Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 45

Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 45 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Högnu Sigurðardóttur arkitekt: „RÚTSTÚN var gjöf þeirra hjóna Huldu Jakobsdóttur og Finn- boga Rúts Valdimarssonar til Kópavogsbæjar. Þar var Hulda þá bæjarstjóri. Staðurinn var þeim hjónum afar kær. Skyldi þar reisa sundlaugar og skipuleggja útivist- arsvæði. Hulda fól mér hönnun verksins árið 1961. Kennslulaug var tekin í notkun árið 1967. Frá upphafi var ákveðið að byggt yrði í áföngum. Aðalátakið var á ár- unum 1984–1991. En þá var keppn- islaugin byggð og eins anddyri og bráðabirgðaaðstaða búningsklefa. Aðalteikning af heildarmannvirk- inu og vandað líkan af öllum bygg- ingunum var sett upp í anddyri til sýnis almenningi þar til það var tekið niður fyrir skömmu. Öll þessi ár sinnti ég verkinu í samráði við tæknimenn bæjarins og með aðstoð vinar míns, Jes Einars Þorsteinssonar, arkitekts F.A.Í. sem hefur haft umsjón með ýmsum verkum mínum hér heima. Langt fram eftir árinu 2000 vann ég áfram við teikningarnar vegna nokkurra breyttra forsenda. En þá var ætlun bæjarins sú að bjóða út aðalbygginguna (sturtur og bún- ingsklefa) um miðjan apríl 2001. Hér var um að ræða heildstæðar teikningar á lokaáfanga í mæli- kvarða 1/100 af byggingunum öllum og umhverfi. Teikningar þessar voru lagðar fyrir bæjaryfirvöld. En snemma árs 2001 var mér til- kynnt að ákveðið hefði verið að fresta framkvæmdum á meðan að byggð yrði ný sundlaug í Sala- hverfi. Lá málið síðan niðri en beð- ið var eftir tímasetningu fram- kvæmda. Síðan gerist það síðla liðins sumars, að birt er í einu dag- blaðanna endurskoðuð mynd af deiliskipulagi á Rútstúni, þar sem viðbygging og breytingar sund- laugasvæðisins koma fram. Allt án minnar vitundar eða Jes Einars. Skömmu síðar barst mér bréf frá ASK arkitektum þar sem þeir til- kynna mér að Kópavogsbær hafi falið þeim verkið og höfðu þeir þá tekið það að sér. Erfitt fannst mér að trúa því að yfirvöld Kópavogs hefðu haft svo vítaverða aðferð við áframhald bygginga að svifta mig því verki, sem ég hafði unnið við í öll þessi ár og stendur mér svo nærri. En á fundi með bæjarstjóra var það staðfest að ASK arkitektum hefði verið falið verkið. Í kjölfarið barst mér bréf frá Geir Marelssyni, lögfræðingi Kópavogsbæjar, en þar segir að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að ég starfaði ekki lengur vegna aldurs og þá eins að ég hefði ekki verktryggingu. Þessi rökfærsla lögfræðingsins er algjörlega röng þar eð engin lög takmarka starfsaldur arkitekta. Að því er varðar ábyrgðartrygg- ingu, þá tengist hún hverju ein- stöku verki. Augljóst er að ég hefði tekið þá tryggingu, þegar þar að kæmi. Illa þykir mér bæjaryfirvöld hafa staðið að málinu og sýnt hugverki mínu lítinn skilning. Þá er aðkoma ASK arkitekta gróft brot á siðareglum Arkitekta- félags Íslands. Auk þessa er hér óhjákvæmilega gengið á höfundarrétt minn. Ég kærði málið fyrir siðanefnd Arkitektafélagsins, sem hefur fjallað um kæru mína og skilað ít- arlegri greinargerð þann 27. janúar 2006. Aðfaraorð og niðurstaða fer hér á eftir: „Aðfaraorð Í kæru Högnu Sigurðardóttur á hendur ASK arkitektum (F1) er ekki tilgreint að meint brot kærða sé við tilteknar greinar í siða- reglum Arkitektafélags Íslands. Greinilegt er að hér er um að ræða 4. kafla siðareglnanna: Skyldur gagnvart öðrum arkitektum, eink- um þó greinar 4.2, 4.3 og 4.4. Enginn vafi hefur leikið á því að Högna er arkitekt sundlaugarinnar á Rútstúni, sem hefur verið í bygg- ingu lengi og fengið töluverða um- fjöllun í blöðum og tímaritum, þ.