Morgunblaðið - 20.03.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 78. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Velduþaðbesta
Músíktilraunir
hefjast í kvöld
51 hljómsveit keppir um sæti
í úrslitum að þessu sinni | 36
UM 10.000 manns söfnuðust saman í mið-
borg Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi
til að mótmæla framkvæmd forsetakosn-
inga sem fram fóru í gær og sem yfirvöld
sögðu ljóst, að sitjandi forseti, Alexander
Lúkasjenkó, hefði unnið með yfirburðum.
Alexander Milinkevitsj, helsti keppinautur
Lúkasjenkós, ávarpaði mótmælendur og
krafðist hann nýrra kosninga, enda hefðu
þessar verið „fullkominn skrípaleikur“.
„Við krefjumst nýrra, heiðarlegra kosn-
inga,“ sagði Milinkevitsj er hann ávarpaði
mannfjöldann með gjallarhorni. Lýsti hann
því yfir að hann viðurkenndi ekki úrslitin –
en skv. tölum formanns kjörstjórnar hafði
Lúkasjenkó, sem stýrt hefur Hvíta-Rúss-
landi með harðri hendi frá 1994, fengið 89%
þegar um 20% atkvæða höfðu verið talin.
Lúkasjenkó, sem kallaður hefur verið
„síðasti einræðisherrann í Evrópu“, nýtur
talsverðra vinsælda meðal landsmanna,
enda fá menn bætur sínar greiddar á rétt-
um tíma ólíkt því sem gerist í öðrum fyrr-
verandi Sovétlýðveldum þar sem lýðræðis-
umbreytingar hafa gengið yfir nýverið. En
jafnframt er líklegt að margir hafi hikað við
að taka þátt í mótmælunum í gær eftir að
yfirvöld gáfu skýrt til kynna að hart yrði
tekið á þeim sem mótmæltu.
Versnaði er á leið
„Þessi kosningabarátta versnaði þegar á
leið, fjöldi fólks var handtekinn m.a. í dag [í
gær] og andstæðingum Lúkasjenkós var
gert erfitt að halda kosningafundi. Þeir áttu
líka erfitt með að fá nokkra umfjöllun, for-
setinn naut mikillar og jákvæðrar umfjöll-
unar í fjölmiðlum landsins,“ sagði Urður
Gunnarsdóttir, talsmaður kosningaeftirlits
Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í
samtali við Morgunblaðið.
Krefjast
nýrra
kosninga
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
AP
Alexander Milinkevitsj ávarpaði mann-
fjöldann í miðborg Minsk í gærkvöldi.
París. AFP, AP. | Verkalýðsleiðtogar
og forystumenn stúdenta hafa hótað
því að efna til allsherjarverkfalls í
Frakklandi dragi ríkisstjórn lands-
ins ekki í dag til baka umdeilda lög-
gjöf um atvinnumál ungs fólks. Til
harðra átaka kom í París í fyrra-
kvöld en fyrr um daginn höfðu
hundruð þúsunda manna tekið þátt í
mótmælum vegna löggjafarinnar.
Dominique de Villepin forsætis-
ráðherra sat á fundum með ráðgjöf-
um sínum í allan gærdag en talið er
hugsanlegt að hann muni beita sér
fyrir breytingum á löggjöfinni, án
þess að hverfa frá þeirri grundvall-
arhugsun sem liggur að baki henni.
Löggjöfin felur í sér að fyrirtækj-
um verði heimilt að segja upp ungu
fólki, yngra en 26 ára, án sérstakrar
ástæðu á fyrstu tveimur starfsárum
þess hjá viðkomandi fyrirtækjum.
Er yfirlýstur tilgangur sá að hvetja
vinnuveitendur til að ráða ungt fólk í
ríkari mæli til starfa, enda muni þeir
eiga auðveldara með að segja því
upp aftur en verið hefur, en atvinnu-
leysi meðal ungs fólks er 23%.
