyllt lungun fersku lofti og andað að þér ilmi blómanna sem voru líf þitt og yndi. Þú þarft ekki lengur að hafa „viðhaldið“, eins og við kölluðum súrefniskútinn, með þér hvert sem þú ferð. Þrátt fyrir veikindin varstu alveg ofboðslega dugleg og fórst allt sem þú ætlaðir þér. Að þið pabbi skylduð geta eytt jólunum hjá okkur í nýja húsinu okk- ar var alveg ómetanlegt. Þetta voru svo góð jól, þú varst svo glöð og ánægð og hafðir orð á því hversu góður andi væri hjá okkur. Ef þú bara vissir hversu stóran þátt þú átt- ir í að skapa þennan góða anda. Ég er svo þakklát fyrir að Dagrún fékk að kynnast ömmu sinni. Hún er enn svo lítil að hún skilur ekki alveg hvar þú ert. Við segjum henni samt á hverjum degi að amma sé hjá Guði og að henni líði vel núna. Við munum vera dugleg að segja henni og ófæddum systkinum hennar frá þér og hversu góð amma þú varst. Hvíl í friði, elsku mamma mín, ég veit að þú vakir yfir okkur. Þín dóttir Agnes. SIGRÍÐUR BALDURSDÓTTIR ✝ Hrafnhildur Sig-urðardóttir fæddist í Neskaup- stað 13. okt. 1932. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóns- son skipstjóri og Guð- laug Sigurðardóttir húsmóðir sem bjuggu í Neskaupstað. Hrafnhildur giftist Jónasi Hólm loft- skeytamanni, f. á Eskifirði 12. des. 1930, d. 21. júlí 1991. Þau Hrafnhildur og Jónas bjuggu í Neskaup- stað til ársins 1974 en fluttu þá til Hafnar- fjarðar og áttu þar heimili upp frá því. Einkasonur þeirra er Herbert Hólm, f. 12. ágúst 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og er búsett- ur í Hafnarfirði. Hrafnhildur vann við verzlunarstörf fyrst og fremst. Hrafnhildur var jarðsungin frá kapellu Kirkju- garða Hafnarfjarðar 9. febrúar. Kær vinkona mín, Hrafnhildur Sigurðardóttir, hefur kvatt eftir erfitt sjúkdómsstríð og áföll lífsins. Þar fór glæsileg kona, góð kona ekki síður. Ég man enn þegar ég sá hana fyrst á götu hér í Reykjavík með verðandi eiginmanni sínum og varð starsýnt á þetta fallega par sem bar sig svo vel og spurði vin minn sem mér varð sam- ferða og hafði heilsað þeim hvaða stór- glæsilega fólk þetta væri og hann svaraði mér að þetta væru þau Hrafn- hildur Sigurðardóttir frá Neskaupstað og Jónas Hólm frá Eskifirði. Myndin af ljómandi og hlýju brosi hennar er enn dagljós í minni mínu. Frekari kynni síðar af Hrafnhildi leiddu í ljós að ekki var innri ljómi hennar síðri. Á sviði áhugaleikstarfs eystra lágu svo leiðir okkar Hrafnhildar saman, hún var ágæt leikkona, einkar skýrmælt og kunni vel að beita leikrænni tján- ingu og bauð svo af sér þennan hríf- andi þokka á leiksviðinu eins og alls staðar annars staðar. Við urðum ágæt- is vinir og héldum alltaf nokkru sam- bandi eftir að suður kom, hún alltaf söm og jöfn í vermandi vinhlýju sinni, hvað sem á gekk. Hún bar með sér þessa fallegu og fáguðu framkomu og reisn um leið. Lífsáfallinu mikla, þegar Jónas dó á bezta aldri, tók hún af yf- irvegaðri ró en mér fannst hún aldrei verða söm eftir, heilsufar hennar hvergi nærri gott, þótt hún væri óvílin og kvartaði ekki. Hrafnhildur átti mikla og mæta mannkosti, hæfileika- rík kona sem hefði svo margt getað tekið sér fyrir hendur og hvar sem hún vann og fór var hún vinsæl og verka- drjúg. Dýrmæt vinátta hennar og veit- ul kynni eru af alhug þökkuð. Ég á þess því miður ekki kost að fylgja henni Hrafnhildi síðasta spölinn svo sem verðugt hefði verið, en sendi einkasyninum hlýjar og einlægar sam- úðarkveðjur, svo og öðrum þeim er áttu hana Hrafnhildi að, allra helzt henni Björk frænku hennar sem var Hrafnhildi sú stoð sem aldrei brást. Við síðustu samfundi okkar sá ég að henni Hrafnhildi var mjög brugðið, en ennþá átti hún þetta bjarta, einlæga bros og hressileika í máli þrátt fyrir allt og allt. Og nú hefur hún kvatt okk- ur hinztu kveðju og söknuður ríkir í sálu. Munabjört er hún minningin um þessa fallegu og hjartahlýju konu. Blessuð sé minning Hrafnhildar Sig- urðardóttur. Helgi Seljan. HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.