á.m. fagtímariti arkitekta. Þar sem bæjarfélög og aðrar sambæri- legar stofnanir eru verkkaupar, er tölu- verð hætt á því að ný stjórn viðkomandi stofnunar telji sig óbundna af gerðum forvera sinna. Í þessu tilviki virðast yfirvöld í Kópavogi hafa gefið sér þá forsendu að hönnuður áðurnefnds mannvirkis hefði ekki lengur getu til þess að halda áfram með það verk, sem hann hafði unnið um nokkurra áratuga skeið. Siðanefnd telur viðskilnað verkkaupa við fyrr- um viðskiptavin sinn og ráðgjafa mjög ámælisverðan. Páll Gunnlaugsson, sem fram- kvæmdastjóri ASK arkitekta, ber að mati siðanefndar ábyrgð á því að haft yrði samband við Högnu þá þegar teiknistofan hans var beðin um taka að sér verkefni, sem svo greinilega nátengist því verkefni sem Högna hafði unnið að svo lengi. Páli átti einnig að vera það ljóst að með því að stofa hans tæki að sér ráðgjafastörf við að meta hugmyndir bæj- aryfirvalda við við- byggingu við mann- virki, sem Högna hafði teiknað, gæti stofan ekki tekið að sér frek- ari hönnunarstörf án þess að heilindi stof- unnar yrðu dregin í efa. ASK arkitektar tóku trúanlega fullyrð- ingu verkkaupa að gengið hefði verið frá verklokum við Högnu, en grein 4.4 í siðaregl- unum tekur af nokkurn vafa varð- andi mál sem þetta. Tilkynning- arskyldan er afdráttarlaus og henni ber að sjálfsögðu að sinna eins fljótt og nokkur kostur er. Niðurstaða Ágreiningur er ekki á milli máls- aðila um málsatvik. Siðanefnd Arkitektafélags Ís- lands telur að kærði, ASK arkitekt- ar, hafi brotið gegn ákvæði siða- reglna A.Í. með því að fullnægja ekki eðlilegri skyldu gagnvart öðr- um arkitektum sem fram kemur í kafla 4 í siðareglunum, einkum þó í greinum 4.1-4.4. Að baki ASK arki- tekta stendur stjórn fyrirtækisins og er það mat siðanefndar að sú stjórn beri sameiginlega ábyrgð í máli sem þessu. Tveir stjórnendur ASK arkitekta eru ekki félagsmenn í Arkitektafélagi Íslands. Eftirfar- andi félagsmenn í A.Í. sitja í stjórn ASK arkitekta: Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ, framkvæmdastjóri, Valdimar Harðarson, arkitekt FAÍ, stjórnarformaður, Árni Friðriksson, arkitekt FAÍ, Helgi Már Halldórsson, arkitekt FAÍ, Hörður Harðarson, arkitekt FAÍ, Gunnar Örn Sigurðsson, arkitekt FAÍ, Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ. Telur siðanefnd að ábyrgð þeirra sé jöfn. Einnig er eðlilegt að gera Gunnari Borgarsyni, arkitekt, sem er í hópi stjórnarmanna, en ekki fé- lagsmaður í Arkitektafélagi Ís- lands, grein fyrir niðurstöðu siða- nefndar í þessu máli. Gunnar undirritar uppdrætti ASK arkitekta að Sundlaug Kópavogs sem að- alhönnuður. Í grein 7.3.1. í siðareglum Arki- tektafélags Íslands stendur: „Siða- nefnd tekur einungis afstöðu til þess hvort arkitekt hafi gerst brot- legur við siðareglurnar eða ekki og hvort brot telst ámælisvert, alvar- legt eða mjög alvarlegt.“ Siðanefnd telur brot stjórn- armanna ASK arkitekta, sem jafn- framt eru félagar í Arkitektafélagi Íslands, þeirra Páls Gunnlaugs- sonar, Valdimars Harðarsonar, Árna Friðrikssonar, Helga Más Halldórssonar, Harðar Harð- arsonar, Gunnars Arnar Sigurðs- sonar og Þorsteins Helgasonar, al- varlegt. Þessi niðurstaða er í takti við aðra undangengna dóma í sam- bærilegum málum, þar sem arki- tektar hafa ekki gegnt eðlilegri og sjálfsagðri tilkynningarskyldu gagnvart starfsbræðrum sínum. Niðurstaða siðanefndar er sam- hljóða.“ Ég tel rétt að birta grein þessa þar sem ASK arkitektar hafa í upphafi tjáð sig opinberlega um málið. Reykjavík, 24. febrúar 2006. Högna Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ.“ Sundlaugar Kópavogs á Rútstúni Högna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.