Á laugardag efndu námsmenn til
mótmælagöngu í París með liðsstyrk
verkalýðshreyfingarinnar. Gangan
fór friðsamlega fram en um kvöldið
kom til átaka, hópar mótmælenda
vörpuðu skeytum í liðsmenn óeirða-
lögreglunnar, kveiktu í bílum og
brutu rúður. Beitti lögreglan tára-
gasi og bareflum til að sundra mót-
mælendum við Place de la Nation og
í Latínuhverfinu. Lögreglan hand-
tók 167 óeirðaseggi. Átökin hafa ekki
verið harðari en nú þær tvær vikur
sem liðnar eru síðan málið kom upp.
Setja de Villepin úrslitakosti
NICHOLAS Burns, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
ræddi við Geir H. Haarde utanrík-
isráðherra á laugardag til að fara
yfir næstu skref í þeirri stöðu sem
komin er upp í varnarsamstarfi
þjóðanna. Þar kom fram að stefnt
væri að því að viðræður íslenskra
og bandarískra stjórnvalda um
framhald varnarsamstarfsins hæf-
ust innan 10 daga. Íslensk stjórn-
völd hafa óskað eftir tillögum frá
bandarískum stjórnvöldum um
Hann sagði að tillögurnar hefðu
mætt skilningi og jákvæði hjá ráð-
herrunum. „Nú verður það verk-
efni, m.a. þessa starfshóps, að
vinna frekari hugmyndir og þar á
meðal það sem þarna kemur fram,“
sagði Árni. „Skynsemin ræður
ríkjum og trú á að við getum unnið
okkur út úr þessu verkefni. Þetta
byrjaði mjög vel á fundinum í dag,
en þessu er ekki lokið.“
hópnum verða væntanlega fjórir
fulltrúar ráðuneyta og þrír frá
sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Í gær áttu bæjarfulltrúar í
Reykjanesbæ og Sandgerði fund
með Halldóri Ásgrímssyni for-
sætisráðherra og Geir H. Haarde
utanríkisráðherra. Þar lögðu ráð-
herrarnir til að starfshópurinn yrði
skipaður.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, lagði fram tillögur
til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir.
hvernig þau hugsi sér að uppfylla
varnarskuldbindingar sínar gagn-
vart Íslendingum, en fyrir liggur
að orrustuþoturnar og þyrlubjörg-
unarsveitin fara í síðasta lagi í
september. Nicholas Burns til-
kynnti Geir þá ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar sl. miðvikudag.
Sjö manna starfshópur
Skipaður verður sjö manna
starfshópur til að athuga framtíð
atvinnumála á Suðurnesjum. Í
Nicholas Burns ræddi við Geir H. Haarde um varnarmálin á laugardag
Ráðherrarnir ræddu næstu
skref – fundur innan 10 daga
Varnarmálin | Miðopna
ÞAÐ var engu líkara en stórslys hefði orðið á
flugvellinum á Akureyri um helgina, a.m.k. þeg-
ar horft var til flugvallarins af Drottningarbraut-
kjörum og reykurinn hafði engin áhrif á flug til
eða frá vellinum. Logn var og reykurinn stóð beint
upp í loft en lagði ekki yfir völlinn eða bæinn.
inni. Sem betur fer var þó engin hætta á ferðinni
því að bændur í Eyjafjarðarsveit voru að brenna
sinu. Á flugvellinum var því allt með kyrrum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjónarspil þegar bændur í Eyjafjarðarsveit brenndu sinu
Fasteignir | Byggt í Siglufirði Íbúðaverð í Eistlandi Markaðurinn Selfoss
Stórhýsi rís á tippnum Íþróttir | Bjarni atvinnumaður hjá Everton Tekur
Scolari við af Eriksson? Hörður afgreiddi meistarana Dómari í klappliðinu
Fasteignir og Íþróttir í dag