Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 16
Daglegtlíf mars Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 TALIÐ er að 5–10% kvenna á barn- eignaaldri þjáist af fjölblöðrueggja- stokkaheilkenni, sem getur verið mjög hvimleitt heilsufarsvandamál fyrir margar konur. Ástandið er bæði algengt og vangreint. Margar konur hafa verið með ýmis einkenni, sem svara til fjölblöðrueggjastokka- heilkennis og vita að ekki sé allt með felldu, en hafa ekki fengið nægilega greiningu og meðferðarúrræði. Með réttri meðferð er þó hægt að gera líf þeirra mun bærilegra. Kvensjúkdómalæknarnir Guð- mundur Arason og Jens Guðmunds- son vinna nú í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og bandarískt lækna- teymi að rannsókn á fjölblöðrueggja- stokkaheilkenni, sem á ensku gengur undir nafninu „Polycystic Ovary Syndrome“ eða PCOS. Bandaríska heilbrigðisstofnunin National Institute of Health veitti til verkefnisins styrk til fimm ára. Tveggja ára rannsóknarvinna er nú að baki og hafa nú þegar um 800 ís- lenskar konur tekið þátt í rannsókn- inni. En betur má ef duga skal, segir Guðmundur, því það vantar helst annan eins fjölda kvenna til viðbótar til þátttöku í rannsókninni. Talið vera erfðatengt ástand Guðmundur vill ekki tala um sjúk- dóm í eiginlegri merkingu. Öllu held- ur sé um að ræða ástand, sem vís- indamenn telja sig nú orðið vita að sé erfðatengt. Íslenska rannsóknin gengur því út á það að finna og ein- angra þau gen, sem valda því að sum- ar konur hafa meiri tilhneigingu til að fá PCOS en aðrar. „Mismikill ruglingur verður á hormónastarfsemi líkamans sem leiðir til óreglulegra blæðinga, óreglulegs eggloss og ófrjósemi. Í kjölfarið fer líkaminn að framleiða karlhormóna í auknum mæli sem hefur þau áhrif að konan fer að verða vör við aukinn hárvöxt og bólumynd- anir í húð. Meirihluti þessara kvenna eða allt að 75% myndar insúlín-við- nám, sem veldur óheppilegum áhrif- um á blóðfituna og eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta getur leitt til fitumyndunar og sækir fitan á miðju líkamans og sest gjarn- an á kvið þessara kvenna, en útlimir geta haldist grannir. Insúlíni er m.a. ætlað að halda blóðsykrinum í jafn- vægi, en ef líkaminn myndar viðnám gegn því þarf brisið að framleiða stöðugt meira insúlín. Viðnám gegn insúlíni getur varað í mörg ár, en ef að því kemur að brisið getur ekki framleitt meira insúlín geta PCOS- konur þróað með sér fullorðinssyk- ursýki.“ Rétt meðferð bætir líðanina PCOS var fyrst nefnt upp úr 1935, en á síðustu árum hefur áhugi vís- indamanna beinst að tengslum PCOS og ruglingi í efnaskiptabúskap. „Ljóst er að margar þessara kvenna líða mikið fyrir einkennin, en margt má bæta með réttri meðferð,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi er mælt með breytingum á lífsstíl því yfirleitt eru þessar konur þéttholda og yfir kjörþyngd. Þær eru sífellt svangar og leita gjarnan í sykur og kolvetnisríkar fæðutegundir. Fyrr en varir lenda þær í vítahring og fossaföllum. Breytt mataræði og aukin hreyfing getur undið ofan af neikvæðum afleiðingum. Konur, sem leitað hafa til lækna vegna óreglulegra blæðinga, hafa gjarnan verið settar á p-pilluna til að dempa starfsemi eggjastokkanna og framkalla reglulegar blæðingar. Auk þessarar meðferðar er mik- ilvægt að kanna hvort insúlín-viðnám sé til staðar þar sem önnur meðferð kæmi til til að reyna að minnka insúl- ín-viðnám með breyttu mataræði eða lyfjum. Margar konur, sem eru með insúl- ín-viðnám, lagast og grennast við slíka meðferð. Þær eru þá með óeðli- leg efnaskipti án þess þó að hafa ver- ið greindar sykursjúkar.“ Rannsakendur vilja fyrst og fremst vekja konur til vitundar um að þetta ástand sé síður en svo eðli- legt. „Með réttum lífsstíl og hugs- anlega lyfjum má vel hjálpa þessum konum. Hafi konur fyrrnefnd ein- kenni og óþægindi, geta þær sett sig í samband við Þjónustumiðstöð Ís- lenskrar erfðagreiningar til að taka þátt í rannsókninni og fengið auk þess meðferð við þeim kvillum, sem þær eru að burðast með,“ segir Guð- mundur.  Óreglulegar blæðingar  Óreglulegt egglos  Blöðrur á eggjastokkum  Aukinn hárvöxtur  Bólur í húð  Þyngdaraukning þar sem fitan sest aðallega á kvið  Þreytutilfinning og einbeitingarskortur  Aukin framleiðsla á karlhormónum í lík- amanum  Ófrjósemi Einkennin  HEILSA | Leitað er að grunnorsök fjölblöðrueggjastokkaheilkenna meðal íslenskra kvenna Gera má líf kvenn- anna bærilegra Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er algengt en vangreint vandamál. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að ástandið leiddi af sér óreglu- legar blæðingar og ófrjósemi, aukinn hárvöxt og bólumynd- anir, innsúlín-viðnám og fitumyndun um miðbik líkamans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og innkirtlasérfræð- ingur, segir að ástandið sé erfðatengt. TENGLAR ..................................................... www.pcos.org join@mbl.is ÞEKKT er að hættan á að fá blóðtappa eykst við langar flug- ferðir. Nú hefur komið í ljós að það er ekki bara langvarandi kyrrseta með litlu fótaplássi sem er orsökin. Á vef Dagens Nyheter kemur fram að und- irþrýstingur og lágt sýrustig í farþegarýminu hefur einnig áhrif, að því er hollensk rann- sókn bendir til. Rannsóknin fór þannig fram að 71 sjálfboðaliði á aldrinum 20–39 ára var sendur í átta tíma flugferð. Tveimur vik- um síðar sat sami hópur í bíósal og horfði á kvikmyndir í átta tíma. Teknar voru blóðprufur í byrjun, um miðbik og í lok kyrr- setunnar og það sama var gert á venjulegum degi sjálfboðalið- anna. Niðurstöður rannsókn- arinnar eru birtar í The Lancet og fram kemur að bíókyrrsetan og venjulegur dagur höfðu eng- in áhrif á áhættuna á að fá blóð- tappa en hún var hins vegar mun meiri í flugferðinni. Í stærsta áhættuhópnum voru konur á pillunni og með arf- genga blóðsjúkdóma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lágt sýrustig í flugvélum getur valdið blóðtappa  FERÐALÖG „Fagfélög og sjúklingasamtök hafa gefið út upplýsingar um heilsufar og hvernig bæta má heilsuna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.